Fréttablaðið - 22.03.2013, Page 16
22. mars 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Þ
ennan málflutning er því erfitt að skilja nema það vaki
fyrir mönnum að knýja fram breytingar með því að
hræða fólk. Það hefur aldrei gefist vel. Hræðslan truflar
dómgreindina.“
Þetta skrifaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
í grein í Fréttablaðinu í gær. Það sem Ögmundur segist ekki skilja
eru áhyggjur Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæð-
isins, af afleiðingum þess að lög-
reglan fái ekki sömu heimildir til
eftirlits með skipulögðum glæpa-
klíkum og lögregla í nágranna-
löndunum. Lögreglustjórinn sagði
á fundi Varðbergs í síðustu viku
að meðal þessara afleiðinga gætu
orðið gengjastríð, betl, götuvændi
og vasaþjófnaður, en allt eru
þetta fylgifiskar skipulagðrar, alþjóðlegrar glæpastarfsemi.
Ögmundur hefur rétt fyrir sér í því að slíkar spár eiga menn
ekki að setja fram án þess að hafa eitthvað fyrir sér í þeim. En
skoðum málið aðeins út frá þeim vinkli sem ætti að vera almenn-
ingi ofarlega í huga, ekki sízt nú þegar líður að kosningum, að
stjórnmálamenn séu samkvæmir sjálfum sér. Hefur Ögmundur
alltaf fylgt eigin reglu um að forðast hræðsluáróðurinn, ekki sízt í
málum sem tengjast samskiptum Íslands við umheiminn rétt eins
og áhyggjurnar af skipulögðum glæpasamtökum?
Ráðherrann lagði nýlega fram drög að frumvarpi sem þrengir
verulega að rétti útlendinga til að eignast fasteignir á Íslandi.
Rökin voru meðal annars þau að auðkýfingar söfnuðu jörðum hér
á landi „án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan
en að safna eignarlandi á Íslandi“. Ráðherrann vísaði sérstaklega
til landakaupa Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht í Mýrdal og
sagðist hyggja „að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að
ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það“.
Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið tók saman er
nákvæmlega ekkert til í þessu. Útlendingar eru ekki að safna
jörðum á Íslandi og eiga rúmlega þriðjung úr prósenti af jarð-
eignum í landinu. Er þetta þá eitthvað annað en hræðsluáróður hjá
ráðherranum; hið alþekkta trix að hræra upp í andúð á útlendingum
rétt fyrir kosningar?
Sömuleiðis rifjast upp grein Ögmundar í Morgunblaðinu sumarið
2010 þar sem hann lét að því liggja að útlendingar myndu eignast
auðlindir Íslands ef aðild að Evrópusambandinu yrði að veruleika.
Fyrir utan tilvísanirnar í landvinningastefnu Hitlers („Festung
Island“ og „lífsrými“) vöktu þessar setningar Ögmundar mesta
athygli: „En ekki mun standa á styrkveitingum – svona rétt á
meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og
indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með
glerperlur og eldvatn.“
Var þetta málefnalegur málflutningur, laus við hræðslu-
áróðurinn sem truflar dómgreindina?
Pólitíkusar mættu gera meira af því að byggja málflutning sinn
á handföstum staðreyndum. Ef menn byggja á upplýsingum um
reynslu annarra vestrænna ríkja undanfarna áratugi, hvað er þá
líklegast af þessu þrennu: Að land glati auðlindum sínum við inn-
göngu í Evrópusambandið; að frjálsar fjárfestingar í fasteignum
leiði af sér skaðleg ítök útlendinga í þróuðu ríki með sterkt reglu-
verk; eða að útlendar glæpa klíkur nái fótfestu í höfuðborginni?
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Vorið 2009 boðaði formaður Sjálfstæðis-
flokksins „trúverðuga leið að upptöku
evru“ með stuðningi AGS og ESB. Hjáleið
að myntbandalaginu án aðildar að Evrópu-
sambandinu sjálfu. Hugmyndin var ein
margra óraunhæfra um þægilega skyndi-
lausn á gjaldmiðilsmálum okkar, enda
hefur ekkert heyrst af henni síðan.
Upptaka evru í gegnum aðild að ESB
er eini valkosturinn við verðlitla, verð-
tryggða krónu í höftum. Það hefur ítrekað
verið staðfest. Það merkir hins vegar ekki
að við þurfum að bíða í mörg ár frá aðild
þar til við getum notið kosta myntbanda-
lagsins.
