Fréttablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 48
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR
1. MARS 2013
Sýningar
17.00 Elli opnar sýninguna Óþægilegar
hugsanir í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16.
18.00 Sýningin Innrím opnar í Víðihlíð
við Klepp.
Uppákomur
20.00 Biskup Íslands, frú Agnes M.
Sigurðardóttir, flytur ávarp í samveru í
Aðventistakirkjunni við Ingólfsstræti,
í tilefni af alþjóðabænadegi kvenna.
Dagurinn er haldinn í dag í 170 löndum
eftir dagskrá sem kemur frá Frakklandi
og er helguð innflytjendakonum.
Málþing
12.00 Siðfræðistofnun efnir til málstofu
um líffæraflutninga og ætlað samþykki
í Lögbergi HÍ. Erindi flytja Runólfur
Pálsson læknir, Salvör Nordal, forstöðu-
maður Siðfræðistofnunar, og Héðinn
Árnason MA. Allir velkomnir.
Upplestur
18.00 Álfheiður Ingadóttir les 22.
passíusálminn í Grafarvogskirkju í tilefni
föstunnar.
Tónlist
21.00 Hljómsveitin Oyama heldur tón-
leika á Bar 11. Aðgangur er ókeypis.
21.00 Pétur Ben kemur fram ásamt
níu manna hljómsveit á útgáfutón-
leikum plötunnar God’s Lonely Man
í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Hljómsveitin
The Heavy Experience sér um upphitun
og leynigestir gætu kíkt í heimsókn.
Aðgangseyrir er kr. 2.500.
22.00 Hljómsveitin Skálmöld heldur
tónleika í Hvíta húsinu á Selfossi. Tón-
leikarnir eru hluti af Íslandstúr hljóm-
sveitarinnar sem gengur undir yfir-
skriftinni Myrkur, kuldi, ís og snjór 2013.
Miðaverð er kr. 3.000.
22.00 Jóhanna Þórhallsdóttir og hljóm-
sveit skemmta á Café Rosenberg.
23.00 Hljómsveitirnar Babes, Boogie
Trouble og Nolo leiða saman hesta sína
á tónleikastaðnum Faktorý. Aðgangseyrir
er kr. 1.000.
23.00 Hljómsveitin Úlfarnir skemmtir
á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Fyrirlestrar
12.30 Eyja Margrét Brynjarsdóttir heim-
spekingur flytur fyrirlestur um tónlist
og heimspeki. í Sölvhóli, tónleikasal tón-
listardeildar Listaháskólans (gengið inn
Skúlagötumegin). Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
13.00 Steingrímur Eyfjörð myndlistar-
maður fjallar um verk sín og vinnuað-
ferðir á opnum fyrirlestri í fyrirlestrarsal
myndlistardeildar Listaháskóla Íslands
að Laugarnesvegi 91. Aðgangur ókeypis
og allir velkomnir.
20.00 Vilborg Davíðsdóttir heldur fyrir-
lestur um Auði djúpúðgu og aðdraganda
Íslandssögunnar í húsi Lífspekifélagsins
að Ingólfsstræti 22.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá
inni á visir.is.
Leikritið Karma fyrir fugla eftir
Kristínu Eiríksdóttur og Karí
Ósk Grétudóttur verður frum-
sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu
í kvöld.
Verkinu er lýst sem ljóðrænu og
sálfræðilegu verki um afleiðingar
ofbeldis, heljartök fortíðarinnar á
sálinni, ranglæti og fegurð. Verkið
fjallar um Elsu, sem er kannski
sautján ára stúlka sem er til sölu,
kannski miðaldra vændiskona,
kannski heimilislaus gömul kona,
eða 100 ára búddanunna. Kannski
er Karma fyrir fugla að gerast
einmitt hér og nú, kannski á öllum
tímum og alls staðar.
Þetta er frumraun Kristínar og
Karí fyrir leiksvið. Þær eru mynd-
listarmenntaðar en Kristín hefur
getið sér orð sem rit höfundur og
gaf út skáldsöguna Hvítfeld sem
kom út fyrir jól. Í samtali við
Fréttablaðið á dögunum sögðu þær
frá því hvernig þær unnu verkið
þótt þær væru hvor í sinni heims-
álfunni og skiptust á tölvupósti og
ræddu saman gegnum Skype.
