Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 2
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Íslandskex er bragðgott kex sem hentar í öll mál fyrir þig. Veggjakrotsmálum fækkað um nær 90% Verulega dró úr veggjakroti á höfuðborgarsvæðinu eftir bankahrunið en nú er það aftur að aukast, segir sérfræðingur í þrifum. Sýnir að það virkar að veita vegglist góðan vettvang og stuðning eins og öðrum listgreinum segir miðborgarstjóri. 46 Fjöldi veggjakrots- mála hjá lögreglu árið 2012 og 2008 að líða alls ekkert veggja- krot hafi ekki skilað árangri. Það sem hafi skilað árangri sé að bjóða upp á góða staði þar sem þeir sem leggja stund á þessa listgrein fái að stunda sína list. Dæmi um það sé Hjartagarðurinn við Laugaveg. „Það þarf að veita þessari list- grein umhverfi og stuðning eins og öðrum. Hún þarf að eiga sinn vettvang,“ segir Jakob. Hann segir að nú þegar til standi að fara í upp- byggingu á Hjartagarðsreitnum þurfi að gæta þess að þeir sem fáist við veggjalist fái annan og jafn góðan vettvang missi þeir aðstöð- una í garðinum. brjann@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Veggjakrotsmálum sem tilkynnt hafa verið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur fækk- að um nærri 90 prósent á sex árum. Alls voru 46 mál tilkynnt til lög- reglu á síðasta ári, en 395 árið 2007. Tölurnar gefa skýra vísbendingu um að dregið hafi úr veggja- kroti, þótt tölur lögreglunnar segi ekki endilega alla söguna. Veggja- krotsmál eru ekki alltaf tilkynnt til lögreglu, og vegna samdráttar hefur frumkvæðisvinna lögreglu- manna dregist saman. Ýmsar skýringar gætu verið á fækkun veggjakrotsmála, segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Ein skýr- ingin gæti verið mikil verð hækkun á úðabrúsum sem eru notaðir við veggjakrotið. „Það dró verulega úr þessu eftir hrunið, en nú finnst okkur vera að bæta aftur í,“ segir Þorsteinn Pálmarsson, framkvæmdastjóri Allt-af sem sérhæfir sig meðal ann- ars í þrifum á veggjakroti. Hann segir erfitt að segja hvað valdi því að nú sé krotið aftur að aukast, en það blasi við þegar ekið sé um borgina. Hann segist merkja ákveðna breytingu frá því sem áður var, nú sé meira um einfalt krot en listrænar myndir. „Ég held að þetta sé rétt mat og endurspeglar þá sátt sem hefur náðst,“ segir Jakob Frímann Magnús son, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar. Hann segir tölurnar sýna að sú stefna borgarinnar á árunum 2007 395 Fjöldi veggja- krotsmála hjá lög- reglu árið 2007 2007 2008 2009 2010 2011 2012 GÖTULIST Í Hjartagarðinum við Lauga- veg hafa veggirnir verið skreyttir af listamönnum með leyfi eigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég held að tilkoma Hjartagarðsins, þar sem menn hafa fengið að stunda götulist nokkuð óáreittir, hafi minnkað þetta í þessu almenna rými sem fólk getur verið ósátt við,“ segir Páll Hilmarsson, sérfræðingur um götulist. „Það segir sig sjálft að ef fólk fær að stunda götulist á ákveðnum svæðum eru minni líkur á að það teikni annars staðar.“ LISTAMENN FÁ VETTVANG ÖÐRUVÍSI EGGJARÉTTUR 46 Friðrik V býður upp á frumlegan eggjarétt. TEIKNAR ÓVIÐEIGANDI AUGLÝSINGAR 48 Hugleikur Dagsson sér um auglýsingar í Ókeibæ. MÆTTI ÉG BIÐJA UM ÖRLÍTIÐ MEIRI LADDA 50 Ófeigur eft ir Ágúst Guðmundsson fær tvær stjörnur. SLITASTJÓRNIR HUNSA JÓHÖNNU 6 MARGRÉTI SVERRISDÓTTUR FINNST AÐ DÖGUN EIGI AÐ GREIÐA SKULD VIÐ SIG. 6 „Það eru okkur gríðarleg vonbrigði að ekkert frum- varp hafi verið lagt fram um Helguvík.