Fréttablaðið - 22.03.2013, Síða 17
FÖSTUDAGUR 22. mars 2013 | SKOÐUN | 17
Það kom fram í fréttum vikunn-
ar að búðir sem kæmu illa út úr
verðsamanburði ASÍ væru ósátt-
ar við þann samanburð og töldu
hann óvandaðan. Nokkrar hefðu
úthýst verðkönnuðum. Ætli verð-
mælingarnar verði nokkuð vand-
aðri við það?
Gagnrýnendur eru ekki í vinnu
hjá þeim sem þeir gagnrýna. Þeir
eru í vinnu hjá neytendum hins
gagnrýnda. Mörgum hættir hins
vegar til að að líta á gagnrýni
sem hluta af eigin markaðssetn-
ingu. Fyrir nokkrum árum hætti
Borgarleikhúsið til að mynda að
bjóða íslenskum leikhúsgagn-
rýnanda, Jóni Viðari Jónssyni, á
frumsýningar því menn í leikhús-
inu voru ósáttir við skrif hans. Ef
á annað borð á að bjóða gagnrýn-
endum frítt á sýningar er hæpið
að hætta því þótt þeir gagnrýni
eitthvað.
Stór hluti þeirra bóka sem ég
tek mér í hendur reynist leiðin-
legur. Ég gefst upp á þeim. Ég
get ekki spilað alla tölvuleiki
sem koma út. Ég fer sjaldan í
bíó. Ég kann vel að meta að ein-
hver nenni að skanna yfir bækur,
tölvuleiki og kvikmyndir fyrir
mig og tjá mér skoðun sína á
þeim. Þetta sparar letingjanum
tíma.
Algjört rugl
Verðlagseftirlit er eins og leik-
húsgagnrýni fyrir búðir. Ég er
ekki að segja að búðareigendum
beri einhver sérstök skylda til að
liðka sérstaklega fyrir þeim sem
slíku eftirliti sinna. Tími starfs-
manna kostar. En þegar bein-
línis á að banna fólki að mæta í
búð með spjaldtölvu og lista af
vörum þá er það auðvitað algjört
rugl. Eitt er að hætta að bjóða
Jóni Viðari frítt á frumsýning-
ar. Annað væri að banna honum
alfarið að koma í leikhús.
Í Kastljósþætti í vikunni notaði
rekstrarstjóri Nóatúns það orða-
lag að verslun hans hygðist ekki
„taka þátt“ í verðlagseftirlitinu.
Aftur sama ranghugmynd: Vara
heldur að hún sé viðskiptavinur.
Bækur taka ekki þátt í bókagagn-
rýni. Bækur eru gagnrýndar.
Sömu sögu er að segja um þær
athugasemdir að ekki hafi verið
„haft samráð“ við einhverja
kaupmenn við gerð þessara
verðkannana og að verðlagseftir-
litið hafi ekki viljað „setjast að
borðinu“ með þeim.
Þeir sem þykjast stunda eftir-
lit eiga ekkert að vera setjast að
neinu sérstöku borði með þeim
sem þeir vilja hafa eftirlit með.
Heilbrigðiseftirlitið á ekki að
„setjast að borðinu“ með þeim
sem elda ofan í fólk. Heilbrigðis-
eftirlitið á að leita að saurgerlum.
Svo eitt sé á hreinu. Það eitt að
þeir sem lenda aftarlega í ein-
hverri samantekt séu ósáttir
bætir ekki við neinum upplýs-
ingum um gæðin. Það að versl-
unareigendur séu ósáttir er
heldur ekki eitt og sér til marks
um að samantektin sé vel unnin.
En ég get varla ímyndað mér að
hægt sé að vinna nokkurn verð-
samanburð þannig að þeir sem
reka lestina í þeim samanburði
verði sáttir. Það er alltaf einhver
„ástæða“ fyrir því að menn lenda
aftarlega. Fá kannski ekki jafn-
gott verð hjá birgjum eða eitt-
hvað svoleiðis. En tölur eru tölur.
