Fréttablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 28
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og annað frábært. Tíska, hönnun og hugmyndir. Spjallið. Veruleiki. Heilsa og hamingja. Spjörunum úr og matur.
2 • LÍFIÐ 1. MARS 2013
Umsjón blaðs:
Kolbrún Pálína Helgadóttir
kolbrunp@365.is
Umsjón nets/Lífið
Ellý Ármanns
elly@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Forsíðumynd
Stefán Karlsson
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
Lífið
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
www.visir.is/lifid
Förðun Hönnu Stínu
Fríða María með MAC
Hár Hönnu Stínu
Fríða María með label.m
Lífi ð
Hamingja, fólk og
annað frábært
HVERJIR
HVAR?
Sigrún Edda Eðvarðs-
dóttur, fyrrverandi versl-
unarstýra í KronKron,
lofar mörgum gull molum
og góðri stemmingu
á fatasölunni á Kexi
hosteli um helgina en
síðustu vikur hefur hún
verið að fara í gegn-
um fataskápinn og segir
heimilið undirlagt af
kjólum og skóm.
„Ef maður hefur ekki notað fötin
í hálft ár til ár þá er kominn
tími til að leyfa öðrum að njóta,“
segir Sigrún Edda Eðvarðs dóttir,
fyrrverandi verslunarstýra í
KronKron, sem er ein af þeim
sem standa fyrir fatasölu á Kexi
hosteli á morgun.
Sigrún hefur fengið til liðs
við sig góðan hóp af fólki en alls
munu níu manns standa vakt-
ina allan morgundaginn og selja
gullmola úr fataskápum sínum.
Á boðstólum verða kvenmanns-
og karlmannsföt, barnaföt, fylgi-
hlutir og aðrir munir.
Sigrún segist allajafna vera
ein af þeim sem sitja á flíkum
of lengi án þess að nota þær og
hefur ekki tímt að selja fyrr
en núna. „Ég er búin að vera
hörð við sjálfa mig og hef látið
margt fjúka í fatasöluna. Þegar
maður hefur verið að vinna í
þessum fatageira í langan tíma
sankar maður að sér ýmsu,
sumt er meira að segja enn þá
með verðmiðanum á,“ segir Sig-
rún og bætir við að það sé mjög
gott fyrir sálartetrið að hreinsa
til. „Maður kemst að ýmsu um
sjálfan sig á meðan maður fer
í gegnum fataskápinn. Ég hef
til dæmis komist að því að ég
hef tilhneigingu til að kaupa
mér pils sem ég nota svo aldrei.
Verð með að minnsta kosti þrjú
stykki sem eru enn þá með verð-
miðanum á til sölu.“
Það verður því mikið um
dýrðir á morgun á Kexi hosteli
fyrir fataunnendur en Sigrún
lofar smekkfatnaði og merkja-
vöru í bland við annað. „Ég verð
til dæmis með Miu Miu skó frá
árinu ´97 sem ættu að falla í
kramið hjá einhverjum enda lýsa
þeir því tímabili í tískunni vel.
Ég er ekki búin að verðleggja
allt en verðið verður á breiðum
skala, margt ódýrt en annað
kannski aðeins dýrara. Þetta
verður stuð.“
alfrun@frettabladid.is
FATASALA GOTT
FYRIR SÁLARTETRIÐ AÐ
HREINSA TIL
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir hefur sankað að sér gullmolum
í fataskápinn í gegnum tíðina en nú er hún loksins tilbúin
til að láta eitthvað af hendi. Því ætlar hún, ásamt öðrum
úr tískuheiminum, að blása til allsherjar fatasölu á Kexi
hosteli á morgun þar sem kennir ýmissa grasa.
ÞESSI ERU AÐ SELJA FÖTIN SÍN Á KEX
● Sigrún Edda Eðvarðsdóttir ● Bára Hólmgeirsdóttir ● Stefán
Svan Aðalheiðarson ● Svanhildur Einarsdóttir ● Hildur Björk
Yeoman ● Rósa Birgitta Ísfeld ● Sæunn Þórðardóttir ● Melkorka
Huldudóttir ● Ragnheiður Helen Eðvarðsdóttir
Nafn Aðalbjörg Árnadóttir.
Aldur 33 ára.
Starf Leikkona.
Maki Hannes Óli Ágústs-
son.
Börn Engin.
Áhugamál Sviðslistir, fót-
gangandi ferðalög með allt
á bakinu, matarmenning
og blak.
Hvað stendur upp úr
í vikunni Heimsókn Leik-
listar skóla LA á æfingu.
Þau gáfu okkur góðar
nótur sem hjálpuðu okkur
á lokasprettinum.
Hvað á að gera um
helgina Frumsýna
Kaktusinn hjá Leikfélagi
Akur eyrar og fá loksins
Fífu vinkonu mína í
einka-dekur heimsókn.
Eitthvað að lokum
Komdu í sólina, fjallið og
leikhúsið fyrir norðan.
Hitakóf - Svitakóf
Hita- og svitakóf er oft fylgikvilli breytingarskeiðs kvenna
Chello hefur bætt líðan fjölda kvenna á
þessu annars frábæra tímaskeiði.
Chello er náttúrulegt efni og fæst í þremur tegundum:
Chello fæst í heilsubúðum, apótekum
og heilsuhillum stórmarkaðanna
Náttúruleg lausn á
breytingarskeiðinu
www.gengurvel.is
facebook:
Chello fyrir
breytingarskeiðið
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Grænn án
Soja
Rauður fyrir konur
yfir fimmtugt
Blár fyrir konur
undir fimmtugt
VINIR OG VANDAMENN Hermanns Fannars Valgarðssonar, sem einnig er þekktur
sem útvarpsmaðurinn Hemmi feiti, hittust á föstudaginn var til að minnast hans.
Hann hefði orðið 33 ára þann dag en Hermann Fannar lést langt fyrir aldur fram í
nóvember árið 2011. Meðal þeirra sem tróðu upp á föstudaginn voru Jón Mýrdal,
bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór, en þeir eru frændur Hemma, og Þorgeir Ást-
valdsson sem söng Ég fer í fríið við mikla kátínu viðstaddra.
Hver er maðurinn