„Umfjöl lunarefnið hefur
brunnið á okkur báðum mjög lengi
og okkur fannst ekki annað hægt
en að verkið fjallaði einmitt um
þetta.“
Kristín Jóhannesdóttir, nýbak-
aður heiðursverðlaunahafi Edd-
unnar, leikstýrir verkinu en hún
hefur gengið í endurnýjun líf-
daga á leiksviðinu á undan förnum
árum, einatt í samstarfi við rit-
höfunda. Árið 2008 leikstýrði
hún Utan gátta eftir eiginmann
sinn, Sigurð Pálsson, sem sópaði
til sín Grímuverðlaunum, og árið
2011 leikstýrði hún Svörtum hundi
prestsins eftir Auði Övu Ólafs-
dóttur, en það fékk einnig lofsam-
lega dóma.
Leikarar í sýningunni eru Krist-
björg Kjeld, Maríanna Clara Lúth-
ersdóttir, Ólafía Hrönn Jóns dóttir,
Herdís Þorvaldsdóttir, Hilmir
Jensson, Þórunn Arna Kristjáns-
dóttir og Þorsteinn Bachmann.
Höfundur leikmyndar og búninga
er Anna Rún Tryggvadóttir. Hall-
dór Örn Óskarsson sér um lýsingu.
Höfundar tónlistar eru Guðlaug
Mía Eyþórsdóttir, Helgi Þórsson
og Steinunn Harðardóttir en hópur
listamanna sér um hljóðmynd.
Karma fyrir fugla
frumsýnt í Kassanum
Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir nýju íslensku verki um afl eiðingar ofb eldis.
Bændurnir Bjarni Sigurbjörnsson og Guðrún Lilja Arnórsdóttir á
Eiði í Kolgrafafirði hafa alla tíð unnið hörðum höndum og láta
ekki deigan síga þó umhverfisslys hafi valdið þeim megnum
óþægindum síðustu vikur.
Ungstirnið Jennifer Lawrence
úr Hungurleikunum er á allra
vörum eftir Óskarsverðlauna-
hátíðina.
Á hraðri uppleið
„Þetta eru ekkert annað
en náttúruhamfarir.“
Nú vex úr grasi heil kynslóð
fólks sem þekkir ekki heiminn
án veraldarvefsins og alls þess
sem hann hefur upp á að
bjóða. Fréttablaðið kannaði
samskiptamiðlana.
Félagsmiðstöðvar
nútímafólksins
Helgarblað
Fréttablaðsins
Helgarblað Fréttablaðsins, ómissandi hluti af góðri helgi
Meðal efnis um helgina
KARMA FYRIR FUGLA Þær Karí Ósk Grétudóttir og Kristín Eiríksdóttir, höfundar verksins Karma fyrir fugla, og Kristín Jóhannes-
dóttir, leikstjóri verksins og heiðursverðlaunahafi Eddunnar.
Flestir þekkja söguna um Fást, vísindamanninn
snjalla sem varð leiður á takmörkunum mann-
legrar visku og seldi því djöflinum sál sína í
skiptum fyrir 26 ára ótæmandi kunnáttu. Í verki
Gertrude Stein hefur Fástus gagngert selt sál sína
fyrir rafmagnsljósið.
Að samningstímanum liðnum kemur Mefistó
svo til að heimta sálina og þar hefst einmitt sýn-
ingin: Doktor Fástus í myrku ljósi.
Meðal leikara eru Auðunn Lúthersson, sem
leikur Doktor Fástus, og Rakel Björk Björns dóttir,
sem nýverið sigraði í Söngkeppni Menntaskólans
í Reykjavík og mun keppa fyrir hönd skólans í
Söngkeppni framhaldsskólanna.
Herranótt sýnir Dr. Fástus
Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýnir leikrit Gertrude Stein,
Doktor Fástus í myrku ljósi í Tjarnarbíói í kvöld. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir.
Save the Children á Íslandi