Þær mæla hvað er stórt og hvað
er lítið. Þær eru sjaldnast „sann-
gjarnar“.
Svo mátti heyra ein rök til við-
bótar: Að ekki væri tekið tillit
til þess ef vörur væru „á tilboðs-
verði“. Sko. Þúsundkall er þús-
undkall.
Í frjálsu samfélagi
„Tilboðsverð“ er bara markaðs-
setningarhugtak. Það verð sem
einn vill selja á og annar vill
kaupa á er eina verðið sem skipt-
ir máli. Sama hvaða nafn því
verði er gefið og hvort varan hafi
kostað annað áður.
Menn geta auðvitað keppt í
mörgu öðru en verði. Til dæmis
gæðum, opnunartíma eða mál-
kunnáttu starfsfólks. Það þurfa
ekki allir að hafa þann metnað
að vera ódýrastir, og leiðinlegt
væri ef allir kepptu að því einu
en engu öðru. En þótt maður þyk-
ist ekki keppa í einhverju þýðir
það ekki að það megi ekki mæla
árangurinn.
Við búum í frjálsu samfélagi.
Menn geta reynt að mæla verð í
búðum.
Menn sem reka búðir geta
verið ósáttir við að það sé gert og
hvernig það er gert. Það er hins
vegar hæpið að þeir geti bannað
fólki að gera það og varla eru það
góðir viðskiptahættir. Segjum
að okkur langi í sjónvarp. Við
förum í búð. Kíkjum á nokkur
tæki. Punktum hjá okkur.
Vaktstjórinn rýkur fram og
stoppar okkur af:
„Heyrðu vinur! Ertu nokkuð að
kanna verð?“
Verðrýnendum úthýst
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Aftur sama rang-
hugmyndin. Vara
heldur að hún sé viðskipta-
vinur. Bækur taka ekki þátt
í bókagagnrýni. Bækur eru
gagnrýndar.
Skýrsla UNICEF frá
7. mars sl. fjallar um
ofbeldi gegn börnum.
Skýrslan segir að líkleg-
ast sé að brot gegn barni
eigi sér stað á heimili
barnsins. Þetta er einn-
ig niðurstaða rannsókna.
Skýrslan bendir á að
tengsl séu milli andlegr-
ar vanlíðanar barns og
þess að hafa orðið fyrir
ofbeldi.
Vitneskjan um ofbeldi á heim-
ilum barna er takmörkuð innan
skólanna eins og fram kom í
rannsókn sem ég vann fyrir HÍ
og velferðarráðuneytið 2011:
„Rannsókn á viðhorfum 10 skóla-
stjóra“. Fram kom í viðtölum við
skólastjórana að þá skorti fag-
lega ráðgjöf.
Fyrir 23 árum benti ég yfir-
völdum á að nauðsynlegt væri
að innan skólanna starfaði
félagsráðgjafi sem sinnti barna-
vernd. Þá var ég að þróa náms-
og starfsráðgjöf fyrir mennta-
málaráðuneytið og varð mjög
vör við þessi alvarlegu mál sem
börnin komu með til mín. Ég
var formaður nefndar á vegum
ráðuneytisins um eflingu náms-
og starfsráðgjafar 1997-1998.
Nefndin kallaði eftir skýrslum
frá náms- og starfsráðgjöfum.
Skýrslurnar áttu það sameigin-
legt að ráðgjafarnir hrópuðu
á hjálp þegar kom að persónu-
legu ráðgjöfinni eins og ofbeldi
á heimilum og öðrum „erfið-
um“ málum. Viðbrögð voru ekki
merkjanleg af hálfu yfirvalda.
Stefán Ingi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi,
segir í umfjöllun um áðurnefnda
skýrslu UNICEF að mikið magn
upplýsinga sé til staðar í sam-
félaginu en þær hafi ekki verið
greindar með skipulögðum hætti.
