Fréttablaðið - 22.03.2013, Page 56

Fréttablaðið - 22.03.2013, Page 56
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 „Þetta er í fyrsta sinn sem dans- tónverk Stravinskís eru sett á svið á Íslandi,“ segir Hanna Styrmis- dóttir, listrænn stjórnandi Listahá- tíðar í Reykjavík. „Og þessi upp- færsla á Vorblótinu og Petrúsku verður sú umfangsmesta á Listahá- tíð í ár. Hún er samvinnuverkefni Listahátíðar, Dansflokksins, Sin- fóníuhljómsveitarinnar og Hörpu. Dansflokkurinn og Sinfóníuhljóm- sveitin koma þarna saman í fyrsta sinn í Hörpu en sýningarnar á verkunum verða tvær, föstudaginn 24. maí og laugardaginn 25. maí.“ Í ár eru 100 ár síðan Vorblótið var fyrst sett á svið í Parísarborg. Sú uppfærsla er alræmd í listasög- unni, frumstæðar hreyfingar dans- aranna og ómstríð tónlistin hreyfðu heldur betur við áhorfendum, slags- mál brutust út og lögreglan var kölluð til að skakka leikinn. Lára Stefánsdóttir hefur samið nýtt dansverk við Vorblót Stra- vinskís en auk hennar eru list rænir stjórnendur þau Melkorka Sigríður Árnadóttir, Filippía Elísdóttir og Björn Bergsteinn Guðmundsson. Nálgun Dansflokksins á verkinu er „nútímaleg þar sem í brennidepli er lífsneistinn sem felur í sér þrár, von, hreinsun, og sköpunarorku“. Við Petrúsku verður flutt finnskt dansverk eftir Jorma Uotinen, einn fremsta danshöfund Norður- landa, nútímadansverk sem byggir á klassískum ballett. Verkið var frumsýnt árið 1994 af Finnska ball- ettflokknum og hefur verið sýnt víða um heim. „Þetta er mjög spennandi upp- færsla fyrir okkur og gaman að minnast þeirra tímamóta sem urðu 1913, ekki bara með verki Stravinskís heldur í fjölmörgum öðrum listgreinum,“ segir Hanna að lokum. - sbt Vorblótið á svið Umfangsmesta verkefni Listahátíðar í Reykjavík í vor er uppfærsla á tveimur af danstónverkum Stravinskís, Vorblótinu og Petrúsku. FJÖLMENNI Uppfærslan á Vorblóti og Petrúsku Stravinskís er sú umfangsmesta á Listahátíð í Reykjavík eins og myndin ber með sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt B m eð fy rir va ra u m p re nt vi l nt vi lu r. H ei m sf er ð i sksk r ás ki lja ilj a ilj sé r ré tt t l l e il le ið ré t g a g a tin g a á sl á u ík u. A th . A ð v e ð v að v g e rð g et ur bb r b re ys t re ys t re f á n f á v rir v rir v yr rarara .a.aa E N N E M M / S IA • N M 51 0 89 Flug frá kr. 19.900 Alicante Benidorm aðra leið með sköttum í apríl Kr. 88.900 Hótel Mediterraneo **** – með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hótel Mediterraneo í 8 nætur, með allt innifalið. Netverð á mann í tvíbýli með allt innifalið kr. 118.600. Sértilboð 30. apríl í 8 nætur. Opið frá kl. 11–20 alla daga Engihjalla og Granda 4 þykkir 115 g, stórir hamborgarar með brauði aðeins 999 kr. 999kr. pk 4 x 115 g Ham borgar ar og b rauð 998kr. pk Iceland kjúklin ganagg ar 1.389kr. kg Kjarnaf æði nau tgripah akk /Ú FÆ R[ M EIRA FYRIR PENI NGIN N Í ICEL AND Á EINSTÖKU VER[I KJÖT MÁLTÍ[ Á m eð an b irg ði r e nd as t

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.