Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 64
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 36 Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is skrifar frá Ljubljana. HM 2014 Í BRASILÍU FÓTBOLTI Ísland mætir í kvöld Sló- veníu hér í Ljubljana en leikurinn er liður í undankeppni HM 2014. Strákarnir eru í ágætum málum eftir fyrstu fjóra leikina en þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í kvöld til að halda í við hin liðin í toppbar- áttu riðilsins. Slóvenar eru þó með sterkt lið sem mætir til leiks í kvöld með nýjan þjálfara og væntingar um betri tíð en verið hefur undan- farin misseri. Lærisveinar Lars Lagerbäck ætla sér sigur í kvöld en þeirra fyrsta hlutverk verður að verjast. Þar mun mikið mæða á Ara Frey Skúlasyni sem hefur fest sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar, sem lengi hefur verið vandræðastaða í íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 25 ára Ari Freyr spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð í næstum sjö ár og lengst af hjá GIF Sunds- vall. Hann hélt ungur að árum til Heerenveen í Hollandi þar sem hann var í tvö ár áður en hann sneri aftur til Íslands árið 2006 og spilaði hálft tímabil með Val. Þeir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sem ekki fá tækifæri til að fylgjast náið með sænska boltanum hafa því fengið fá tækifæri til að sjá Ara Frey spila. Það var í raun ekki fyrr en Lars Lagerbäck tók hann inn í landsliðið fyrir rúmu ári að Íslendingar fengu tækifæri til að sjá hann spila á ný. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn koma í landsliðið og spila úr sinni stöðu,“ sagði Ari Freyr í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska landsliðsins í Ljubljana. „Ég var kannski ekki sá besti í upp- hafi en þetta hefur batnað hjá mér. Lars hefur verið duglegur að hjálpa mér og segja mér til og mér finnst ég í það minnsta hafa staðið undir þeim væntingum sem þjálfararnir gera til mín.“ Ari átti einn A-landsleik að baki áður en Lagerbäck tók við liðinu. Það var í æfingaleik gegn Íran árið 2009. Telur Ari að hann væri í landsliðinu nú ef þjálfari þess væri ekki sænskur? „Það er stóra spurningin. Það hefur örugglega hjálpað til að hann þekkir vel til félagsins míns og fylgist vel með sænsku úrvals- deildinni,“ segir Ari. „En ég hafði líka átt tvö mjög góð tímabil í röð og það hlýtur að hafa einhvern þátt í þessu.“ Ari Freyr spilar sem varnar- tengiliður hjá Sundsvall og segist njóta sín best í þeirri stöðu. „Ég er fyrst og fremst vinnusamur leik- maður en vil líka vera mikið í bolt- anum. Ég er dæmigerður íslenskur knattspyrnumaður að því leyti að ég gef aldrei eftir. Ég tel mig fínan spilandi leikmann þegar ég fæ að vera í minni stöðu,“ segir hann. „Hlutverkið mitt með landsliðinu er svo allt öðruvísi og er mjög krefj- andi. Við eigum líka marga leik- menn sem eru í frábærum liðum og þeir krefjast mikils af manni á æfingum. Maður þarf að standa undir þeim væntingum líka,“ segir Ari. Ég gef aldrei eft ir Ari Freyr Skúlason hefur í stjórnartíð Lars Lagerbäck fest sig í sessi sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, þrátt fyrir að hann hafi síðustu ár spilað sem varnartengiliður með liði sínu. „Vinnusemin er númer eitt hjá mér,“ segir hann. VINNUSAMUR Ari Freyr er bakvörður í íslenska landsliðinu en hefur spilað sem varnartengiliður í Svíþjóð í mörg ár. FRÉTTABLAÐIÐ/E. STEFÁN Kia Sorento EX Luxury Árgerð 2012, 197 hestafla dísilvél, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, ekinn 30 þús. km. Bakkmyndavél, dökkar rúður, fjarlægðarskynjarar, hiti í sætum, hraðastillir, kastarar, leðuráklæði, leiðsögukerfi, loftkæling, rafdrifið ökumannssæti, vindskeið/spoiler, þjófavörn o.fl. Gæða- bíll ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18og laugardaga kl. 12-16 Tilboðsverð 6.690.000 kr. Verð 7.330.000 kr. Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu 3. konsertmeistara frá og með starfsárinu 2013–14. Hæfnispróf fer fram 7. júní 2013 í Hörpu. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2013. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjöl- um, skulu berast til Unu Eyþórsdóttur, mannauðsstjóra (una@sinfonia.is). Einleiksverk: 1. Mozart fiðlukonsert (1. kafli með kadensu) nr. 3 í G-dúr, nr. 4 í D-dúr eða nr. 5 í A-dúr. 2. Tveir kaflar í einni af partítum eða sónötum J.S. Bachs fyrir einleiksfiðlu. 3. Rómantískur fiðlukonsert að eigin vali (1. kafli með kadensu). Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir þátttakendum að minnsta kosti tveimur vikum fyrir hæfnispróf. Nánari upplýsingar er að finna á www.sinfonia.is og hjá mannauðsstjóra (una@sinfonia.is) í síma 898 5017. www.sinfonia.is » Sími: 545 2500 FÓTBOLTI Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt að leikmenn endurtaki ekki mistökin sem þeir gerðu í æfingaleiknum gegn Rússlandi í síðasta mánuði. Ísland mætir Slóveníu ytra í undankeppni HM 2014 í kvöld. „Það eru allir heilir og allir gátu verið með á æf- ingunni í dag,“ sagði Lars í samtali við Fréttablaðið í Ljubljana í gær. Hann á ekki von á að breyta miklu í byrjunarliði sínu fyrir leikinn í kvöld. „Við vorum án nokkurra leikmanna gegn Rússlandi og því breytist það eitthvað en grunnhugmyndin er sú sama. Ég var ánægður með hvernig við vörðumst í þeim leik og tel reyndar að það sé það besta sem við höfum sýnt í heilum leik hingað til.“ Lagerbäck segist hafa fengið einhverjar upplýsingar um lið Slóvena sem spilar sinn fyrsta mótsleik í kvöld undir stjórn nýs þjálfara, Srecko Katanec. „Við vitum að það eru einhver meiðslavandræði í liðinu en það breytir í raun ekki miklu fyrir okkur. Við munum mæta vel undirbúnir til leiks, hvernig sem þeir spila.“ Verkefnið í kvöld verður erfitt enda Slóvenar með sterkt lið sem komst til að mynda þrívegis í úrslitakeppni stórmóts á tólf árum. „Á útivelli skiptir mestu að verjast vel. Ef það tekst tel ég sigurlíkur okkar fínar enda eigum við góða möguleika á að skora miðað við þá leikmenn sem við erum með. Ég vil að liðið spili góða vörn en taki svo skynsamlegar ákvarðanir þegar það fær boltann. Við lærðum það vonandi af leiknum gegn Rússum.“ - esá Eigum góða möguleika á að skora í kvöld SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.