Stígandi - 01.07.1945, Qupperneq 65

Stígandi - 01.07.1945, Qupperneq 65
STÍGANDI UM BÆKUR 239 mun þetta hliðstæður, við mótspyrnu Dana undir hernámi Þjóðverja. Þetta er ekki saga, sem maður les sér til skemmtunar eina kvöldstund, leggur sfðan frá sér og gleymir með öllu, Þvert á móti. Mér kæmi ekki á óvart, að þessi saga þa’tti lengi athyglisverð, bæði sem merkileg lýsing á Bornhólmsbúum 1658 og einnig — og fyrst og fremst — sem merkileg lýsing á Dönum sjálfum árin 1940—’45. Glóðu Ijáir, geirar sungu eftir Jan Karski. Þýtt af Kristmundi Bjarnasyni. Bókaútgáfan Norðri h/f. Prentverk Odds Björnssonar 1945. Frásögn þcssi fjallar um leynistarf- seraina í Póllandi undir hernámi Þjóð- verja. Höfundurinn var þar virkur þátttakandi og segir frá reynslu sinni við þau störf og hvað á daga hans dreif. Fyrst skýrir hann frá allsherjar- herkvaðningunni, sem margir álitu fyrst, að va'ri aðeins æfing. Síðan er því lýst, þegar Þjóðverjar ráðast á pólskar her- húðir á næturlagi, þegar allir voru í svefni og enginn átti sér ófriðar von. Ringulreiðin verður óskapleg, undan- hald er fyrirskipað, á undanhaldinu lendir herdeild höfundar bókarinnar í fasið á Rússum, sem sótt hafa inn í Pólland að austan. herdeildin er neydd til uppgjafar og hermennirnir sendir langt austur í Rússland til fangabúð- arvistar. Seinna kemst höfundur f fangaskiplum til hernámssvæðis Þjóð- verja, en getúr strokið og komizt heim til Varsjár. Þar hefst leyniþjónustustarf hans. Kaflar bókarinnar eru 31 og gefa fyrirsagnir þeirra nokkra hugmynd um, frá hverju e4 sagt, t. d.: l’ólland í sár- um, Sendiferð til Frakklands, Lendum í klóm Geslapo, Pyndingar, Sveitirnar og útbreiðslustarfsemin, Leynileg útgáfu- starfsemi, Leynistarfsemin og skólamál- in, og „Að deyja kvaladauða", þar sem lýst er heimsókn í Gyðingafanga- búðir og hinum viðbjóðslegu fjölda- morðum Þjóðverja á því vesalings fólki, sem þangað hafði verið rekið. Sá kafli kom á sínum tíma í ýmsum ame- rískum blöðum og tímaritum, og hafa því vafalaust ýmsir hér þegar lesið þessa lýsingu. Höfundur virðist yfirlcitt kappkosta að segja satt og öfgalaust frá, eftir frá- sagnarmáta að dæma. Hann virðist hafa reynt að gera sér að einkunnarorðum þau orð, sem Sikorski hcrshöfðingi mælti við hann að skilnaði, þegar liöf. var á förum í sendiferð til Bandaríkjanna: „Fyrirskipanirhafið þér engar.En eins verðið þér að gæta, þér megið ekki með nokkru móti láta stjórnmálaafstöðuna marka frásögn yðar.-----Segið sannleik- ann og ekkert nema sannleikann. Mér er ríkt í hug, að þér segið hlutdrægnislaust frá því, sem er að gerast í Póllandi og öðrum hernumdum löndum Evrópu." Nokkur galli er það á ísl. þýðingunni. að ekki er getið nafns bókarinnar á frummálinu. íslenzka nafnið virðist lílt táknandi fyrir innihaldið, þótt hljóm- gott sé. Frásagnarmáti þýð. er lipur, en mætti sums staðar vera vandvirknislegri. Margrét Smiðsdóttir cftir Astrid Lind. Þýtt af Konráð Vilhjálms- syni. Bókaútgáfan Norðri h.f. Prentverk Odds Björnssonar 1945. A titilsíðu bókarinnar stendur, að þetta sé saga frá ofanverðri 19. öld. Þó mun höfundur ekki ætlast til, að á bók- ina sé litið sem sögulega skáldsögu, held- ur segir hann í tileinkun framan við söguna, að hann hafi ftindið sig knúðan til að láta einstaklinga þá, er sögumenn hans höfðu eftirlátið honum, lifa upp aftur. En um sögumenn sína segir hann: „Ef til vill höfðu þeir sjálfir séð og þekkt, elskað eða hatað sumt af því fólki. er þeir sögðu frá. Ef til vill!" Sagan gerist í skógarhéraði í Norður- Svíþjóð. Prófastur héraðsins, gamall liókaormur, hefir fengið slag, og nýr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.