“ 6 Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. HÆTTAN EYKST Á KÓREUSKAGA 8 LÖGREGLUMÁL Erlendur ferða- maður fannst látinn í neyðar- skýli í Dritvík á Snæfellsnesi síðdegis á fimmtudag. Lög- reglan á Akranesi rannsakaði vettvanginn, ásamt fulltrúum frá tæknideild lögreglunnar á höfuð borgarsvæðinu og komst að því að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Björgunarsveitarmaður í reglulegu eftirliti fann líkið. Talið er að um frönsku mælandi ferðamann sé að ræða sem hefur látist eftir 22. mars, að því er segir í tilkynningu. Lög- reglan á Akranesi biður þá að hafa samband sem telja sig geta veitt upplýsingar um mannaferðir í Dritvík síðustu daga. - sh Lýst eftir sjónarvottum: Fannst látinn í neyðarskýli UTANRÍKISMÁL Davíð Örn Bjarnason, sem hefur verið fastur í Tyrklandi frá því í byrjun mars, kemur heim til Íslands í dag. Sambýliskona hans segist ekki enn trúa því að hann sé að koma heim. Davíð Örn var eins og þekkt er orðið hand- tekinn á leið heim úr fríi í Antalya í Tyrk- landi, sakaður um að hafa ætlað að smygla forn munum úr landinu. Steininn sem hann var með í fórum sínum segist hann hafa keypt á markaði og ekki haft hugmynd um að hann væri forn- munur sem ekki mætti taka úr landi. Þóra Björg Birgis- dóttir, sambýliskona Davíðs, sagðist í sam- tali við Stöð 2 vera mjög ánægð með að maður hennar væri að koma heim. Fjölskyld- an bjó í Svíþjóð en Þóra og börnin þeirra þrjú komu heim til Íslands fyrr í mánuð- inum og hyggjast ekki fara aftur til Sví- þjóðar. „Maður trúir því ekki að hann sé að koma heim. Þetta er mjög skrýtið. Ég á örugglega ekki eftir að fatta að hann sé að koma fyrr en ég sé hann.“ Þóra og fjölskylda hennar eru í sumarbústað og hún segist gera ráð fyrir því að Davíð fari þangað í dag. - þeb Davíð Örn Bjarnason úr farbanni í Tyrklandi: Kemur heim í dag DAVÍÐ ÖRN OG ÞÓRA Davíð mun líkast til þurfa að fara til Tyrklands fyrir dómsuppkvaðninguna. FRÉTTIR 2➜8 SKOÐUN 10➜16 HELGIN 18➜34 SPORT 54 MENNING 44➜52 Elsa Sæný Valgeirsdóttir sló í gegn um síðustu helgi þegar hún varð Íslands- meistari í blaki með kvennaliði HK og þjálfaði auk þess karlaliðið til sigurs. Hún lét karlana í liðinu heyra það á eftirminnilegan hátt í leikhléi og kallaði spilamennsku þeirra „viðbjóð“. Stýrimaðurinn Aríel Pétursson er allt annað en sáttur við Eurovision-mynd- band Eyþórs Inga og félaga við lagið Ég á líf. Hann segir það hneykslanlegt og kollvarpa öllu sem menn viti um sjávarútveg. Fráleitt sé að slægja karfa. Leikarinn Damon Younger, eða Ás- geir Þórðarson, varðist ásökunum um líkamsárás fyrir dómi í vikunni. Hann kvaðst hafa slegið mann í nauðvörn og alls ekki vera neinn boxari, þótt hann hefði reyndar verið með „six-pack“ þegar átökin urðu. Erla Bolladóttir fékk uppreisn æru– eða alltént vísi að henni– í vikunni þegar skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinns- málið var gerð opinber. Hún íhugar nú að kæra nauðganir í Síðumúlafangelsi. HUGMYNDAFRÆÐI Á HAUS 10 Þorsteinn Pálsson um Evrópumál. BLESSUÐ VELFERÐIN 11 Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufásprestakalli, um siðferðilegar forsendur velferðar. FJÁRFESTING TIL FRAMTÍÐAR 12 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, um efnahagsmál. FIMM Í FRÉTTUM SLÆGÐUR KARFI, SIX-PACK OG VIÐBJÓÐUR ➜ Ásgerður Jóna Flosadóttir í Fjölskylduhjálpinni tók sér stöðu með þingkonunni Vigdísi Hauksdóttur og kvaðst ekki skilja hvernig jafnfátæk þjóð og Íslendingar gæti séð af fjár- munum í þróunaraðstoð fyrir blásnauð Afríkuríki. EF VIÐ HÖLDUM ÁFRAM Á SÖMU BRAUT VERÐUR SVIGRÚM TIL UPPBYGGINGAR 26 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill uppbyggingu sem byggir á stöðugleika en ekki risastórum lausnum. SJÓNARHORN FRÁ UPPHAFI ALHEIMSINS 30 Alheimurinn virðist 100 milljónum eldri en talið var. FANGAR ATHYGLI ALHEIMSINS 32 Indverski sandlistamaðurinn Sudersan Pattnaik býr til stór mynd- verk á ströndinni. ROTAÐIST EN HÉLT SAMT ÁFRAM AÐ SPILA 54 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir leikstjórnanda sinn Justin Shouse vera langharðasta leikmanninn sem hann hafi komist í kynni við á ferlinum. Stjarnan mætir Snæfelli í undanúrslitunum. KRAKKAR 34 KROSSGÁTA 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.