Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 34
FÓLK| SÍUNGUR „Ég held að eftirlaunaaldur hefjist almennt of snemma því lífið stoppar ekki á 67. afmælisdaginn.” PRAKKARI Gunnar segist hafa verið rótlaus í æsku og ekki vitað hvað hann ætlaði að gera í lífinu. Tónlistin hafi óvænt orðið hans hlutskipti. MYND/VALLI „Ég held að eftirlaunaaldur hefjist almennt of snemma því lífið stoppar ekki á 67. afmælisdaginn. Starfsævin er að lengjast og fleiri við betri heilsu fram eftir aldri en áður. Ég er allavega hraustur og kvikk og í þannig starfi að á meðan hausinn er í lagi get ég haldið endalaust áfram.“ DRAMATÍK Í SKÁLHOLTI Eftir að hafa samið popptónlist í ára- tugi byrjaði Gunnar að hlusta á óperur og hreifst mjög af. „Þá var mig farið að langa að skapa eitthvað viðameira en þriggja mínútna popplög og hugsaði hve skemmtilegt það væri að semja eins og eina óperu,“ segir Gunnar, sem fékk rithöfundinn Friðrik Erlingsson til að semja texta við óperuna en saman hafa þeir unnið að verkinu síðastliðin þrjú ár. Óperan segir frá dramatískum atburðunum í Skálholti 1661 þegar Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskups- dóttir eignaðist barn þrátt fyrir að hafa svarið þess eið að vera hrein mey. „Söguþráðinn vildi ég hafa íslenskan og þótti sagan passa vel við óperuformið,“ segir Gunnar. Ópera Gunnars er ríflega tveggja tíma löng og verður frumflutt í konsert- formi á íslensku af átta einsöngvurum, kór og sinfóníuhljómsveit í Skálholti dagana 7., 8. og 9. september. „Ég er ánægður með útkomuna og hlakka til að flytja hana. Ég spilaði ný- verið í skírnarveislu nærri Skálholti og þá sagði einn veislugesta: „Það verður enginn friður í Skálholti fyrr en búið verður að laga þetta með hana Ragn- heiði; hvernig farið var með hana“. Það þótti mér bæði skemmtilegt og við- eigandi.“ PÁSKAEGG Á AKUREYRI Um páskana verður Gunnar við spila- mennsku norður á Akureyri. „Þar hef ég undanfarna páska séð um undirleik og útsetningu fyrir Óskar Pétursson sem í dag heldur sína árlegu páskatónleika í Hofi. Ég er nú enginn skíðamaður en tek mér kannski bíltúr upp í Hlíðarfjall og skoða mannlífið því ekkert verður flogið heim á páskadag,“ segir Gunnar og kveðst ekki vera kirkjurækinn um hátíðar. „Ég er svona dæmigerður Íslend- ingur í þjóðkirkjunni sem sækir sjaldan messur. En ég er mikill súkkulaðimaður og fæ mér páskaegg á páskum. Það til- heyrir.“ ■ thordis@365.is PÁSKA BRUNCH Á PÁSKADAG OG ANNAN Í PÁSKUM Sigtún 38 / 105 Reykjavík / Sími: 514 8000 / Fax: 514 8030 / E-mail: info@grand.is / www.grand.is Komdu með fjölskylduna í brunch um páskana. Páska brunch er frá kl. 11:30 til 14:00. Verð 4.100 krónur Pantanir í síma 514 8000 Mjúkar fermingargjafir Gjöfin sem gefur ár eftir ár Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Áttablaðarós rúmföt Verð 12.980 kr 8.990 kr 100% Pima bómull Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.