Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 78
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 62
Melkorka spilar með sveitinni á
næsta tónleikaári í einhvern tíma
en í lok reynslutímabilsins verður
svo ákveðið hver fær vinnuna.
„Þetta er raun bara eitt skref í
ferlinu en vissulega skref í rétta
átt og tilefni til að fagna. Það er
gríðarlegt framboð af frábærum
tónlistarmönnum í heiminum svo
ég er virkilega þakklát fyrir þetta
tækifæri og hlakka til að takast á
við næsta skref.“ alfrun@frettabladid.is
„Ég er auðvitað mjög glöð og
stolt yfir að fá tækifæri til að
spila í þessari frábæru hljóm-
sveit,“ segir flautuleikarinn Mel-
korka Ólafsdóttir. Hún hefur
hlotið reynslutíma hjá einni fræg-
ustu sinfóníuhljómsveit heims,
Lundúna fílharmóníunni.
Melkorka vinnur sem flautu-
leikari í Japan og sótti um í Lond-
on upp á von og óvon. Um 100
til 200 flautuleikarar sækja um
stöður á borð við þessa hjá sin-
fóníuhljómsveitum af þessari
stærðargráðu. Valið er úr hópi
umsækjenda og Melkorku var
boðið að koma til Lundúna og spila
í eins konar áheyrnaprufu. „Mér
var boðið að koma með stuttum
fyrirvara og ég var ekki viss um
að ég kæmist frá. Ég stend á haus
í undirbúningi fyrir einleiks-
tónleika og konsert með hljóm-
sveitinni minni hér í Japan. En
það vildi svo heppilega til að ég
átti einmitt þriggja daga frí frá
vinnu á þessum tíma,“ segir Mel-
korka sem flaug því yfir hálfan
hnöttinn, tuttugu tíma ferðalag
hvora leiðina á þremur dögum, og
spilaði.
„Þetta er með því klikkaðra
sem ég hef gert og ég borðaði ekk-
ert nema flugvélamat í þrjá daga.
Mér datt í raun ekki í hug að þetta
gæti mögulega gengið upp en
maður verður að grípa tækifærin
þegar þau gefast.“
Melkorka sér ekki eftir þessu
ferðalagi í dag enda var henni
í kjölfarið boðinn reynslutími
hjá Fílharmóníusveitinni ásamt
nokkrum öðrum, en það geta verið
allt að fimmtán manns sem eru á
reynslutíma í einu. Það þýðir að
Á reynslu hjá Lundúna-
fílharmóníunni
Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir spilar með Lundúna fílharmóníunni á
næsta tónleikaári til reynslu. Hún segist bæði stolt og glöð yfi r að hafa hreppt
þetta eft irsótta sæti en milli 100 og 200 fl autuleikarar sóttu um stöðuna.
STOLT OG
GLÖÐ Mel-
korka er mjög
þakklát fyrir að
fá tækifæri til
að spila með
Lundúna-
fílharmóníunni
þótt um
reynslutíma
sé að ræða en
hún segir það
vera skref í
rétta átt.
„Sigur reddar öllu.“
ÞESSI SKILABOÐ SETTI
GOLFARINN TIGER WOODS
Á FACEBOOK EFTIR AÐ HANN
SIGRAÐI Í KEPPNINNI ARNOLD
PALMER INVITATIONAL UM
HELGINA EN SIGURINN KOM
HONUM AFTUR Í FREMSTU
RÖÐ. NÚ VIRÐIST ALLT VERA
Á UPPLEIÐ HJÁ WOODS EFTIR
ERFIÐLEIKA SÍÐUSTU ÁRA.
Mikið uppnám ríkir í Útsvarsliði Reykjavíkur eftir að
ljóst varð að Óttarr Proppé mætti ekki keppa áfram
fyrir hönd sveitarfélagsins vegna framboðs hans
fyrir Bjarta framtíð. Liðsfélagar Óttarrs, þau Börkur
Gunnars son og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, hafa
enn ekki fundið neinn sem fyllt gæti það skarð er
Óttarr skilur eftir sig.
