Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 66
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 50 BÍÓ ★★ ★★★ Ófeigur gengur aftur Leikstjóri Ágúst Guðmundsson LEIKARAR: LADDI, GÍSLI ÖRN GARÐARS- SON, ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR. Ófeigur (Laddi) var ógæfumaður sem naut óspart lífsins lystisemda án þess að taka mikið tillit til sinna nánustu, áður en hann hitti fyrir manninn með ljáinn. Fyrir ein- hverra hluta sakir villist Ófeigur á leið inn í eilífðina og sest upp hjá dóttur sinni og unnusta henn- ar (Ilmi og Gísla Erni). Það er útgangspunktur myndar- innar en það er erfitt að henda nákvæmlega reiður á því að hverju Ófeigur stefnir. Hann er eina stundina gamall spaði sem þráir ekkert annað en konur og vín, aðra er hann faðir fullur eftirsjár yfir framferði sínu í lifanda lífi og svo verður hann gagntekinn af því að stýra lífi dótturinnar og tengda- sonarins. Samtölin í myndinni eru ekk- ert sérstaklega meitluð en nokk- ur fyndin atriði er að finna inni á milli og í sumum fá tilfinningar að ráða för. Þetta er draugamynd, en stundum er eins og myndin viti ekki alveg hvort hún vilji hræða mann eða ekki. Einu skiptin sem maður fær þó virkilega gæsahúð er þegar fólkið sem Ófeigur tekur sér bólfestu í gerir tilraun til að „taka Ladda“. Það eru sannarlega óhugguleg augnablik. Að þeim atriðum undanskildum komast leikararnir nokkuð vel frá sínu. Laddi er alltaf Laddi og skil- ar nákvæmlega því sem hann á að skila. Ófeigur hefði að ósekju mátt vera meira í forgrunni, bæði til að skila persónunni betur til áhorf- enda og til að leyfa Ladda að gera það sem hann gerir best, bulla og vera fyndinn. Þá standa þau Gísli Örn og Ilmur sig vel í sínum hlut- verkum og ná oft ágætlega til áhorfenda. Í myndinni er draugagangur færður upp á tjaldið með töfrum stafrænnar tækni, almennt með ágætum árangri. Ekki beint á Hollywood-skala en það er greini- lega gróska í brellugerð í íslensk- um kvikmyndum og vonandi að sú kunnátta og hæfileikar sem þegar eru til staðar muni koma til með að þroskast og springa enn betur út á komandi árum. Þegar allt kemur til alls mun Ófeigur gengur aftur örugglega höfða vel til einhverra. Þegar litið er til þess að hér er mynd eftir einn ástsælasta kvikmyndagerð- armann landsins, með leikarahóp sem samanstendur af holdgervingi íslenskrar fyndni síðustu 40 árin eða svo, einni allra bestu gaman- leikkonu síðari ára og einhverjum dáðasta leikara og leikhúsmanni Íslands og þó víðar væri leitað, hefði niðurstaðan þó getað orðið annað og meira en sæmileg mynd sem seint verður talin í í hópi klassískra íslenskra kvikmynda. Þorgils Jónsson NIÐURSTAÐA: Ófeigur gengur aftur höfðar örugglega til einhverra, enda er Laddi þarna að gera það sem hann gerir best og það mætti sjást meira af honum. Þetta verður þó seint talin klassík. Mætti ég biðja um örlítið meiri Ladda? ➜ Einu skiptin sem maður fær þó virkilega gæsa- húð er þegar fólkið sem Ófeigur tekur sér bólfestu í gerir tilraun til að „taka Ladda“. Það eru sannarlega óhugguleg augnablik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.