Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 12
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 ROSA PARKS OG BARACK OBAMA Tugir ættingja hennar voru viðstaddir þegar styttan var afhjúpuð. Stytta af Parks á Bandaríkjaþingi Rosa Parks varð fræg fyrir að neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni. Í gær sagðist Barack Obama eiga það ekki síst baráttu hennar að þakka að hafa getað orðið forseti Bandaríkjanna. BANDARÍKIN „Óhlýðni Rosu Parks hratt af stað hreyfingu,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar hann afhjúp- aði styttu af henni í þinghúsi Bandaríkj- anna í Washington. Viðstaddir voru aðrir helstu leiðtogar þingsins. Eftir að hún neitaði að standa upp fyrir hvítum manni í borginni Montgomery, og var handtekin fyrir vikið og sektuð, þá hættu þúsundir þeldökkra íbúa borgar- innar að nota strætisvagna. „Það er þessu fólki að þakka að ég stend hér í dag,“ sagði Obama og bætti því við að Bandaríkin væru fyrir vikið orðin bæði frjálsara og sanngjarnara samfélag en áður. Í þinghúsinu á Capitol-hæð er stór salur með styttum af einstaklingum sem skipt hafa máli í sögu Bandaríkjanna. Tvær styttur eru frá hverju hinna fimm- tíu ríkja Bandaríkjanna, alls hundrað styttur. Fyrir nokkrum árum samþykktu bandarískir þingmenn sérstaklega að styttu af Rosu Parks yrði einnig komið fyrir í salnum. Parks lést árið 2005, þá orðin 92 ára gömul. Tugir ættingja hennar voru við- staddir athöfnina í gær. Uppreisn Rosu Parks varð upphafið að vitundarvakningu í Bandaríkjunum og öflugri baráttu fyrir réttindum þel- dökkra, sem smám saman tók að skila árangri. „Það er gott að við skulum setja styttu af henni hérna,“ sagði Obama. „En við gætum ekki heiðrað minningu hennar betur en með því að halda á lífi þeim mætti sem býr í lífsreglu hennar, og því hugrekki sem sprottið er af sannfær- ingu.“ - gb Þann 1. desember árið 1955 sat Rosa Parks í strætisvagni í borginni Montgomery í Alabama. Hún var dökk á hörund, en vagninn var tvískiptur. Í fremri hlutanum voru sæti ætluðu hvítu fólki, en aftar sæti ætluð svörtu fólki. Þegar Parks neitaði að standa upp fyrir hvítum manni kallaði vagnstjórinn á lög- regluna. Parks var handtekin og síðar sektuð. Þetta varð upphafið að fjöldamótmælum þeldökkra í borginni. Þeir hættu að nota strætisvagna með þeim afleiðingum að fjár- hagur borgarinnar versnaði mjög. Máli hennar var áfrýjað og stuttu síðar var annað mál höfðað út af aðskilnaðarstefnu í strætisvögnum. Það mál fór fyrir hæstarétt Bandaríkjanna, sem kvað upp þann úrskurð í desember árið 1956 að aðskilnaðurinn stæðist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. ➜ Tímamótaviðburður í Bandaríkjunum FRÉTTABLAÐIÐ/AP Óttar Snædal borgar félaga sínum fyrir kaffi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.