Fréttablaðið - 01.03.2013, Side 4

Fréttablaðið - 01.03.2013, Side 4
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AFBROT Tveir lögfræðingar sem báðir skrifuðu meistararit gerðir sínar um notkun sáttamiðlunar í sakamálum, sammælast um að aðferðinni ætti að beita í meiri mæli hér á landi. Konurnar tvær nefna þar sérstaklega beitingu aðferðarinnar í kynferðisbrota- málum. Ritgerð Brynju Daggar Guð- mundsdóttur Briem ber heitið Sáttamiðlun í kynferðisbrota- málum og var Ragnheiður Braga- dóttir prófessor við Háskóla Íslands leiðbeinandi hennar. Hún er skrifuð árið 2010. Brynja kemst að þeirri niður- stöðu að rökin með notkun sátta- miðlunar frekar en að reka kyn- ferðisbrotamál alfarið fyrir dómstólum séu meðal annars fjár- hagslegar ástæður, styttri með- ferðartími, minna andlegt álag og auknar líkur á innri friði viðkom- andi aðila. Sem dæmi um galla sáttamiðlunar nefnir Brynja að hún tryggi ekki að sambærileg mál fái sambærilega úrlausn, réttar- öryggi geti verið teflt í tvísýnu og þá sé einnig alltaf hætta á uppgerð og lygum í ferlinu. „Úrræðið ætti að koma til skoð- unar og verða raunhæfur mögu- leiki að minnsta kosti við hlið hins hefðbundna viðurlagakerfis. Með hinum ýmsu fyrirvörum ættum við að bjóða upp á sáttamiðlun í [kyn- ferðisbrotamálum],“ segir Brynja í niðurstöðum sínum. Dagný Rut Haraldsdóttir skrifaði meistararitgerð sína, Sátta miðlun í sakamálum, við Há skólann á Akur- eyri árið 2009. Dagný segir að nauðsynlegt sé að hafa þann fyrir- vara að kynferðisofbeldi geti verið of alvarlegur glæpur til að fara með í sáttamiðlun. „Kæra ætti ekki að vera skilyrði fyrir sáttamiðlun en frekar ætti hún að vera notuð sem úrræði með refsingu brotamanns, til dæmis refsilækkunar ef brotamaður stendur við gerðan sáttasamning,“ segir Dagný í niðurstöðum sínum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykja- vík, segir notkun leiðarinnar í kyn- ferðisbrotamálum umhugsunar- efni. „Hvort hugsa megi sér að nota megi sáttamiðlun eða einhvers konar ígildi hennar í tilvikum þar sem refsikrafa vegna kyn- ferðisbrots er fyrnd en gerandinn játar brot er umhugsunarvert,“ segir Svala og bendir á að sátta- miðlun sé notuð þar sem brot er játað og refsikrafa ófyrnd. Þannig kæmi til saksóknar ef sáttamiðlun stæði ekki til boða eða henni væri hafnað. „Því má aftur á móti velta fyrir sér hvort hægt væri að bjóða upp á einhvers konar sáttameðferð fyrndra mála sem hafa verið kærð og gerandi hefur gengist við broti,“ segir Svala. „Þetta þarf að skoða af gaumgæfni.“ sunna@frettabladid.is Vilja innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum hér Tveir lögfræðingar sem skrifuðu meistararitgerðir um sáttamiðlun vilja sjá hana innleidda hér á landi í með- ferð kynferðisbrotamála. Dósent segir málið umhugsunarvert. Miðar að sáttum milli fórnarlambs og geranda. SÁTT Sáttamiðlun miðar að því að fórnarlamb og gerandi nái sáttum og gerandi taki fulla ábyrgð á gjörðum sínum. ➜ Sáttamiðlun fellur undir hugmyndafræðina uppbyggileg réttvísi (e. restora- tive justice). Leitast er við að ná sáttum milli brotamanns og brotaþola í kjölfar afbrots og jafnframt í víðara samfélagslegu samhengi. ➜ Tilgangurinn er að ná jafnvægi svo brotaþoli fái tjón sitt bætt og brota- maður sæti ábyrgð á gjörðum sínum. ➜ Talsmenn sáttamiðlunar í sakamálum vilja meina að samfélög nái ekki einungis betri stjórn á glæpum heldur náist einnig raunverulegri upplifun þolanda af ferlinu og þeir nái sér fyrr af afleiðingum brotsins. ➜ Aðferðin er mikið notuð í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og Ástralíu, og einnig á Norðurlöndunum. Úr meistararitgerðum Brynju Daggar Guðmundsdóttur Briem og Dagnýjar Rutar Haraldsdóttur. Hvað er sáttamiðlun? GULL VIÐ HAFRAVATN Gullið sem mældist í grjótinu í Þormóðsdal er vel vinnanlegt sökum magnsins, sem er 400 grömm á hvert tonn af grýti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra hefur kallað eftir upplýsingum um þá verkferla sem fara nú í gang eftir