Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 26
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Tímamót urðu í sögu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í febrúar. Þá steig Stein-grímur J. Sigfússon, sem verið hafði for- maður frá stofnun flokksins, til hliðar og varaformaðurinn, Katrín Jakobsdóttir, tók við. Óhætt er að segja að hægt sé að taka við flokki við betri skilyrði en Katrín gerði. Fylgið er komið niður fyrir 10 prósent en flokkur- inn hlaut yfir 20% í síðustu kosn- ingum. Katrín segir að fólk verði þó að hafa í huga að þær kosning- ar hafi verið afbrigðilegar. Þær hafi verið beint eftir hrun og slíkt fylgi sé óvenjumikið fyrir flokk af tegund Vinstri grænna. „Það hefur stundum verið sagt að kjarnafylgið okkar sé einhvers staðar þar sem við liggjum núna, í tæp- lega 10 prósentum. Það er hins vegar ljóst að við þurfum að tala skýrar um okkar stefnu. Hreyfingin á fylginu er hins vegar mikil á milli flokka, þó að við höfum verið á svipuð- um stað í könnunum síðan um áramót. Fylgið endur- speglar líka erfitt kjör- tímabil. En núna er kannski fyrst ráðrúm til að teikna upp framtíðarsýn í íslenskum stjórnmálum. Eftir öll áföllin höfum við tekið mörg hænufet á leið út úr ástandi sem jaðraði við þjóðargjaldþrot. Þetta hafa verið mjög óvenjulegir tímar og að einhverju leyti voru vænt- ingar til okkar mjög miklar. Auð- vitað endurspeglar fylgið ákveðin vonbrigði í kjölfar mikilla vænt- inga.“ Breytt atvinnuumræða Katrín segist hins vegar heilt yfir nokkuð sátt þegar hún lítur yfir kjörtímabilið. Tekist hafi að vinna landið út úr efnahagskreppunni á félagslegan hátt. Í mörgum öðrum Evrópuríkjum hafi verið farið út í einkavæðingu og einkarekstur, en það hafi ekki verið gert hér. Farið hafi verið í breytingar á skatt- kerfi og þrepaskiptingu komið á, enda hafi jöfnuður aukist hér á landi en minnkað mjög á Írlandi, svo dæmi sé tekið. „Það varð vissulega niðurskurð- ur, sem er ekki óskastaða fyrir vinstri flokka sem vilja verja grunnstoðir samfélagsins, svo sem heilbrigðisþjónustu, mennta- kerfið og löggæsluna. Hann varð þó minni þar en annars staðar. Mér finnst við líka hafa unnið mjög mikið verk með því að breyta umræðunni um atvinnu- uppbyggingu á kjörtímabilinu og ég held að það eigi eftir að skila sér langt inn í framtíðina. Það hefði verið mjög freistandi fyrir margar ríkisstjórnir að fara í stórar álversframkvæmdir – og margir vildu það. Við höfum verið sökuð um stöðnun í atvinnumálum, en staðreyndin er sú að við höfum unnið jafnt og þétt á atvinnu- leysinu. Árið 2009 fórum við í kort- lagningu á hag- rænum áhrif- um skapandi greina, hvaða störf yrðu til í kringum listir og menningu. Niðurstöðurnar komu árið 2010, 189 milljarða velta í þessum greinum og skyndilega eru allir flokkar farnir að tala um að skapandi greinar séu hluti af öflugu atvinnulífi. Við höfum stutt við rannsóknir og þróun í þekkingargreinum og einnig við nýsköpun. Þetta getum við sagt: Við erum búin að gjörbreyta allri umræðu um atvinnulífið frá því fyrir tíu árum þegar rætt var um Kára- hnjúka. Nú er fólk í alvöru farið að tala um fjölbreytni og í alvöru farið að tala um nýsköpun. Þegar við fundum svigrúm, til að mynda með arðgreiðslum úr bönkum, þá var það nýtt til innspýtingar. Það er vinstripólitík að ríkið spýti fjár- munum í hagkerfið til að efla vöxt og gera það til dæmis í gegnum rannsóknarsjóð, tækniþróunar- sjóð og skapandi greinar. Vinstri græn hafa alla tíð lagt áherslu á fjölbreytni í atvinnulífi, þar á meðal sjávarútveg og land- búnað, en líka „eitthvað annað“ eins og það hét þegar stóriðju- umræðan var sem mest. Á þessu kjörtímabili höfum við sýnt fram á hvað þetta eitthvað annað er.