Stígandi - 01.07.1945, Síða 62
236
FRAMTÍÐIN
STÍ’GANDI
og verður þess var, að návist hans er öðrum nauðsynleg, mun
hann aldrei örvænta, því að hann veit, að hann á sína stöðu sólar-
megin. Hann hefir sjálfur orðið að sól vegna þess, að honum hefir
tekizt að varpa af sér þeirri þoku, er hindraði útgeislun hans, en
þá n jóta hennar allir. Fyrir þessu hafa menn verið blindir vegna
einangrunar. Hin merkilegu sannindi, er áhrif fjórðu stærðar
hafa á þá, munu skjótlega venja þá á að hugsa á sviði hinnar
fjórðu stærðar, um leið skilja þeir hið nýja líf og þær breytingar,
er munu koma fram. Þjóðlegir sálfræðingar rnunu sanna, að ekk-
ert getur eyðilagt nokkra þjóð, hversu smá sem hún er. Hvernig
sem farið er að, rís hún úr öskunni á ný. Þeir munu sýna, að tunga
þeirra og siðir hafa lifað allar hörmungar af. Gyðingar hafa sann-
að þetta. Margar fleiri þjóðir mætti nefna. Þeir, sem óttast banda-
lag allra þjóða, ættu að kynna sér söguna, áður en þeir fullyrða
nokkuð um upplausn, er af því kynni að leiða. Þeir ættu að kynna
sér sögu Englands, sem var í upphafi smáríki með margs konar
mannflokka, en nú er þjóðin fastmótuð og hefir verið það í næst-
um þúsund ár; og þó eru enn við líði öll sýslu- og héraðatakmörk
landsins, aðeins að nafninu til að vísu, en áður bárust íbúar þeirra
á banaspjót. En þeir hafa gætt erlðavenju sinnar og tungu-
taks — á sumum stöðum á mjög merkilegan hátt — eins og í hinu
litla greifadæmi Cornwall, þar sem íbúarnir enn í dag tala urn
menn úr næstu sýslu sem „útlendinga".
Sú sameining þjóðanna, sem koma mun, verður máske á ein-
hvern hátt allstyrsöm, en hún mun einnig koma eins og þýður
torblær eftir harðan vetur, en þó ekki alls staðar. Á sumum stöð-
um, og á sumum tímum, mun hún valda árekstrum og átökum,
sem kunna að virðast tvísýn, en hugsuðir þjóðanna munu jafnan
halda sigurvoninni vakandi. Þeir blása nýju lífi í liana og þeir
\ erða innblásnir af dulmætti framþróunarinnar, sem starfar undir
yfirborði hugsanalífs hinna langjjreyttu Jrjóða, sem að lokum
hrósa sigri, er þær hafa öðlazt betri og fyllri menningu en þær
liafði nokkru sinni dreymt iím.