Stígandi - 01.07.1945, Side 63

Stígandi - 01.07.1945, Side 63
UM BÆKUR Sigurjón Friðjónsson' Hevrði éa; í hamrinum, I—III. Síðan 1939 hafa komið á bókamarkað- inn 3 ljóðabækur eftir Sigurjón, allar með sama nafni: Heyrði ég í hamrinum. Sú síðasta er að koma í bókabúðir út um land um þessar mundir. Þar sem þessar bækur eru sérkennilegar og at- liyglisverðar, er viðeigandi að geta þeirra hér, ])ó að efni einnar, hvað þá þriggja ljóðaltóka, verði ekki krufið til mergjar í stuttri grein. Nú vill svo vel lil. að höf. liefir sjálfur gert grein fyrir eðli þessara ijóða í formálsorðum fyrir fyrstu bókinni, það er hinni svo kölluðu nýrómantík, er hófst í Þingeyjarsýslu á sfðustu árum 19. aldar og höf. telur stafa sumpart frá eldri skáldum íslenzk- um og einnig frá samtímahöfundum á Norðurlöndum. Þó segir hann: „En að- alrætur á hin þingeyska nýrómantík í þingeyskri náttúru og þingeysku eðlis- fari. Hér verða oft rnikil vetrarharðindi, frost ntikil í nágrenni Vatnajökuls, og snjóþyngsli stundum langt fram á vor. Á hinn bóginn verða hér líka stundum mjög fögur sumarveður, suðrænir, þurr- ir, blæmjúkir hlýjuvindar, mjög til þess lagnir að geymast í minningum og kalla fram rómantfska sumarþrá í lang- vinnum vetrarharðindum, sem líka ertt jafnframt í sjálfu sér til þess fallin að kalla fram andlega iðju.“ Sjálfur segist höfundur „túlka rómantíkina sem real- isma, þá grein realismans, stm sérstak- lega veit að gróandanum — og ástin er aðalþáttur í. Veit að komandi vori, sól og sumri." Varla verður eðli Jressara ljóða betur lýst en með þessum formálsorðum höf. sjálfs, því að sama er, hvort hann velur sér verk erlendra stórskálda lil þýðinga — en af þeim er mikið í annarri og þriðju bók — eða kvæðin eru frumort, öll ertt þau þrungin af ást, bjartri, ei- lítið dulúðgri lífstrú og yl. — Ollum var það ljóst, að Sigurjón er snillingur í meðferð ríms og máls og skáld gott, en mig undrar, live lítill efnishyggjumaður hann er. Þó er þetta nú aldraðttr bóndi, sem mun jafnan bafa staðið í ströngu við heimilisannir og hversdagsstrit. En af þessum þrem ljóðabókum mundi ókunnur álykta, að höfundur væri ástfanginn ungur maður, farandsöngvari, óháður stað og tíma. Ef athuguð eru skáldverk ýmissa ann- arra þingeyskra samtíðarhöfunda Sig- urjóns, kemur í ljós, að hinar „lang- vinnu vetrarhörkur" skilja þar víða eftir spor, og gustur norðansvarrans blandast óði skáldanna á vetrarkvöldum. En hann virðist ekki ná eyrum Sigurjóns, þar leikur hlýjublær fyrstu sólskinsdaga lið- ins sumars yfir strengi, og ástir og ævin- týr þeirra, í minningunni, verður grunn- tónn ljóðsins, þótt úti blási kalt: Lyftu þér, fagrahvel, láttu nú kvaka ljóðþresli vorsins um gróandi svörð, vektti þá krafla, sem við eiga að taka, verntdu þau fræin, sem hvíla í jörð. Leiftraðu um sál þinna leitandi barna. Lyftu þér! Lyftu þér, heilaga stjarna! lllessaðu vonina og vorið, viljann til starfsemi, gleðina og fram- sóknarþorið. í þessari nýútkomnu ljóðabók er löng kviða um Sigurð Fáfnisbana og ástir

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.