Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 62
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 46
Nýr aspas með andareggja og
blóðappelsínu hollandaise
Fyrir fjóra
1 gott búnt grænn aspas (fæst í öllum
betri búðum, á þessum árstíma, yfirleitt
frá S-Ameríku)
1 blóðappelsína (fæst í öllum betri
búðum, á þessum árstíma, yfirleitt frá
S-Ameríku)
2 rauður úr andareggjum (þessi egg eru
fáanleg núna í betri verslunum– ath.
það má nota hænuegg, þau eru bara
um 30% minni)
200 g smjör
1 plata smjördeig (fæst frosið í flestum
stórmörkuðum)
Skerið smjördeigið í fjóra jafnstóra
hluta. Gatið deigið og penslið með
hvítunum úr eggjunum. Bakið í
200°C heitum ofni í 10-15 mínútur
eða þar til deigið lítur út eins og
fallegir koddar.
Bræðið smjörið, þeytið eggjarauð-
urnar yfir vatnsbaði þangað til þær
eru loftkenndar og fallegar, hrærið
þá smjörinu varlega saman við og
bragðbætið með safanum og berki
úr blóðappelsínunni. Látið standa
meðan aspasinn er flysjaður hálfa
leið, neðsti parturinn er skorinn frá
áður en aspasinn er soðinn í söltu
vatni í þrjár til fjórar mínútur.
Skerið smördeigskoddann í tvennt
eins og rúnstykki og setjið botninn
á disk. Raðið aspasnum ofan á og
hellið sósu yfir áður en efri parturinn
er settur á og rétturinn borinn fram.
Öðruvísi
eggjaréttur
Páskaegg eru á flestra borðum á páskadag. Þó
að þessi úr súkkulaðinu séu vinsælust er líka
flott að matreiða egg og bera þau fram á hátíð-
legan hátt. Það gerir Friðrik V. sem gefur hér
uppskrift að einföldum en framandi rétti.
MEISTARINN Friðrik V rekur sam-
nefndan veitingastað við Laugaveg 60.
LÉTTUR RÉTTUR Aspas, andaregg og appelsínusósa að hætti Friðriks V.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Rekstrarvörur
- vinna með þér
ALÞINGISKOSNINGAR 27. APRÍL 2013
Framboðsfrestur til alþingiskosninga 27. apríl 2013 rennur út
föstudaginn 12. apríl nk. kl. 12 á hádegi.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður tekur á móti framboðslistum þann
dag kl. 10-12 í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjarnargötu.
Á framboðslista skulu vera 22 nöfn frambjóðenda. Hverjum framboðslista skal fylgja
skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á
listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum
í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili.
Fjöldi meðmælenda skal vera 330 að lágmarki og 440 að hámarki.
Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn
kjósandans út í báðum/öllum tilvikum. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá
frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Allar framan-
greindar yfirlýsingar skulu ritaðar eigin hendi.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans,
stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.
Mælst er til að framboðslistum og listum yfir meðmælendur verði einnig skilað á rafrænu
formi.
Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari
breytingum.
Meðan kosning fer fram, laugardaginn 27. apríl nk., verður aðsetur yfirkjörstjórnar í
Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem talning atkvæða mun fara fram að kjörfundi loknum.
Reykjavík, 27. mars 2013
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður
AUGLÝSING FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN REYKJAVÍKURKJÖRDÆMIS
NORÐUR UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA OG FLEIRA