Fréttablaðið - 01.03.2013, Side 31

Fréttablaðið - 01.03.2013, Side 31
AUGLÝSING: TOPSHOP KYNNIR Magabolir, neonlitir, dýraprent og bakpokar verða áberandi á næstunni. MYND/DANÍEL RÚNARSSON „Magabolirnir hafa verið nokkuð vinsælir í vetur en sækja enn meira í sig veðrið með hækkandi sól og verða ýmist þröngir eða víðir. Þeir verða í öllum litum og efnisgerðum og með alls kyns prenti; þar á meðal með dýraprenti, hljómsveitarmyndum og full- yrðingum eins og geek og nerd,“ segir Stella Björt Gunnars dóttir, verslunarstjóri Topshop í Smára- lind. Hún segir helst eiga að sjást í magann. „Flestar stelpur eru þó í háu pilsi eða háum buxum við svo ekki sjáist í naflann. Þá er líka alveg hægt að vera í síðum hlýrabol undir.“ Stella segir gallakjóla sömu- leiðis verða áberandi í sumar. Þeir verða margir ljósir og hnepptir að framan og er flott að vera í stuttermabol eða skyrtu undir. Skórnir verða í anda tíunda áratugarins eins og annað og minna sumir á gömlu góðu Buffalo-skóna sem flestir muna eftir. Platform-hælarnir halda velli en tré- sólar bætast við. Síðu pilsin sem sáust mikið síðast- liðið sumar koma sömuleiðis sterk inn auk þess sem leðurstuttbuxurnar halda velli. „Það þykir flott ef þær eru svolítið víðar og líti jafnvel út fyrir að vera gamlar,“ segir Sigríður Helga Ragnarsdóttir, verslunarstjóri Topshop í Kringlunni. Hún segir viðskiptavini Top- shop vera á öllum aldri en mennta- og framhalds- skólastelpur séu þó þær sem versli þar hvað mest. „Þær vita sumar upp á hár hvenær nýjar send ingar eru væntanlegar og mæta strax til að skoða.” „Hingað koma þó líka eldri konur og var ég að enda við afgreiða konu á áttræðisaldri sem keypti sér voða flott pils og jakka,“ segir Stella. TÍSKA TÍUNDA ÁRA- TUGARINS Í TOPSHOP Þeir sem líta við í Topshop þessa dagana gætu í augnablik haldið að þeir væru komnir aftur til tíunda áratugarins en þar ræður nineties-tískan ríkjum. Neonlitir, tréhælar, magabolir og gallabakpokar eru áberandi ásamt dýraprenti og fylgihlutum með afrísku munstri. Fylgihlutirnir eru margir með afrísku munstri. Leðurbakpokar og -töskur eru sömuleiðis áberandi. Stella í gallakjól en hún segir þá koma til með að njóta vinsælda í sumar.  Þær Sigríður og Stella segja viðskipta- vini Topshop á öllum aldri. Hér er Stella með neongula húfu sem verður heit í sumar. Bolurinn kom með nýjustu sending- unni en mikið verður um sportlegan fatnað við háa hæla. Sigríður í leðurbuxum sem hafa verið vin- sælar og verða áfram. Margir muna eftir gallabak- pokum með þessu sniði. Þeir eru sem sagt komnir aftur. Mikið er um áletranir á fötum. Sjá nánar á visir.is/lifid

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.