Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 30
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is FÆÐING HEIMSINS Í NÝJU LJÓSI Mælingar Plancks, gervitungls Geim- vísindastofnunar Evrópu (ESA), á örbylgjukliðnum svokallaða, sem er elsta ljós alheimsins, eftirgeislun sem stafar frá Miklahvelli sjálfum, leiða í ljós að alheimurinn þandist út billjónbilljónbilljónfalt (1036) á einu augabragði. Planck sýnir okkur einnig að alheimurinn inniheldur minna af hinni mjög svo torskildu hulduorku og þeim mun meira af hulduefni en áður var talið. Elsta ljós alheimsins: Kliðurinn sýnir okkur alheiminn eins og hann leit út aðeins 380.000 árum eftir Miklahvell, löngu fyrir tíma stjarna og vetrarbrauta. Meðal þess sem fram hefur komið er að alheimurinn er um það bil 100 milljón árum eldri en áður var talið. Uppbygging alheimsins: Fyrir Planck- verkefnið Eftir Planck- verkefnið: Hefðbundið efni 4,5% 4,9% Hulduefni 22,7% Hulduefni 26,8% 1 Miklihvellur: Alheimurinn verður til og þenst út, hraðar en ljósið sjálft dregur, við hundrað billjóna billjóna billjóna (1031) gráðu hita. Hulduorka 72,8% Hulduorka 68,3% 6 200 milljónum ára eftir Miklahvell: Fyrstu stjörnurnar og vetrar- brautirnar verða til. 7 Níu milljörðum ára eftir tilurð alheimsins: Sólin verður til þegar gasský og rykský falla saman í vetrarbrautinni okkar. Jörðin verður svo til úr afgangs- efninu, fyrir um 4,6 milljörðum ára. 8 Nútíminn: 13,82 millj- örðum ára eftir Miklahvell. 2 Einni sekúndu síðar: Hitastigið fellur niður í tíu milljarða gráða. Frumeindakjarnar; rót- eindir, rafeindir og ljóseindir, taka að myndast. 4 380.000 árum eftir Miklahvell: Hitinn fellur niður í 2.700 gráður. Vetnisatóm myndast, sem gerir ljósi kleift að ferðast óhindrað í fyrsta sinn. Bakgrunnsgeislun losnar úr læðingi og gerir mannkyni mögulegt að sjá aftur til þess tíma. 5 Hinar myrku aldir: Stjörnur hafa ekki enn orðið til, hér er ekkert ljós nema það sem varð til við bakgrunnsgeislunina. 1 2 3 4 5 6 7 8 Myndir: Evrópska geimferðastofn- unin, NASA, AFP/Getty Images © GRAPHIC NEWS Ísland á sinn fulltrúa í Planck-verkefninu en Jón Emil Guðmundsson, doktorsnemi í eðlisfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, tók þátt í gagnaúrvinnslu frá Planck-gervitunglinu. „Ég byrjaði að vinna í hóp sem tengdist prófessor hér. Hann hefur verið tengdur Planck-verkefninu í langan tíma og vann meðal annars að því að hanna ljósnemana sjálfa. Í gegnum hann fékk ég rétt til að vinna úr gögnunum og ég hef verið að gera það síðustu þrjú ár,“ segir Jón Emil í samtali við Fréttablaðið. Hann segir verk- efnið spennandi og telur sig heppinn að hafa fengið að taka þátt í því. „Mitt hlutverk tengdist því að skilja hvernig sjónaukinn bregst við ljósi, en allar niðurstöðurnar byggja á því að vita hvernig hann bregst við ljósafli frá mismunandi áttum. Það er ekki fyrr en við skiljum það til hlítar að við getum byrjað að leiða út niðurstöður. Þetta er frumgagnavinnsla en svo eru það prófessorarnir sem eru komnir hvað hæst upp metorðastigann sem reikna út loka- niðurstöðuna.“ Aðspurður hvort segja mætti þá að hann væri eins konar starfs- maður á plani játar hann því hlæjandi. „Já, ætli það ekki. Í þessum virðingarstiga að minnsta kosti, enda er ég bara nemi. En það er mjög gaman að fá að komast inn í þetta verkefni og fá að vera með í þessum stóra hópi.