Fréttablaðið - 01.03.2013, Page 6

Fréttablaðið - 01.03.2013, Page 6
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en fékk 20 í síðustu kosn- ingum. Vinstri græn virðast vera að ná vopnum sínum eftir að fylgið fór niður í 7,4 prósent um miðjan janúar. Nú segjast 11,8 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Enn er langt í land ætli frambjóð- endur flokksins að ná 21,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Vinstri græn fengju átta þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en fengu fjórtán í kosningunum 2009. Björt framtíð er eina nýja fram- boðið sem mælist með nægilega mikinn stuðning til að koma mönnum á þing, en nokkur fjöldi nýrra fram- boða fær mælanlegan stuðning. Þannig segjast 2,6 prósent styðja Lýðræðisvaktina, sem Þorvaldur Gylfason leiðir. Sama hlutfall styður Hægri græna, sem Guðmundur Franklín Jónsson er í forsvari fyrir. Þá segjast 2,0 prósent styðja Dögun en innan vébanda þess fram- boðs eru meðal annars Hreyfingin og Borgarahreyfingin. Píratar, sem þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir hefur verið í forsvari fyrir, mælast með 1,5 prósenta fylgi. Meðal annarra framboða sem komast á blað er Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar, sem raunar er ekki ljóst hvort bjóði fram eða ekki en mælist með 0,9 prósenta fylgi. Þá mælist stuðningur við bæði Lýðveldisflokkinn og Framfara- flokkinn 0,6 prósent og 0,2 prósent styðja Alþýðuhreyfinguna. Við vinnslu könnunarinnar var beitt sömu aðferðafræði og notuð var við úrvinnslu síðustu skoðana- könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var 30. og 31. janúar. Lesendum til upplýsingar sýnir gamla aðferðafræðin 30,8 prósenta stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og 25,9 prósenta fylgi Framsóknar. Þá fengi Samfylkingin 12,3 prósent, Vinstri græn 11 prósent og Björt framtíð 8,7 prósent samkvæmt þeirri aðferðafræði. brjann@frettabladid.is 2013 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki orðið til þess að stuðning- ur við flokkinn aukist. Stuðningur við flokkinn hefur dalað á síðasta mánuði en Framsóknar flokkurinn virðist á mikilli siglingu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönn- unar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi og fyrra- kvöld. Björt framtíð er sem fyrr eina nýja framboðið sem nær yfir fimm prósenta múrinn sem þarf til að ná mönnum á þing. Stuðningur við þetta nýja framboð hefur hrunið frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janú- ar. Þá sögðust 16,4 prósent styðja Bjarta framtíð en nú styðja aðeins 8,7 prósent flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn og ætla 29 pró- sent þeirra sem afstöðu taka að kjósa flokkinn. Stuðningurinn hefur dalað um þrjú prósentustig frá síð- ustu könnun en er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn fengi samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar 21 þing- mann, en flokkurinn er með 16 í dag. Framsóknarflokkurinn mælist í mikilli uppsveiflu og kemst nærri því að slá Sjálfstæðisflokkinn út sem stærsti flokkurinn. Alls styðja 26,1 prósent landsmanna Framsóknar- flokkinn, og hefur stuðningurinn aukist um 5,3 prósentustig á einum mánuði. Flokkurinn fékk stuðning 14,8 prósenta í síðustu kosningum og níu þingmenn kjörna en fengi nítján þingmenn samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Samfylkinguna eykst lítillega milli kannana. Hann mælist nú 12,8 prósent og hefur aukist um 0,9 prósentustig á síðasta mánuði. Fylgið hefur hrunið af flokknum frá síðustu kosningum þegar 29,8 prósent studdu Samfylk- inguna. Flokkurinn fengi níu þing- menn yrðu niðurstöður kosninga í 26,1% styðja Framsóknar- fl okkinn samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 1. Hvað nefnist upplýsingasíða um týnda ketti á Facebook? 2. Hverjir sitja í svokölluðum krónu- hópi? 3. Hvar hefur nýverið fundist gull í vinnanlegu magni hér á landi? SVÖRIN 1. Kattavaktin. 2. Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings. 3. Í Þormóðsdal. Bílabúð Benna Reykjavík Bílabúð Benna Reykjanesbær Búnaður Verð: 5.590.000 CHEVROLET CAPTIVA Chevrolet Captiva NOTAÐIR BÍLAR VIÐSKIPTI Pétur Einarsson hefur látið af störfum hjá Straumi fjár- festingabanka og Jakob Ásmunds- son tekur við starfinu. Greint var frá því í fyrradag að Pétri hefur verið meinað að stýra fyrirtæki í Bretlandi næstu fimm árin vegna meintra skattalaga- brota þar í landi. Í tilkynningu frá Straumi kemur fram að Pétur og stjórn bankans séu sammála um að umfjöllun sem varðar lok viðskipta hans í Bretlandi kynni að skaða hagsmuni bankans. - þeb Sakaður um skattalagabrot: Pétur hættur hjá Straumi GRÍMSEY Samkvæmt farþegatölum frá Grímseyjarferjunni Sæfara voru farþegar meira en tvöfalt fleiri í fyrra en þeir voru árið 2007. Farþegar ferjunnar voru 6.535 í fyrra en 3.088 árið 2007. Þetta kemur fram á vef Akureyrar bæjar. Grímseyjarferjan, sem tekur 108 farþega, siglir þrisvar sinnum í viku á milli Dalvíkur og Gríms eyjar allt árið. Sex mánuði ársins eru erlendir farþegar Sæfara í meirihluta. Fyrir utan ferju siglingarnar er von á fjórum skemmti- ferðaskipum til Grímseyjar næsta sumar. Fjöldi flugfarþega milli ára er svipaður en forsvarsmenn Norlandair segja áhuga útlendinga yfir vetrartímann greinilega að aukast. Á árunum 2008 til 2012 hafi hlutfall erlendra flugfar þega á sumrin verið allt að 62 prósentum. - gar Tvöfalt fleiri farþegar með Grímseyjarferjunni í fyrra en hrunárið 2008: Flestir gestir í flugi útlendingar Í GRÍMSEY Útlendingar sækja í Grímsey jafnt að vetri sem sumri. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN ÞÓR HEIMILD: KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 27. OG 28. FEBRÚAR 2013 FYLGI FLOKKANNA Lý ðr æ ði s- hr ey fi ng in A lþ ýð u- hr ey fi ng in Fr am fa ra - fl ok ku ri nn Lý ðr æ ði s- va kt in Lý ðv el di s- fl ok ku ri nn H æ gr i gr æ ni r P ír at a- fl ok ku ri nn D ög un 40% 30% 20% 10% 0% 2, 6% 0, 6% 0, 6% 2 ,6 % 0, 9% 0, 2% 2 ,0 % 1, 5% 8, 7% 26 ,1 % 29 ,0 % 12 ,8 % 11 ,8 % Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. Hringt var í 1.329 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. janúar og fimmtudaginn 28. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 57,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. ➜ Aðferðafræðin VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.