Ekki brugðist við
Ég velti fyrir mér hvers vegna
ekki hefur verið brugðist við
upplýsingum sem legið hafa
fyrir. Það er skólaskylda í land-
inu. Þar er vettvangur til að
bregðast við vanlíðan barnanna,
greina á ábyrgan hátt hvers
vegna sumir eiga erfiðara með
að einbeita sér í námi, mæta illa
og sýna merki um vanrækslu.
Mun víðtækari þjónustu þarf en
nú er til staðar í skólum. Félags-
ráðgjafar starfa við nokkra skóla
stundum einir og stundum með
náms- og starfsráðgjöfum en erf-
itt er að ráða þá sérstaklega þar
sem lögin eru takmarkandi.
Ég sat málþing mennta- og
menningarmálaráðuneytisins
um „Skóla margbreytileikans
og stoðkerfi skóla“ þann 5. mars
sl. Nær allir sem töluðu á mál-
þinginu lögðu áherslu á að nokk-
uð skorti á skilning skólafólks á
fyrirbærinu „skóli án aðgrein-
ingar“. Mikilvægt er að fagfólk
og foreldrar hafi sama skilning á
þeirri hugmyndafræði sem á að
starfa eftir. Einnig kom fram að
kennarar þyrftu stuðning til að
framfylgja stefnunni og tryggja
þyrfti að allir stefndu í sömu átt.
Góð faghandleiðsla er stuðning-
ur við kennara og henni geta
félagsráðgjafar sinnt.
Kennarar eiga rétt á faghand-
leiðslu í gegnum Sjúkrasjóð KÍ.
Faghandleiðsla er unnin af fag-
aðilum, oft félagsráðgjöfum, sem
sérhæft hafa sig í handleiðslu
starfstétta og hefur það mark-
mið að laða fram styrkleika ein-
staklinga, efla samskiptahæfni
þeirra m.a. Þetta er ekki jafn-
ingjahandleiðsla. Faghandleiðsla
er stuðningur sem kennarar geta
nýtt sér í mun meiri mæli en nú
er gert. Þeir sem koma í hand-
leiðsluna hafa ásetning um að
verða betri starfsmenn.
Rétt greining á vanda barns er
mikilvæg barnavernd. Skilgreina
þarf starf félagsráðgjafa inni í
skólunum alveg eins og annarra
starfsmanna sem þar starfa.
Óbreytt ástand er hættulegt.
Höfundur er kennari, náms- og
starfsráð gjafi, MSW félagsráð-
gjafi með sérfræði réttindi sem
fræðslu- og skólafélags ráð gjafi
og móðir fatlaðs barns.
Ofbeldi gegn
börnum og skóli
margbreytileikans
➜ Rétt greining
á vanda barns er
mikilvæg barnavernd.
Skilgreina þarf starf
félagsráðgjafa inni í
skólunum alveg eins
og annarra starfs-
manna sem þar
starfa. Óbreytt ástand
er hættulegt.
BARNAVERND
Guðrún H.
Sederholm
kennari
Sjálfstæðisflokkurinn › xd.is
Ný kynslóð
Eftir komandi kosningar er von á öfl ugum
hópi nýrra þingmanna Sjálfstæðisfl okksins.
Ef þú vilt kynnast þeim og öðrum fram-
bjóðendum býðst til þess kjörið tækifæri
á opnum fundi á Hótel Nordica á morgun.
Ávörp fl ytja Bjarni Benediktsson
og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Fundarstjóri er Illugi Gunnarsson.
Boðið verður upp á veitingar og tækifæri
gefst til að ræða við frambjóðendur.
› Sjáumst á Hótel Nordica – laugardaginn 23. mars kl. 11.00.
Opinn fundur á Hótel
Nordica á morgun kl. 11.00.
Þú getur rætt við frambjóðendur um
stefnumálin fyrir komandi kosningar.
Allir velkomnir.