Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 12
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir verkefni á sviði umhverfismála með sérstakri áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum sviðum. Heildarupphæð úthlutunar er allt að fimm milljónum króna. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans má finna á vef Íslandsbanka. Úthlutunardagur er 18. apríl 2013 Sækja skal um á vef bankans til og með 11. apríl 2013: www.islandsbanki.is/frumkvodlasjodur Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknum um styrki Umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á: · Greinargóð lýsing á verkefninu · Verk- og tímaáætlun · Ítarleg fjárhagsáætlun · Upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis · Ársreikningur · Upplýsingar um eignarhald og rekstrarform JAFNRÉTTISMÁL Rúmlega þriðjungi hærra hlutfall kvenna en karla á aldrinum 25 til 64 ára hefur lokið háskólamenntun en konur eru þó innan við 40 prósent embættismanna og stjórn- enda. Þetta kemur fram í upp- lýsingum sem Jafnréttis- stofa hefur tekið saman um stöðu kynjanna á atvinnu- markaði, í menntakerfinu og víðar. Þar kemur jafnframt fram að aðeins um tíundi hver framkvæmdastjóri fyrir- tækis með yfir 100 starfs- menn er kona. Fjórðungur stjórnar- manna í fyrirtækjum með yfir 250 starfsmenn er konur, sem er nokkuð hærra hlutfall en hjá fyrirtækjum með færri starfsmenn. Þó fjórðungur stjórnarmanna sé konur eru aðeins níu prósent stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur. Konur eru 48 prósent þeirra sem eru á vinnumark- aði en vinna mun styttri vinnuviku en karlar. Konur í fullu starfi vinna 41 klukku- stund á viku en karlar 47 stundir. brjann@frettabladid.is Þriðjungi fleiri konur með háskólamenntun hér á landi Rúmlega fjórar af hverjum tíu konum á aldrinum 25 til 64 ára eru með háskólamenntun en þrír af hverjum tíu körlum. Innan við 40% stjórnenda og embættismanna eru konur en þær eru nær 80% skrifstofufólks. 41% 28% 31% 29% 43% 28% ➜ Mannfjöldinn 25-64 ára eftir menntunarstigi 2012 Grunn- menntun Starfs- og framhalds- menntun Háskóla- menntun Heilbrigði og velferð Menntun Hugvísindi og listir Þjónusta Landbúnaður Félagsvísindi, viðskipti og lögfræði Raunvísindi, stærðfræði og tölvunarfræði Verkfræði, framleiðsla og mannvirkjagerð 0% 20% 40% 60% 80% 100% ➜ Brautskráningar á háskólastigi 2009/2010 ■ Karlar ■ Konur Doktorsgráða Háskólapróf, meistaragráða Grunnpróf á háskólastigi* Önnur próf á viðbótarstigi Iðnmeistarapróf Önnur framhaldsskólapróf Stúdentspróf Sveinspróf Burtfararpróf úr iðn *fyrsta gráða o.fl . ➜ Brautskráningar eftir prófgráðu 2009/2010 500 1.000 1.500 2.000 ■ Karlar ■ Konur 0% 20% 40% 60% 80% 100% Iðnaðarmenn Véla- og vélgæslufólk Bændur og fi skimenn Stjórnendur og embættismenn Ósérhæft starfsfólk Sérmenntað starfsfólk Sérfræðingar Þjónustu- og verslunarfólk Skrifstofufólk ➜ Starfandi fólk eftir starfsstétt 2012 ➜ Hlutfall kvenna í forystu fyrirtækja eftir stærð fyrirtækja 2011 PLANTAÐ Gögn um ræktun skóga hér á landi nýtast við útreikninga á kolefnis- búskap Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÁTTÚRA Alls hefur um 56 millj- ónum trjáa verið plantað á þeim 114 árum sem skógrækt hefur verið stunduð með skipulögðum hætti hér á landi, að því er fram kemur á vef Skógræktar ríkisins. Skógurinn hefur verið rækt- aður á tæplega 38 þúsund hekt- urum. Til viðbótar við trén sem hefur verið plantað hafa um tólf milljónir sjálfsáðra plantna bæst við á þessu svæði, svo skóg- ræktin hefur skilað alls 68 millj- ónum plantna. Yfir sex milljónir trjáa voru gróðursettar á ári þegar mest var árið 2007. Afköstin eru minni á síðustu árum vegna niðurskurðar hjá ríkinu, og verða væntanlega um 3,5 milljónir plantna í ár. - bj Árangur af skógrækt í 114 ár: 56 milljónum trjáa plantað SJÁVARÚTVEGSMÁL Aflaverðmæti eykst Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 160,4 milljörðum króna á árinu 2012, samanborið við 153,9 milljarða árið 2011, að því er fram kemur hjá Hag- stofu Íslands. Aflaverðmæti hefur því aukist á milli ára um 6,6 milljarða króna eða um 4,3 prósent. LANDSÍMAREITUR Þingið telur að hótel við Kirkjustrætið myndi þrengja verulega að starfseminni og vill að umferðartakmarkanir verði miklu skýrari en í núverandi tillögu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKIPULAGSMÁL Alþingi lýsir yfir harðri andstöðu við það að bygg- ing nýs hótels á Landsímareitnum verði heimiluð, í athugasemd til Reykjavíkurborgar. Þingið segir ekki tekið tillit til þingsins og hagsmuna þess. Í athugasemdinni kemur fram að hótelið sé „við anddyri Al- þingis hússins“ og þrengi verulega að starfsemi þingsins. „Það byggingarmagn sem rúma á hótelstarfsemi samkvæmt til- lögu að nýju deiliskipulagi eykst umtalsvert og […] rekstur hótels og aukin atvinnustarfsemi á Landsímareit mun augljóslega hafa í för með sér aukna umferð um Kvosina og þrengja þannig verulega að Alþingi og starfsemi þess,“ segir í athugasemdinni sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sendi fyrir hönd þingsins. „Hags munir þingsins taka ekki eingöngu til atriða sem lúta að því að gæta öryggis þingsins, heldur einnig til atriða sem lúta að starfsfriði, almennri umgengni, ytra útliti, ásýnd Alþingis og nánasta umhverfi þess.“ Þá hefur Ásta lagt fram frum- varp á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingis- svæðinu. Hún vísar í stjórnarskrá þar sem segir að Alþingi sé frið- heilagt og leggur til að af markað verði svæði í næsta nágrenni þingsins sem nefnist Alþingis- svæðið. Þar fari ráðherra með yfirstjórn skipulags- og mann- virkjamála. - þeb, shá Uppbyggingaráform sögð án tillits til Alþingis: Alþingi lýsir andstöðu við byggingu hótels ■ Framkvæmdastjórar ■ Stjórnarformenn ■ Stjórnarmenn 1-49 50-99 100-249 250+ 20% 10% 0% ■ Karlar ■ Konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.