Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
18
ÞEKKT NÖFN ÚR TÍSKUHEIMINUM BLÁSA TIL ALLS-HERJAR FATASÖLU Á KEXI HOSTELI 2
ÍÞRÓTTARFRÆÐ-INGUR GEFUR EINFÖLD RÁÐ AÐ HOLLU OG LÉTTARA LÍFI 8
PADMA LAKSHMI ÖÐLAÐIST BETRA LÍF EFTIR AÐ HÚN FÉKK SJÚKDÓMS-GREININGU 10
Lífi ð
1. MARS 2013
FÖSTUDAGUR
Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað
með Holta á ÍNN. Þar eldar hann
ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi
fyrir áhorfendur.
Hér færir Úlfar okkur uppskrift
að einstaklega girnilegum kjúk-
lingi í sesamsósu með kjúklinga-
baunum, sveppum, kúrbíti og
spínati sem borinn er fram með
brauði. Einnig er hér uppskrift að
kjúklingalæri í kúmínkryddaðri
tómatkjötsósu með kjúklinga-
baunum úr þættinum frá síðasta
föstudegi á ÍNN.
Hægt er að fylgjast með Úlfari
elda þennan ljúffenga rétt í
kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps-
stöðinni ÍNN. Þætt irnir verða svo
d ý d
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
SAFNAÐU MOTTU
Mottumarsinn er hafinn enn á ný og stendur til 21. mars. Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins sem snýr að baráttunni gegn krabbameini hjá
körlum. Það verður skemmtilegt að fylgjast með mottunum mótast á andlitum á næstunni. www.mottumars.is
KALDIR
DAGAR
TILBOÐ Á ÖLLUM
KÆLISKÁPUM!
2 SÉRBLÖÐ
Lífið | Fólk
Draumaverkefni
Hanna Stína Ólafsdóttir innanhúss-
arkitekt segir frá hinu vandasama
verki að endurhanna veitingastað
Hótel Borgar.
LÍFIÐ
FRÉTTIR
Sími: 512 5000
1. mars 2013
51. tölublað 13. árgangur
Bíða útburðar
Íbúar í Vesturvör í Kópavogi bíða
þess nú að vera varpað á dyr með
allt sitt. Þeir hafa ekki í önnur hús
að venda. Þeir segja leigusalann hafa
skrúfað ítrekað fyrir hitann. 2
Sáttamiðlun í kynferðisbrotum
Lögfræðingar vilja að sáttamiðlun
verði notuð í kynferðisbrotamálum
hér á landi. 4
SKOÐUN Það þarf enginn að elska
Brussel. Óþarfi er samt að láta eins og
fáviti, skrifar Pawel Bartoszek. 19
SPORT Breiðablik hefur selt níu
fótboltamenn til liða í Evrópu á
undanförnum fjórum árum. 40
MEISTARATAKTAR
Áhrifamikil frásögn af
óþrjótandi ást, hugrekki
og gæsku
Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Við flytjum þér
góðar fréttir
INTEL PENTIUM
Sat C850-1C8
99.990
Ein af okkar vinsælustu fyrir hefðbundna tölvuvinnslu.
Bolungarvík 3° V 10
Akureyri 7° VSV 9
Egilsstaðir 7° VSV 7
Kirkjubæjarkl. 7° VSV 7
Reykjavík 6° VSV 9
Strekkingur víða um land og rigning en
dregur úr úrkomu þegar líður á daginn.
Þurrt að mestu austanlands. Hiti á bilinu
2 til 8 stig. 4
KVEÐJUATHÖFN Í VATÍKANINU Benedikt sextándi páfi hætti í gær og fær nú titilinn páfi emeritus. Hann fundaði með kardínálum í síðasta sinn í gær áður en hann
hélt í Gandolfo-kastalann í nágrenni Rómar þar sem hann mun dvelja á næstunni. NORDICPHOTOS/GETTY
MENNING Viktor Már Leifsson er
eini strákurinn á samtímadansbraut
Listaháskólans. 46
2013
Ríflega fjórðungur kjósenda myndi
kjósa Framsóknarflokkinn yrði
gengið til kosninga nú samkvæmt
niðurstöðum skoðana könnunar
Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
Litlu munar á fylgi Fram sóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokks,
sem hefur dalað eftir landsfund
flokksins um síðustu helgi.
Alls segist 26,1 prósent styðja
Framsóknarflokkinn, sem myndi
skila flokknum 19 þing mönnum
í kosningum. Litlu fleiri, eða 29
prósent, styðja Sjálfstæðis flokkinn,
sem fengi samkvæmt því 21 þing-
mann.
Fylgi Bjartrar framtíðar hefur
hrapað milli kannana. Alls styðja
8,7 prósent flokkinn nú en þegar
fylgið var kannað í lok janúar
studdu 16,4 prósent flokkinn.
Flokkurinn fengi sex þingmenn
yrðu þetta niðurstöður kosninga.
Stuðningur við Samfylkinguna
eykst lítillega milli kannana, og
mælist nú 12,8 prósent, og því enn
langt undir kjörfylgi. Flokkurinn
fengi níu þingmenn færu kosning-
arnar í apríl á þennan veg.
Vinstri græn virðast komin upp
úr dýpsta öldudalnum. Eftir að hafa
mælst með 7,4 prósenta fylgi um
miðjan janúar mælist stuðningur
við flokkinn nú 11,8 prósent, sem
myndi skila átta þingmönnum.
Önnur framboð myndu ekki ná
fimm prósenta lágmarkinu til að
ná mönnum á þing. - bj / sjá síðu 6
Fjórðungur styður Framsókn
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn dalar í kjölfar landsfundar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins
og Stöðvar 2. Fylgi Bjartrar framtíðar virðist vera í frjálsu falli en Vinstri græn eru að ná vopnum sínum.
SAMFÉLAGSMÁL „Þetta er mikið svekkelsi, margir
hafa lagt gríðarlega vinnu í þetta og við vorum
með alveg frábæra kynningu,“ sagði Jón Gnarr
borgarstjóri í gærkvöldi eftir að tilkynnt var
að Reykjavíkurborg hefði ekki verið valin til að
halda World Out-leikana árið 2017. Kosið var á
milli Reykjavíkur og Miami og voru úrslitin til-
kynnt í gærkvöldi.
„Á sama tíma er þetta frábær kynning fyrir
Reykjavík og við munum búa að þessu. Við
höfum mikla velvild þó þetta hafi farið svona í
kosningunni, og það voru margir sem kusu með
okkur,“ sagði Jón.
„Svo má maður ekki láta sjálfsvorkunnina ná
yfirtökum, það er heilmikil viðurkenning fyrir litla
borg eins og Reykjavík að ná svona langt. Það verða
fleiri tækifæri en það hefði verið rosalega gaman að
landa þessu og mér hefði fundist það svo rétt og satt
einhvern veginn að Reykjavík yrði valin. En þetta
fór svona, maður veit ekki alveg hvað þetta fólk er
að hugsa,“ sagði Jón Gnarr frá Antwerpen í gær-
kvöldi. - þeb
Reykjavíkurborg tapaði fyrir Miami og verða World Out-leikarnir haldnir þar:
Mikið svekkelsi að fá ekki leikana
FJÖLDI ÞINGMANNA
20
15
10
5
0
21
19
6
9
8
11
19
16
9
2
■ Fjöldi þing-
manna miðað
við könnun
Fréttablaðsins og
Stöðvar 2.
■ Fjöldi þing-
manna á þingi
nú.
HEIMILD: KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 27. OG 28. FEBRÚAR 2013