Fréttablaðið - 22.03.2013, Page 52

Fréttablaðið - 22.03.2013, Page 52
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 BAKÞANKAR Magnúsar Þorláks Lúðvíkssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Þú ert mikill maður, það máttu eiga. HNH HNH HNH Og enginn hefur neitt á móti því að þú gerir teyg juæfingar, það er þitt mál. En mín vegna og allra hinna væri vel þegið að þú slepptir því að teygja í sturtunni eftir leiki. Það er allt annað en konungleg skemmtun! Pabbi, nennirðu að koma út á bílastæðið hjá skólanum og leyfa mér að keyra? Jájá! Það hagnast okkur báðum. Þú færð að keyra í smá stund og ég fæ of hraðan hjartslátt í hálftíma. VÓ! HVER SETTI ÞENNAN VEGG ÞARNA?? Hei! Hvað varð um heila svínið og kjúklinginn, svo ekki sé minnst á hamstrana mína tólf? Það er mjög spennandi að Lóa geti sest upp sjálf. Ætli það ekki. Bráðum fer hún að labba og svo hlaupa! Hvað með það? Pældu í því! Tveir foreldrar... ÞRÍR krakkar að elta... Einhver mun alltaf komast upp með eitthvað! Jááááááá... LÁRÉTT 2. óskipt, 6. umhverfis, 8. mánuður, 9. poka, 11. tveir eins, 12. umstang, 14. drykkjarílát, 16. skóli, 17. vafi, 18. umfram, 20. pfn., 21. tútta. LÓÐRÉTT 1. samsull, 3. í röð, 4. peningar, 5. tala, 7. græn baun, 10. slit, 13. atvikast, 15. göngulag, 16. skraf, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. allt, 6. um, 8. maí, 9. mal, 11. uu, 12. stúss, 14. bikar, 16. ma, 17. efi, 18. auk, 20. ég, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. gums, 3. lm, 4. lausafé, 5. tíu, 7. matbaun, 10. lúi, 13. ske, 15. rigs, 16. mas, 19. ku. Piparsveinninn varð fjögurra barna faðir Magnús Geir Þórðar- son eignaðist frum- burðinn Árna Gunnar í janúar og heldur tvö heimili með konu sinni, Ingibjörgu Ösp Stefáns- dóttur, og þremur stjúpbörnum. Annað heimilið er á Akureyri og hitt í Reykjavík. Hreint vatn er ekki sjálfsagt Úttekt Fréttablaðsins: Margvísleg áform um fram- kvæmdir og ferðaþjónustu í nágrenni Reykjavíkur geta haft áhrif á vatnsverndarsvæði borgarbúa. HEFUR UNNIÐ FLESTAR EDDUR Ragna Fossberg hefur unnið fleiri Eddur en nokkur annar listamaður. Hún hefur staðið vaktina hjá RÚV í 42 ár, unnið við 30 bíómyndir og fengið 5 Edduverðlaun. Ragna segist hlakka til að setjast í helgan stein eftir tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ Ómissandi hluti af góðri helgi Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is Á mínum yngri árum leið vart sú vika þar sem móðir mín lét ekki athuga- semd falla í þá veru að ég væri ekki nægi- lega vel klæddur. Þetta var vitaskuld gert af væntumþykju en ég lét þetta samt sem áður fara nokkuð í taugarnar á mér. Rétt eins og það þegar hún krafðist þess að fá að kreista fílapenslana mína sem og mjög tíðar spurningar um matarvenjur mínar (sorrí mamma). Raunar er móðir mín alls ekkert hætt þessum athugasemdum en ég hef að vísu lært að klæða mig örlítið betur með árunum. Ekki mikið en örlítið. AF hverju nefni ég þetta? Jú, af því að það voru vorjafn dægur á miðvikudaginn sem þýðir að sá árstími er að renna upp þegar athugasemdir móðir minnar eru hvað algengastar. Vorið, forvitnilegasta árstíðin. Árstíðin þegar ég fer út í bol og jakka í fimm gráðu hita. Árstíðin þegar það er ekki alveg komið sumar en maður er orðinn svo spennt- ur fyrir sumrinu að maður ofnýtir hverja sólarglætu og leggur alltof mikla merk- ingu í minnstu hita sveiflur. Árstíminn þegar grillið er dregið fram, fuglarnir syngja, íslenski fótboltinn byrjar að rúlla og ég skoða Star Walk- appið í símanum mínum daglega til þess að fylgjast með því hvernig dagurinn lengist. Sólin er á lofti í 12 klukkutíma og 28 mínútur í dag og hefur dagurinn lengst um klukkutíma á tíu dögum. Bara svona ef einhver annar hefur áhuga. VORIÐ er tími eftirvæntingarinnar (van- metnustu tilfinningarinnar), undirbún- ingsins og spennunnar fyrir sumarið. Á vorin geturðu byrjað að dreypa á gæðum sumarsins án þess að ganga á þá takmörk- uðu auðlind sem hinir eiginlegu sumar- dagar eru. Það er heldur ekki sama pressa á manni að nýta dagana fáránlega vel eins og á sumrin. Þetta er eins og fyrstu tíu þúsund kallarnir eftir að þú vinnur 500 þúsund krónur á happaþrennu. Þeir skipta ekki svo miklu máli í stóra samhengi hlutanna og því er hægt að eyða þeim umhugsunarlaust áður en Meniga fer að segja þér að leggja peningana til hliðar. Ekki að ég þekki nokkurn sem hefur unnið meira en 200 kall á happaþrennu. JÁ, þetta vetrardæmi er komið gott og það er byrjað að vora. Það er orðið opinbert enda byrjaði úrslitakeppnin í körfunni í gær. Það er kominn tími til þess að stelpurnar skilji pelsana eftir heima og grafi upp sumarkjólana. Og að strákarnir skipti út frökkum fyrir bleisera og Timberland-skóm fyrir Con- verse. Það er sex gráðu hiti og sól úti. Ég er farinn í Nauthólsvík. Nauthólsvíkin kallar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.