“ Katrín er sérstaklega ánægð með að flokkurinn hafi náð Rammaáætlun í gegnum þing- ið og einnig nýjum lögum um náttúru vernd. Þau muni ger- breyta umhverfi náttúruverndar hér á landi. Meira af því sama Við höfum rætt nokkuð um verk ykkar í ríkisstjórn. Það er kannski ekki að ástæðulausu, þar sem þið talið um að halda áfram því verki sem þið hafið unnið. Náið þið til kjósenda með það? „Við teljum að með okkar verk- um höfum við náð ákveðnu jafn- vægi. Við stefnum ekki að skatta- hækkunum og ef svigrúm skapast er kannski ástæða til að fara jafn- vel niður á við. Við leggjum hins vegar áherslu á að halda ekki áfram á braut niðurskurðar en hefja nú uppbyggingu. Við höfum barist við að ná frumjöfnuði í ríkisfjármálum. Við liggjum lágt núna þegar kemur að frumgjöldunum, en það er mælikvarði sem notaður er til að sjá umfang samneyslunnar. Ef við miðum við raunhæfan hag- vöxt, 2% sem miðast við spá Hag- stofunnar, liggur leiðin upp á við. Við höfum náð ákveðnum stöðug- leika og það hefur myndast svig- rúm til að styrkja grunnstoðirnar, eins og heilbrigðiskerfið.“ Það þýðir bara aukið fjármagn? „Já, það þýðir það. Við teljum að ef við höldum áfram á sömu braut skapist svigrúm í ríkis- rekstrinum upp á 50 til 60 millj- arða á næstu árum. Þá erum við ekki að tala um hvað kann að skila sér í óreglulegum tekjum, eins og verðfellingu krónueigna, heldur bara það svigrúm sem skapast með því að viðhalda stöðugleik- anum í efnahagslífinu. Það er líka ljóst að við horfum á þá aðferðafræði sem við höfum beitt í skattkerfinu og með því að leggja á auðlindarentu, svo dæmi sé tekið. Það er liður í okkar póli- tík að auðlindir séu sameign þjóðar innar og menn greiði ákveð- ið gjald fyrir nýtingu þeirra. Hitt stóra verkefnið í efna- hagsmálum er að greiða niður skuldir þjóðarbúsins. Ég hef ekki orðið vör við að mikið sé talað um það í kosningaloforðum annarra flokka. Það er hins vegar eitt af stóru málunum til framtíðar. Það sér það hver maður að þegar við erum með ríkisútgjöld upp á ein- hverja 500 milljarða þá er 90 milljarða árlegur kostnaður við vaxtagjöld allt of mikill.“ Fólk er þreytt Þið eruð í raun að boða meira af því sama. Mun það ná til kjósenda sem vilja kannski skyndilausnir á sínum vanda? „Það er ekki hægt að fara í ein- hverja loforðasúpu, það er bara þannig. En það er auðvitað mikil þreyta í fólki eftir átök síðustu ára. Fólk vill fá jákvæðar frétt- ir og gylliboð gætu virkað freist- andi enda koma þau beint inn í umræðu sem síðustu ár hefur í raun og veru verið yfir og allt um kring, en það er að bæta kjör almennings í landinu. Og það þarf að bæta stöðu heimilanna í landinu og kjör almennings. Það er full ástæða til bjartsýni um að það muni tak- ast og við höfum reynt að horfa á tekjulægstu hópana, en þeir hafa kannski orðið út undan í umræðunni. Mikið hefur verið rætt um þá sem hafa átt í erfið- leikum með að greiða af skuldum sínum og þeirra vandi er vissu- lega mikill. En það er líka stór hópur sem hefur ekki einu sinni