“ Nú hefur um helmingur gagnanna úr Planck-verkefninu verið birtur og talsvert eftir að vinna úr þeim. Jón Emil segir að stefnt sé að því að ljúka þeirri vinnu sumarið 2014 og hann muni sennilega vinna eitthvað að málinu þangað til. „Það er sitthvað í þessu rannsóknum sem á eftir að vera í um- ræðunni næstu árin og margt athyglisvert sem enn er ógert.“ Íslenskur „starfsmaður á plani“ í tíma- mótaverkefni um upphaf alheimsins Margt má læra af elsta ljósi alheimsins, örbylgjukliðnum, en það gefur vísinda-mönnum nútímans innsýn í hvernig alheimurinn leit út skömmu eftir að hann varð til úr Miklahvelli fyrir um 13,8 milljörðum ára. Planck, gervihnetti Geimvís- indastofnunar Evrópu, var skot- ið á loft árið 2009 og fram til síð- asta árs mældi hann ljósstyrk og skautun frá örbylgjukliðnum með nákvæmari hætti en áður var hægt, til þess að kortleggja efnisþéttleika alheimsins í heild sinni. Þarna er því, í stuttu máli sagt, lesið í ljóseindir sem hafa ferðast um óravíddir alheimsins í rúmlega þrettán milljarða ára áður en mæli- tæki Plancks námu þau. Max Tegmark, prófessor við MIT, hefur líkt þessum niður stöðum við að ákvarða upphaf slagsmála. „Ef þú kemur inn þegar allt er í háalofti er erfitt að sjá hvernig lætin byrj- uðu en ef þú komst inn nokkrum sekúndum eftir að allt byrjaði ætti framvindan að liggja ljósar fyrir.“ Styður kenningar og vekur fleiri spurningar Helstu niðurstöðurnar að þessu sinni festa í sessi þá grundvallar- hugmynd sem vísindamenn höfðu gert sér síðustu tuttugu ár eða svo um tilurð alheimsins í Miklahvelli. Þó virðist sem aldur alheims- ins hafi hingað til verið eilít- ið van metinn, eða um allt að 100 milljónum ára. Eins kom í ljós að al- heimurinn innihélt minna en áður var talið af svokallaðri hulduorku, en þeim mun meira af hulduefni og venjulegu efni sem stjörnur, vetrar- brautir og lífverur eru gerðar úr. Venjulegt efni er um 5% af inni- haldi alheimsins. Vilja geta spáð fyrir um frávik Vísindasamfélagið hefur fagnað þessum niðurstöðum, eins og við var að búast. Niðurstöðurnar að þessu sinni taka aðeins til um helm- ings þeirra gagna sem Planck afl- aði. Seinni hlutinn er nú til rann- sóknar og er niðurstaðna að vænta sumarið 2014. „Okkar lokatakmark væri að geta smíðað nýtt módel sem gæti spáð fyrir um frávik og tengt þau saman,“ segir George Efstathiou, prófessor við Cambridge-háskóla sem er einn af forystumönnum Planck-verkefnisins. „En við erum aðeins á upphafsmetrunum hingað til og vitum ekki hvort það verði mögulegt og hvers konar eðlisfræði við myndum þurfa til að greina þau. En það er einmitt það sem gerir þetta svo spennandi.“ Heimildir: Stjörnufræðivefurinn og NY Times Sjónarhorn frá upphafi alheimsins Geimvísindastofnun Evrópu kynnti í síðustu viku fyrstu niðurstöður rannsókna sem byggja á gögnum úr Planck-gervitungl- inu. Skoðun á svokölluðum örbylgjuklið sýnir heiminn eins og hann leit út 380.000 árum eftir Miklahvell og styður kenn- ingar um tilurð alheimsins en leiðir margt fróðlegt í ljós. Alheimurinn virðist vera 100 milljónum ára eldri en áður var talið. 3 100 sekúndum síðar: hitinn fellur niður í 1 milljarð gráða. Öreindir og geislun tengjast saman. SKOÐAR ALHEIMINN Jón Emil Guð- mundsson, doktorsnemi í eðlisfræði. Tók þátt í Planck- verkefninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.