Lið Reykjavíkur tryggði sér sæti í undan úrslitum
spurningaþáttarins Útsvars á föstudaginn var, en
þrjár vikur eru þar til liðið keppir næst. Börkur
viðurkennir í samtali við Fréttablaðið að hann
og Auður Tinna hafi þrýst á Óttarr að
draga framboð sitt til baka svo hann
gæti áfram keppt fyrir hönd Reykja-
víkur.
Að hans sögn þarf arftaki Óttarrs
ekki að vera rokkstjarna en þau skil-
yrði eru sett að hann eða hún geti
gengið í háum hælum líkt og söngvar-
inn. „Manneskjan þarf að hafa óeðli-
lega mikinn áhuga á jaðarlistum, það
er sérsvið Óttarrs. Ef einhver þarna
úti býr yfir þessum eigin leikum þá
höfum við fundið okkar mann eða
konu,“ segir Börkur. - sm
Leita að arft aka Óttarrs Proppé
Óttarr Proppé má ekki keppa í Útsvari vegna framboðs fyrir Bjarta framtíð.
UPPNÁM Í REYKJAVÍKURLIÐI Óttarr
Proppé má ekki keppa fyrir hönd Reykja-
víkur í Útsvari vegna framboðs síns.
Börkur Gunnarsson viðurkennir að hann og
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hafi enn ekki
fundið arftaka Óttarrs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÍSLENSKIR HARÐJAXLAR
Tískuvefsíðan Fashionista.com
fjallaði um íslenskar konur og hönn-
uði á mánudaginn. Greinin fjallar um
það hvernig hönnun veitir konum
styrk og vald. „Kannski er ástæðan
sú að í kjölfar efnahagshrunsins
þurfa allir, konur jafnt sem karlar,
að finna styrkleika sína
og frumkvöðulinn í
sjálfum sér. Kannski er
ástæðan einfaldlega
sú að víkingakonur er
harðjaxlar.“ Í greininni
er meðal annars
rætt við Unu Hlín
Kristjánsdóttur,
hjá Andersen &
Lauth. - sm
8. APRÍL
KJÓSUM KRAMHÚSIÐ
HEFJAST NÝ NÁMSKEIÐ
PILATES
YOGA
LEIKFIMI
Skapandi dans frá 3ja ára
Djass og spuni
Hiphop og break
Dans fyrir börn og unglinga:
SKRÁNING STENDUR YFIR
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Rekstra
rvörur
- vinna
með þ
ér
Rek
stra
rvö
rur
- vin
na
með
þé
r
Re
ks
tra
rv
ör
ur
- v
inn
a m
eð
þé
r
FIMM KOMIN Á SAMNING
Fimm af tíu útskriftarnemum úr leik-
listardeild Listaháskólans eru komnir
á samning hjá stóru leikhúsunum.
Það mun vera fáheyrt að svo stór
hluti útskriftarhóps komist þar að
og það áður en námi er lokið. Áður
hefur komið fram að Arnar Dan
Kristjánsson og Hildur
Berglind Arndal væru
komin á samning hjá
Borgarleikhúsinu og
Elma Stefanía Ágústs-
dóttir hjá Þjóðleikhús-
inu. Nú hafa Þorleifur
Einarsson og Salóme
Rannveig Gunnars-
dóttir einnig landað
samningum hjá Þjóð-
leikhúsinu. - þeb
MYND/RUT SIGURÐARDÓTTIR
HREFNA OG BJÖRN
EIGNUÐUST DÓTTUR
Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa
Sætran og Björn Árnason ljós-
myndari eignuðust sitt annað barn
í gærmorgun. Parið eignaðist litla
stúlku en fyrir eiga þau
soninn Bertram Skugga
sem er eins og hálfs
árs gamall. Segja má
að Björn hafi
fengið stúlk-
una litlu í
afmælisgjöf,
því feðginin
deila afmælis-
deginum 29.
mars. - þeb