Fréttablaðið - 01.03.2013, Side 58

Fréttablaðið - 01.03.2013, Side 58
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR ÍR- ingurinn Aníta Hinriks dóttir verður í sviðs ljósinu í dag á fyrsta degi á Evrópumeistaramóti fullorð- inna í Gautaborg. Hún hefur sett hvert Íslandsmetið á fætur öðru á þessu innanhússtímabili og er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem náði lágmörkum inn á mótið og það í tveimur greinum. Martha Ernstsdóttir, marg- faldur Íslandsmethafi í lang- hlaupum, fór á mörg stórmót á sínum tíma og ætti að geta gefið frænku sinni góð ráð en Aníta er dóttir systur hennar, Bryndísar Ernstsdóttur. „Mér líst bara vel á þetta hjá henni. Ég hugsa að hún setji þetta mót upp fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu, bæta sig og fá reynslu. Ég get ímyndað mér að það sé hennar markmið. Hún er að fara í alvöruna og fær rosalega góða keppni. Hún er enn þá unglingur og er bara að fara út til að ná sér í reynslu og svona. Hún er mjög góð í þessu og lætur það ekki trufla sig þótt að það séu einhverjir sem eru betri en hún. Hún fer, gerir sitt og hleypur sitt hlaup. Það er hennar mesti kostur,“ segir Martha. Með níunda besta tímann Sautján keppendur eru skráðir í greinina og er besti tími Anítu, 2:03.27 mínútur, níundi besti tíminn. Hin breska Jennifer Mea- dows á besta tímann sem 1:58.43 mínútur. Martha var í sömu sporum og frænka hennar fyrir 23 árum. „Ég man eftir mínu fyrsta móti en það var Evrópumeistaramót 1990 og var reyndar utanhúss. Ég var ekki einu sinni byrjuð að hlaupa fyrir alvöru á hennar aldri og var þá bara að hlaupa úti og leika mér. Ég byrjaði ekki fyrr en seinna. Ég var sennilega 25 ára og orðin móðir og allt hvað eina þegar ég fór á mitt fyrsta stórmót,“ segir Martha. Aníta hefur verið að bæta Íslandsmetið keppnislaust en það er hætt við því að það verði þrengra um hana á brautinni í Gautaborg í dag. „Þetta er innanhúss, hringur- inn er bara 200 metrar og það eru fleiri keppendur. Það má alveg reikna með því að það verði stymp- ingar. Það er bara að fara af stað og gera sitt besta. Hún mun örugg- lega gera það og ég hef fulla trú á því,“ segir Martha. Aníta hefur verið spör á viðtöl við fjölmiðla og látið verkin tala á hlaupabrautinni. Áhuginn á henni er þó mikill enda stelpan að gera frábæra hluti og fyrir löngu komin í sérflokk meðal millivegahlaup- ara á Íslandi. Gaman að fylgjast með henni „Það er rosalega gaman að fylgjast með henni en við fjölskyldan henn- ar viljum stilla þessu í hóf og vera ekki að ýta undir of miklar vænt- ingar og passa upp á utanaðkom- andi pressu. Við viljum leyfa henni að þroskast sem heilbrigðum ung- lingi. Þá eru meiri líkur á að þetta gangi þannig að hún finni ekki alltaf fyrir þessari ofboðslegu pressu því það getur bara eyðilagt óharðnaðan venjulega ungling,“ segir Martha og bætir við: „Ef við ætlum að leyfa henni að þroskast þá getum við ekki enda- laust verið með væntingar til hennar. Hún þarf að fá að þroskast sem íþróttamaður og þarf að læra að takast á við athyglina. Hún er bara nýorðin sautján ára gömul,“ segir Martha. Aníta hefur æft frjálsar íþrótt- ir hjá ÍR frá tíu ára aldri, fyrst í stað undir stjórn Harðar Gunnars- sonar, þar sem hún æfði allar greinar frjálsíþrótta, en eftir því sem sérhæfð þjálfun hefur auk- ist síðustu tvö ár hefur Gunnar Páll Jóakimsson einnig komið að þjálfun Anítu og er nú hennar aðal- þjálfari og fylgir henni til Gauta- borgar. Martha vill að blaðamenn passi upp á efnilegustu hlaupakonu landsins og leyfi henni að forðast athyglina vilji hún það sjálf. „Ég vil endilega ítreka það að menn virði það við hana. Við höfum séð svo oft mikið af efni- legum unglingum sem hafa verið blásnir of mikið upp. Það er mjög erfitt að fá svona pressu á sig sem óharðnaður unglingur og getur alveg bugað hvern