að töluvert magn af gulli fannst í borholu í Þormóðsdal nýlega. Svandís vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en hún hafði frétt af gullfundinum í gegn um fjölmiðla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrirtæki á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar og breskra fjárfesta hefði fundið gull í dalnum sem mældist um 400 grömm á tonnið. Vonir standa til að hægt verði að vinna gullið hérlendis, en umhverfisáhrif af slíkum iðnaði geta verið mikil. - sv Svandís skoðar gullið: Ráðherra vill fá gögn um gull HEILBRIGÐISMÁL Tuttugu almennir læknar á Landspítalanum sögðu upp störfum í gær, þar á meðal allir almennir læknar á kven- lækningasviði spítalans. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Almennir læknar eru óánægðir með launakjör og segja álag hafi aukist verulega mikið á undan- förnum árum. Í síðasta mánuði sögðu allir starfandi almennir læknar á bæklunardeild Land- spítalans upp störfum en þær uppsagnir taka að óbreyttu gildi á morgun. Í gær bættust svo tuttugu í hópinn, átta læknar á kvenlækn- ingasviði og tólf á lyflækninga- sviði. Formaður Félags almennra lækna segir að laun almennra lækna hafi ekki hækkað eins og laun annarra stétta undanfarin ár. „Við höfum ekki lausa stofn- anasamninga eða lausa kjara- samninga þannig að við höfum ekki getað gert samkomulag við spítalann. Vitaskuld höfum við rætt við okkar yfirmenn og fengið þau boð að ekki sé hægt að hækka laun,“ sagði Ómar Sigur- vin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna, í samtali við Stöð 2 í gær. Hann útilokar ekki fleiri upp- sagnir á næstu vikum. „Þetta kann að hafa mjög alvar- leg áhrif á starfsemi og mögu- lega eins og við sáum 2010 þegar almennir læknar gengu út, það hafði lamandi áhrif á starfsemi spítalans. - hks Fleiri heilbrigðisstarfsmenn segja upp störfum hjá Landspítalanum: Tuttugu almennir læknar sögðu upp LANDSPÍTALINN Almennir læknar eru óánægðir með launakjör sín. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM224,5106 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,54 126,14 190,4 191,32 164,47 165,39 22,057 22,187 21,968 22,098 19,457 19,571 1,362 1,37 189,96 191,1 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 28.02.2013 ÁRÉTTING Í fréttaskýringu blaðsins í gær um framboðin til næstu alþingiskosninga var framkvæmdastjóri Dögunar, Ásta Hafberg S., sett fram sem andlit flokksins. Það er þó Margrét Tryggva- dóttir þingkona sem er sögð í forsvari fyrir flokkinn, en Dögun hefur engan formann. Í sömu grein er farið rangt með nafn Alþýðufylkingarinnar, en þær upplýs- ingar bárust frá innanríkisráðuneytinu að flokkurinn héti Alþýðuhreyfingin. PILATES NÝTT Í HEILSUBORG! Markmið Pilates er að lengja og styrkja líkamann með kerfisbundnum æfingum. Hver æfing er hvetjandi, virkjar kviðvöðvana og heldur iðkendum við efnið. Kolbrún þjálfari segir fólk koma afslappað út úr tímunum en jafnframt fullt af orku. Hefst 5. mars • 8 vikur • Kennari er Kolbrún Jónsdóttir • Byrjendahópur kl. 18:30 • Framhaldshópur kl. 17:30 • Verð fyrir 8 vikur kr. 21.900 (þ.e. 10.950 pr. mán.) Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Fremur hægur vindur en NA stormur á V-fj örðum um kvöldið. KÓLNAR á landinu um helgina og á mánudag verður komið frost um allt land. Á morgun verður nokkuð bjart fyrri hluta dags en svo þykknar upp vestanlands með úrkomu. Á sunnudagskvöld gengur í stormi með snjókomu á Vestfjörðum. 3° 10 m/s 6° 11 m/s 6° 9 m/s 7° 13 m/s Á morgun Fremur hægur vindur en vaxandi V-til síðdegis með úrkomu. Gildistími korta er um hádegi 5° -2° 1° -2° -1° Alicante Aþena Basel 13° 14° 10° Berlín Billund Frankfurt 4° 6° 7° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 6° 4° 4° Las Palmas London Mallorca 20° 8° 13° New York Orlando Ósló 8° 17° -1° París San Francisco Stokkhólmur 7° 19° 1° 7° 7 m/s 8° 15 m/s 7° 7 m/s 6° 10 m/s 7° 9 m/s 6° 10 m/s 3° 10 m/s 4° 1° 2° 0° 1° AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.