fengið lán sem er að berjast á hræðilega erfiðum leigumark- aði. Við höfum ekki leyst það við- fangsefni og það kallar á heildar- endurskoðun á húsnæðiskerfinu. Þar hafa stjórnmála flokkarnir mjög ólíkar hugmyndir. Þar leggjum við áherslu á húsnæðis- stefnu sem byggir á því hvernig við getum með raunhæfum hætti horfið frá séreignastefnunni sem eina norminu í samfélaginu. Því það er svo verulegur hluti fólks sem hefur sýnt sig á síðustu árum að hefur ekki efni á að kaupa sér þak yfir höfuðið og á enga val- kosti. Það situr kannski fast í mjög dýru leiguhúsnæði og á enga valkosti að leigja í ódýrri leigu á meðan það safnar. Það er ekki val. Það er búið að vinna heilmikið í því og svo höfum við í VG unnið stefnumótun líka sem byggir á því að skoða hlutverk Íbúðalánasjóðs og hvernig megi koma til móts við þess hópa. Við viljum líka halda áfram jafnlaunaátakinu sem hófst með hjúkrunarfræðingum. Kyn- bundinn launamunur hefur í raun aukist og atvinnuleysi kvenna er orðið meira en karla. Við viljum horfa sérstaklega á kvennastétt- irnar á næstu árum og lyfta þeim. Ef við höldum kúrs er ástæða til bjartsýni. Munurinn frá síð- ustu kosningum er að nú er maður ekki að spá neinni niðurleið, held- ur erum við komin áleiðis upp brekkuna.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is 15,2% 2013 ➜ Fylgi Vinstri grænna frá síðustu kosningum 25% 20% 15% 10% 5% Ko sni ng ar 25 .4. 20 09 15 .10 .20 09 7.1 .20 10 18 .3. 20 10 23 .9. 20 10 19 .1. 20 11 5-6 .4. 20 11 8.9 .20 11 7-8 .12 .20 11 8-9 .2. 20 12 11 -12 .4. 20 12 23 -24 .5. 20 12 16 -17 .1. 20 13 30 -31 .1. 20 13 27 -28 .2. 20 13 13 -14 .3. 20 13 28 .7. 20 09 24 .2. 20 11 treysta Katrínu Jakobsdóttur best til að leiða ríkisstjórn sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá 27. og 28. febrúar. 21,7% 18,8% 19,2% 24,6% 17,7% 9,2% 20,6% 12,4% 7,3% 25,6% 13,7% 11,4% 16,5% 8,0% 15,7% 8,6% 7,1% 27.1.2013 Icesave- dómur fellur 23.2.2013 Katrín kjörin formaður Verðum að bæta kjör almennings Vinstrihreyfingin – grænt framboð er í fyrsta sinn að ljúka kjörtímabili sem ríkisstjórnarflokkur. Katrín Jakobsdóttir formaður segir Frétta- blaðinu frá því að félagsleg sjónarmið hafi stýrt uppbyggingunni eftir hrun. Svigrúm sé til að bæta kjör fólks og styrkja grunnstoðirnar. 11,8% „VG hafa staðið fyrir fjölbreytni í atvinnu- málum. Ef við horfum á Bakka, sem við höfum verið gagnrýnd fyrir, má ekki gleyma að sú framkvæmd sýnir fráhvarf frá stóriðjustefnunni til meðalstórs iðnaðar. Þar er verið að nýta virkjanakosti í nýtingarflokki rammaáætlunar þó að ég telji það sjálfsagt mál að framkvæma nýtt umhverfismat vegna Bjarnarflags.“ ➜ Nýtt umhverfismat á Bakka FORMAÐURINN Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græn fyrst og fremst horfa til vinstri varðandi stjórnarsamstarf. Stór- virkjana- og skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé ekki heillandi kostur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Skattkerfið „Við viljum þrepaskipt skattkerfi að norrænni fyrirmynd til að dreifa byrðunum og tryggja tekjuöflun.“ 2 Einkavæðing ríkisfyrirtækja „Það hafa verið uppi hug- myndir um sölu á Lands- virkjun og annað slíkt sem er ekki í boði.“ 3 Rammaáætlun „Við viljum ekki hreyfa við Rammaáætlun og þeirri góðu vinnu sem að baki henni liggur.“ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.