sem er. Við fjölskyldan og þjálfararnir líka erum öll mjög upptekin við að vera vakandi fyrir þessu og leyfa henni bara að vera eðlilegur ung- lingur sem kann að hlaupa,“ segir Martha. Mörg mót eru fram undan hjá Anítu en aðalmarkmiðið er þó lík- lega að vera í fremstu röð á heims- meistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu og á Evrópu- meistaramóti 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Blés ekki úr nös Martha sá þó snemma hæfileik- ana hjá stelpunni enda búin að fylgjast með henni frá barnæsku. „Þegar við vorum að fara með hana sem krakkann okkar upp á Esju eða eitthvað annað þá flaug hún áfram. Það var bara eins og fiðrildi sem flaug áfram og blés ekki úr nös. Það var alveg greini- legt að hún var með þetta. Hún er líka mjög einbeitt og leggur sig fram. Það skilar sér,“ segir Martha. Aníta hefur keppni í undanrásum klukkan fimm í dag. „Hún verður í sviðsljósinu um helgina og Darri sonur minn verður úti í Gautaborg og ætlar að horfa á frænku sína. Þetta verður bara gaman. Þetta verður góð reynsla fyrir hana og hún er í góðum höndum hjá sínum þjálfara,“ sagði Martha að lokum. ooj@frettabladid.is Eins og fi ðrildi upp Esjuna Fjölskylda Anítu Hinriksdóttir vill passa upp á það að hún fái að þroskast eins og eðlilegur unglingur en þessi 17 ára stelpa keppir á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í dag. Frænka hennar, Martha Ernstsdóttir, var í sömu sporum fyrir 23 árum en þá orðin 25 ára gömul. Á FLEYGIFERÐ Aníta Hinriksdóttir sést hér hlaupa í Laugardalshöllinni og á minni myndinni er hún með Mörthu frænku sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Guðbjörg Gunnars- dóttir, landsliðs markvörður í fótbolta, mun fara með íslenska landsliðinu til Algarve í næstu viku en hún hefur verið að glíma við veikindi og lá á sjúkrahúsi í marga daga í síðustu viku. Nú er komið í ljós að Guðbjörg var með heilahimnubólgu en hún er öll að braggast og verður því með í Algarve-bikarnum. Guð- björg mun æfa undir leiðsögn Reynis Björnssonar læknis og verður vonandi orðin leikfær í leik þrjú og fjögur. Guðbjörg staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær. Tveir aðrir markverðir eru í hópnum, Þóra Björg Helgadóttir og Birna Kristjánsdóttir. Þóra hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins og Guðbjörg hefur ekki fengið mörg tækifæri, nema þá helst í Algarve-bikarnum þar sem hún hefur spilað 13 af 21 landsleik sínum til þessa. - óój Guðbjörg fer til Algarve GUÐBJÖRG Æfir undir leiðsögn læknis í Portúgal. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska félaginu Good Angels Kosice komust eins og kunnugt er í átta liða úrslitakeppni Euroleague á dögunum og nú er ljóst hvaða lið verða í riðli með Góðu englunum á úrslitahelginni. Good Angels Kosice er í riðli með gestgjöfum Ekaterinburg frá Rússlandi, Galatasaray frá Tyrklandi og Polkowice frá Póllandi. Good Angels Kosice vann sinn riðil og sló síðan út Perfumerias Avenida frá Spáni. Helena er komin í úrslitakeppni Euroleague fyrst íslenskra körfuboltakvenna. Leikir í riðlinum fara fram frá 18. til 20. mars og tvö efstu liðin komast í undan- úrslitin sem verða spiluð 22. mars. Úrslita- leikurinn fer síðan fram 24. mars. - óój Riðillinn klár hjá liði Helenu Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 FÖSTUDAGSKVÖLD 20:10 SPURNINGABOMBAN FRÍSKASTI OG FYNDNASTI SPURNINGAÞÁTTURINN! Fyndnustu spurningarnar, frægustu keppendurnir og fáránlegustu svörin. Ekki spurning, það er bannað að missa af Spurningabombunni með Loga! F ÍT O N / S ÍA Við höfum séð svo oft mikið af efnilegum unglingum sem hafa verið blásnir of mikið upp. Það er mjög erfitt að fá svona pressu á sig sem óharðnaður ungling- ur og getur alveg bugað hvern sem er. Martha Ernstsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.