Fréttablaðið - 22.03.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 22.03.2013, Síða 36
FRÉTTABLAÐIÐ Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Veru-leiki. Heilsa og heilbrigði. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 6 • LÍFIÐ 22. MARS 2013 Þ ú slóst í gegn með barna- matreiðslubók Lata- bæjar fyrir jól en áður gafstu út bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða og heldur reglu- leg námskeið byggð á þeirri bók. Það er því augljóst að þetta málefni skiptir þig mjög miklu. Hversu mikilvægt tel- urðu að byrja nógu snemma að tala fyrir hollum mat og hreyf- ingu barna? Það er svo snjallt að venja börn frá byrjun á hreinan og næringar ríkan mat, því að gamlar venjur fylgja manni allt lífið. Maður er ekk- ert nema vaninn. Ég hef mikla trú á hollum mat. Mín reynsla er sú að hann hjálpar manni að verða besta eintakið af sjálfum sér, gerir manni kleift að tak- ast á við verkefni dagsins með bros á vör, sól í hjarta og kraft í kroppnum. Það er dýrmætt! Hvað varðar bókina Eldað með Ebbu í Latabæ þá vandaði ég mig mjög þegar ég var að finna til og prófa uppskriftir í hana. Í henni eru ákaflega ein faldar, hollar og mjög bragðgóðar upp- skriftir sem henta allri fjöl- skyldunni. Hún er góður, ein- faldur grunnur að fallegum hversdagsmat sem ætti að nýt- ast hverju heimili vel. Fátt sem gleður meira en þakklæti Hefurðu fengið einhver við- brögð frá börnum og for eldrum eftir að bókin kom út? Já, það hefur glatt mig mjög að fá falleg bréf þar sem fólk þakkar mér fyrir uppskriftirnar og fróð- leikinn og segist nota bókina út í ystu æsar og að öllum á heim- ilinu líki vel. Það er fátt sem gleður mig meira. Ég þakka þeim enn og aftur hér, vel og innilega. Það er einstakt hvað margir taka sér tíma til að þakka fyrir sig og senda manni birtu og hlýju. En ég tek fram að ég á ekki allar uppskriftirnar sjálf, mjög margir lánuðu mér uppskriftir til að setja í hana og nöfnin þeirra má finna aftast í bókinni. Þú ætlar þér að hafa áhrif víðar en hér á landi ekki satt? Ég var svo lánsöm að ná mér í bóka- samning í Bretlandi þegar ég fór á bókamessu í London vorið 2012. Og mig langar að taka það fram að á svona bókamessu fær maður milljón nei. Eitt já er hins vegar nóg. Þar þurfti ég heldur betur að taka á honum stóra mínum og stappa í mig stálinu og hugsa: „Af hverju ekki ég?“ og „Það er nóg pláss fyrir mig líka“. Það er auðvelt að upplifa sig mjög smáan og lítils megn- ugan á svona stórri messu en maður má ekki gefast upp eða láta slá sig út af laginu. Bókin What should I feed my baby? kom svo út í janúar og fæst núna í Bretlandi og á Amazon. Þekki rugludallinn sjálfan mig Þarftu ekki að fara út og fylgja bókinni eftir? Ég geri það mest- EBBA FARIN AÐ LÆRA AÐ SLÁ AF KRÖFUNUM Ástríða hennar liggur í mat fyrir börn, meðal annars vegna þess að dóttir hennar Hanna var magakveisubarn og sonur hennar Hafl iði fæddist fótalaus og hún vildi gera allt sem hún gat fyrir þau með hollu mataræði. Á sama tíma og Ebba gleðst yfi r bókasamningi í Bretlandi hefur ríkt sorgarástand á heimilinu yfi r raunum Pistorius, vini fjölskyldunnar. FULLT NAFN Ebba Guðný Guðmundsdóttir ALDUR 37 ára HJÚSKAPARSTAÐA Gift BÖRN Tvö börn, Hanna Hulda og Hafliði STARF Pureebba.com (bókaútgef- andi, heilsubloggari og fyrirlesari) Það er auðvelt að upplifa sig mjög smáan og lítils megnugan á svona stórri messu en maður má ekki gefast upp eða láta slá sig út af laginu. Ebba gerir engan mat fyrir börnin nema að henni þyki hann góður. Grensásvegur 8, sími 553 7300 mán-fim 12–18, fös 12–19, lau 12–17 ÞAÐ ERU KOMNIR SKÓR Í SOHO Kr. 8.990,- Kr. 8.990,- Kr. 8.990,- Kr. 8.990,- Kr. 5.990,- Disco buxur - 5 litir Kr. 8.990,- Kr. 8.990,- Kr. 4.690,- Kr. 6.690,-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.