Fréttablaðið - 01.03.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 01.03.2013, Síða 36
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsa og haming ja. Spjörunum úr og matur. 10 • LÍFIÐ 1. MARS 2013 PADMA LAKSHMI ÞJÁÐIST Í MÖRG ÁR Hvað eiga leikkonurnar Susan Sarandon, Whoopi Goldberg og fyrirsætan og sjónvarpskokkurinn úr Top Chef-þáttunum, Padma Lakshmi, sameiginlegt fyrir utan frægðina? Þær hafa allar háð baráttu við hinn falda móðurlífssjúkdóm, endómetríósu eða legslímufl akk. P adma hafði þjáðst af slæmum tíða- verkjum frá því hún var unglingur og ítrekað leitað sér læknisaðstoðar án þess að fá sjúkdómsgreiningu. Það var ekki fyrr en henni var bent á Dr. Seckin, skurðlækni og sérfræðing í endómetríósu, sem hún fékk loks sjúkdómsgreiningu og öðlaðist betra líf, þá 36 ára gömul. Fyrsta aðgerð Pödmu tók fjóra tíma og í framhaldinu þurfti hún að ganga í gegnum þrjár aðgerðir til við- bótar þar sem sjúkdómnum hafði í gegnum öll þessi ár gefist tækifæri til að ágerast og valda meiri skaða en ella hefði orðið. Pödmu var sagt að ólíklegt væri að hún gæti orðið móðir en engu að síður varð hún barnshafandi og eignaðist dóttur sína Krishna, árið 2010, sem hún lítur á sem al- gjört kraftaverk. Sár yfir löngum greiningartíma Pödmu fannst með ólíkindum að hún skyldi hafa þurft að þjást í öll þessi ár þrátt fyrir að hún hafi leitað sér ítrekað hjálpar. Hún var reið yfir því að hafa ekki fyrr fengið rétta sjúkdómsgreiningu og þá meðferð sem hún þurfti. Hún stofnaði árið 2009, ásamt Dr. Seckin, samtökin The Endomet- riosis Foundation of America (endofound.org) og hefur í gegnum þau verið dugleg við að vekja at- hygli á þessum oft erfiða sjúkdómi. Marlyn Monroe ein endókvenna Woopi Goldberg og Susan Sar- andon hafa einnig báðar komið fram fyrir hönd samtakanna og tjáð sig um sína reynslu af lífi með endómetríósu. Ýmsar fleiri þjóðþekktar konur hafa lagt málstaðnum lið, eins og fyrirsætan Tyra Banks og sjónvarpsfréttakonan Liz- zie O‘Leary. Ein þekktasta stjarnan sem vitað er til að hafi haft endómetríósu hlýtur þó að vera Marilyn Monroe sem fór í gegnum ít- rekaðar móðurlífsaðgerðir vegna sjúkdómsins, ásamt því að missa fóstur. Guli dagurinn Í dag er guli dagurinn, dagur endómetríósu, hald- inn hátíðlegur víða um heim og fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðning og klæðast einhverju gulu. Dagana 1.-7. mars er Vika endómetríósu á Íslandi. Þann tíma munu fræðslu- skilti um endómetríósu standa frammi í Kringl- unni og Landspítalinn við Hringbraut verður upp- lýstur með gulum lit, lit endómetríósu. Þessa vikuna verður einnig aðalfundur Samtaka um endómetríósu, fluttur verður fyrirlestur um verki og verkjameðferð, kaffihúsahittingur og fleira. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna. Mindfulness er dásamleg leið til að auka lífsnautnina. Mann legir möguleikar er næstum ótakmarkaðir og með aukinni meðvitund um tilfinningar okkar og skynjun getum við upplifað nýjar víddir í ást og kynlífi. Hvað er núvitund? Mindfulness merkir í raun meðvitað ástand um sjálfan sig og um- hverfi sitt á líðandi stund í vinsemd og sátt. Núvitund gengur út á að tengjast vitundinni og losna þannig undan valdi hugans. Til- gangurinn er að efla sjálfsvitund, vellíðan og velvild í eigin garð og annarra. Við höfum notað orðin „núvitund“ og „gjörhygli“ á íslensku en þurfum eiginlega að bæta „sjálfsvitund“ við til að nálgast merkinguna enn betur. Núið er allt sem við eigum Lífið er í raun samsett úr augnablikum sem við getum kallað núið. Ef við erum ekki í núinu erum við ekki til staðar í lífinu okkar. Mindfulness merkir að vakna til meðvitundar. Þannig getum við fjarlægt okkur frá huganum og losnað undan valdi hans. Hugur- inn hefur nefnilega tilhneigingu til að fara með okkur á flakk um fortíð og framtíð – að meta, flokka, skilgreina og skipuleggja. Á meðan líður lífið hjá án þess að við tökum eftir ævintýrunum sem eru í boði innra með okkur og allt í kringum okkur. asdiso@hi.is NÚIÐ ER ALLT SEM VIÐ EIGUM Ásdís Olsen, menntafræðingur og Mindful- ness-kennari á Menntasviði Háskóla Ís- lands, kennir meðal annars mikilvægi þess að upplifa, njóta og vera í núinu. Segir hún það sérstak- lega mikilvægt þegar það kemur að ástinni og kynlífi nu. Susan Sarandon, Padma Lakshmi og Tyra Banks voru ánægðar með Blómaballið 2012, sem Endometriosis Foundation of America heldur árlega til styrktar samtökunum og fræðslu um sjúkdóminn. Fimmta Blómaballið verður haldið í New York, 11. mars næstkomandi. Padma ásamt dóttur sinni Krishnu. 8 HAGNÝT RÁÐ TIL AÐ AUKA LÍFSNAUTNINA 1. Gefðu þér tíma til að njóta þess að knúsa þá sem þér þykir vænt um – það tekur um sex mínútur að vekja tilfinningar sem hefðu annars farið fram hjá þér. 2. Í ástarleikjum og kynlífi eykur það mjög nautnina að vera í tengslum við líkama sinn og upplifun – að vera meðvituð um hughrif og snertingu. 3. Í sturtunni gefst gott tæki- færi til að njóta þess að fylgjast með upplifuninni af vatninu á líkam- anum. 4. Þegar þú borðar getur þú valið að njóta matarins með fullri meðvitund og gera ekkert annað á meðan. Taktu eftir lykt, snert- ingu við matinn, viðbrögðum í munninum og bragðinu. 5. Þegar þú hreyfir þig, gengur eða skokkar geturðu haft athyglina við lík- amann, skoðað hvernig þér líður og lært á þau skilaboð sem líkam- inn sendir þér. 6. Áður en þú ferð að sofa og þegar þú vaknar á morgnana – veittu andardrættinum athygli stutta stund og hvernig þér líður. 7. Vertu meðvituð/aður um verkefni sem þú sinnir yfirleitt ómeðvitað og af takmarkaðri þolinmæði (t.d. að bursta t ennur) og einbeittu þér að upplifuninni. 8.Staldraðu við atvik sem koma upp nokkrum sinnum á dag, eins og þegar síminn hringir eða þegar þú spennir á þig beltið í bílnum. Gerðu þetta að stiklum til að minna þig á að vera á staðnum og skoða þig í athöfninni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.