Strax í upphafi aðildarferlisins munum
við njóta ávinnings. Um leið og við tökum
skýra ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu
um aðild breytist staða okkar og staða
krónunnar. Skyndilega munu erlendir
krónueigendur vilja halda í krónurnar
sínar, því þær munu í fyllingu tímans
breytast í evrur. Sá mikli þrýstingur
sem nú er á gengi krónunnar vegna vilja
útlendinga til að skipta krónum fyrir
gjaldeyri mun minnka og afnám hafta
verða auðveldara.
Næsta skref verður svo að Ísland
kemst inn í myntsamstarf aðildarríkj-
anna, ERM II. Um leið og það gerist mun
krónan njóta stuðningsumgjarðar af
hálfu Seðlabanka Evrópu og enn frekari
ávinningur peningalegs stöðugleika
koma í ljós. Verð bólgan verður þá minni
og við getum hafist handa um að létta
verðtryggingaroki húsnæðislánanna af
landsmönnum.
Sú skipti yrðu möguleg með skiptiút-
boði þar sem útistandandi skuldabréfum
Íbúða lánasjóðs og annarra lánveitenda
yrði skipt fyrir evrubréf með föstum
vöxtum án verðtryggingar. Í kjölfarið
væri hægt að breyta lánskjörum almenn-
ings til samræmis við það.
Mikið liggur við að stöðva verðbólguna
og aftengja vítahring verð tryggingarinnar.
Veik staða krónunnar, verðbólgan og verð-
tryggingin eru að fara langt með að eyða
eignum heimilanna. Hægt er, með aðild-
inni að ERM II, að losa lántakendur við
verðtrygginguna strax á fyrsta ári ESB-
aðildar og lenda varanlegri lausn á þeirri
ógn við efnahagslegt sjálfstæði landsins
sem felst í veikburða peningakerfi. Þetta
er raunhæf leið að upptöku evru.
Raunhæf leið að upptöku evru
GJALDMIÐLAR
Björgvin G.
Sigurðsson
þingmaður
Samfylkingarinnar
➜ Skyndilega munu erlendir
krónueigendur vilja halda í krón-
urnar sínar, því þær munu í fyllingu
tímans breytast í evrur.
Vörn gegn sósíalisma
Sigurður Ingi Jóhannsson var
kjörinn á þing fyrir Framsóknar-
flokkinn árið 2009. Hann er hluti af
umbyltingunni sem varð í flokknum,
þegar ný forysta tók við og fjöldi
nýrra þingmanna náði inn. Sigurður
Ingi fullyrti á þingi í gær að það að
setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá
væri ekkert nema liður í að koma á
sósíalísku hagkerfi. Ekki er nema von
að Sigurði sé brugðið við slík áform,
enda hefur Framsóknarflokkurinn
lengi gumað af því að vera á móti
öfgum til hægri eða vinstri. Það
ætti því að ríma vel við stefnu
flokksins að hafa brjóstvörn gegn
sósíalismanum í Sigurði
Inga, en hann er varafor-
maður flokksins.
Andsósíalísk bylting
Þessi ummæli Sigurðar Inga eru
skeleggara uppgjör við fortíðina
en venja er. Minna að mörgu leyti
á fræga ræðu Krústsjofs árið 1956,
þegar hann gerði upp valdatíð
Stalíns. Auðlindaákvæði í stjórnar-
skrá er nefnilega ekki eitthvað sem
núverandi ríkisstjórn fann upp á,
heldur var það að finna í stefnu-
skrá Framsóknarflokksins
árið 2001. Krústsjof beið
dauða Stalíns með sína
gagnrýni, en Halldór
Ásgrímsson, sem
var formaður
2001, er enn
í fullu
fjöri.
Gangasýnin
Seint verður sagt um Árna Johnsen,
þingmann Sjálfstæðisflokksins, að
hann skorti úthald og þrautseigju.
Hann hefur setið á þingi fyrir flokk-
inn síðan 1983, þó með hléum til
dæmis þegar hann sat af sér dóm.
Hann hlaut þó ekki brautargengi í
prófkjöri flokksins og er líklega
á leið af þingi. Hann nýtir þó
síðustu dagana vel, leggur enn
og aftur til að boruð verði
göng til Vestmannaeyja.
Umdeildari fram-
kvæmd er erfitt að
finna og óvíst hvort
hún er gerleg. Dýr
er hún allavega. Árni
hefur þó reynt sitt
til að koma henni á.
kolbeinn@frettabladid.is
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Enn af sjálfssamkvæmni stjórnmálamanna:
Hræðslan truflar
dómgreindina