Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 24
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Þennan morgun í sól-inni vestra er Andri á leiðinni í tíma til Erics Schmidt , stjórnar-formanns Google og fyrrverandi forstjóra þess. „Hann ætlar að segja okkur frá því hvernig Google fór í gegn- um hlutafjárútboð í fyrsta sinn,“ segir Andri spenntur. „Reglan hér er hins vegar að það sem maður heyrir í tímum fer ekki lengra. Það er gert til þess að fólk eins og hann geti talað hispurslaust um hluti sem hugsanlega mega ekki leka í fjölmiðla. Bransasögurnar sem maður heyrir eru oft býsna krassandi.“ Andri útskýrir að Stanford hafi mjög sterka tengingu við atvinnu- og viðskiptalífið og það sé mikið metnaðarmál fyrir fyrrverandi nemendur, sem margir hverj- ir hafa gert það afar gott í Kísil- dalnum og viðskiptum almennt, að „gefa til baka“ til skólans með því að kenna þar og leiðbeina nem- endum. „Standardinn á öllu hér er afar hár og þetta er ótrúlegt fólk, miklir reynsluboltar sem koma að miðla sinni þekkingu til okkar.“ Tengslanet Stanford-nemanna verði einnig afar gagnlegt þegar fram í sækir, að sögn Andra. „Það gæti alveg komið til þess að maður þyrfti til að mynda áheyrn hjá forstjóra Nike, þá er ómetanlegt að geta bara sent honum póst og eiga von á svari þar sem hann fór í gegnum sama nám á undan mér,“ segir hann sposkur. Nálægðin við Kísildalinn og frumkvöðlaumhverfið þar var ein af meginástæðum þess að Andri valdi að sækja nám í Stan- ford. Hann hefur sjálfur starfað í tengslum við nýsköpun og rekstur sprotafyrirtækja um hríð en hann stofnaði meðal annars Innovit. Það er nýsköpunar- og frumkvöðla- setur sem hefur hjálpað fjöl- mörgum grasrótarverkefnum á legg. Hann lærði verkfræði og síðar fjármálahagfræði í Háskóla Íslands. Stefnan sem hann tekur í náminu eru því eðlilega tengd nýsköpun og sprotafyrirtækjum. En hvað tekur svo við? Fyrst til LinkedIn Andri segir atvinnumöguleika samnemenda sinna afar fjöl- breytta en hann er sjálfur búinn að ráða sig í vinnu að námi loknu. „Ég er að fara að vinna hjá Linked- In, verð nokkurs konar vörustjóri hjá þeim og mun stýra þverfaglegu teymi verkfræðinga, hönnuða og forritara og bera ábyrgð á ákveðn- um hluta vefjarins.“ Langtímaplan Andra er hins vegar að stofna sitt eigið fyrirtæki og byggja það upp frá Kísildalnum. „Ég vil þó öðlast meiri reynslu áður ég helli mér út í það. Og svo vil ég líka byggja upp gott tengslanet innan tækni- geirans.“ Það eru færri betri staðir til þess en LinkedIn, sem er samfélags- síða sem býr til faglegt tengslanet fyrir notendur sína. „Mér finnst þeir vera að gera gríðar lega flotta hluti og er spenntur að taka þátt í framtíðaruppbyggingu þeirra,“ segir Andri. Andra verður tíðrætt um kúltúr- inn sem einkennir bæði Stanford og mannlífið í Kísildal. „Hér er mikil hvatning og jákvæðni. Það er mikið gert fyrir okkur í skól- anum, það er til dæmis auðvelt að fá áheyrn hjá mikilvægu fólki og tengingar við fjárfesta en þegar þú ert kominn inn fyrir dyrnar þarftu sjálfur að standa á eigin fótum og sanna þig. Ég myndi segja að í raun séum við ekki að fá beina for- gjöf en það eru ýmsar dyr opnar.“ Hann áréttar að metnaður- inn sé gífurlegur og viðmiðin há. „Það er ólíkt tilhneigingunni heima og víðar í Evrópu þar sem fólk keppist við að verða best á sínu svæði. Það er ekki til hér. Hér gildir bara hver er bestur í heiminum. Þannig hugsa menn um sprota fyrirtæki, ef þú ætlar ekki að skapa eitthvað stórt á heims- mælikvarða þá eru menn ekkert að staldra mikið við verk þín.“ Má gera mistök Annað sem Andri bendir á sem ein- kennir andrúmsloftið í Kísildal er að þar séu mistök viðurkennd sem eðlilegur hluti af þróun fyrirtækja. „Hér er fólk meðvitað um að það gengur ekki allt upp, mörg, jafnvel flest sprotafyrirtæki, ganga ekki en það er allt í góðu. Það er jafnvel talið fólki til tekna að hafa reynt en mistekist og lært eitthvað af því. Heima og víðar í Evrópu er það mikið tabú að hafa mistekist eða farið á hausinn og menn eru litnir hornauga eða afskrifaðir ef þeim tekst ekki ætlunarverk sitt.“ Hann útskýrir að þessi viður- kenning á gagnlegu hlutverki mis- taka geri það að verkum að fólk sé tilbúnara að taka áhættu en líka að fólk átti sig fyrr á því að hlutirnir gangi ekki. „Heima er tilhneiging- in stundum sú að þjösnast áfram og eyða tíma og fé sínu og annarra til að halda fyrirtækjum á floti sem eiga kannski enga möguleika á að ná árangri. Spurður um starfsumhverfi sprotafyrirtækja og frumkvöðla hér heima segir Andri að aðstæður séu býsna góðar og margt spenn- andi í pípunum. „Það sem mér finnst helst vanta heima er það sem kallast annarrar kynslóðar frumkvöðlar, fólk sem hefur sjálft stofnsett tæknifyrirtæki og farið í gegnum ferlið við að byggja upp rekstur. Hér úti eru fjárfestar sem skilja mun betur hvað býr að baki uppbyggingu sprotafyrirtækja og koma því með meira en bókstaf- legt virði eða peninga að borð- unum því þeir miðla af reynslu sinni.“ Andri segist fylgjast vel með þeim íslensku fyrirtækjum sem leita í Kísildalinn og vera í sam- bandi við mörg þeirra og lið- sinna eftir megni. „Það er rosa- lega gaman að sjá hvernig sumum þeirra gengur vel hérna úti, þetta er gott skref fyrir marga því hér eru fyrirtæki nær markaðnum og fjárfestum sem eru fljótir að átta sig á hugmyndum þeirra.“ Hvað má bæta? Nú er mikið rætt um mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðla. Andri bendir á að velgengni slíkra verk- efna komi ekki af sjálfu sér og skapa þurfi heppilegt umhverfi fyrir sprotafyrirtæki að vaxa í. Hann segir að hvatningin skipti mestu máli. „Við þurfum að heyra sögurnar, bæði af velgengninni og mistökunum, og leggja rækt við grasrótina. Þar er kraftur- inn, hjá einstaklingum og sprota- fyrirtækjunum sjálfum. Stjórn- völd heima virðast því miður leggja dálítið ranga áherslu í stuðningi sínum við nýsköpun, það er ættgengt heima og víðar á Norðurlöndunum að stjórnvöld vilji gera allt sjálf. Ég tel að það sé ríkisins að skapa gott regluverk en því er tiltölulega ábótavant heima, svo ég tali nú ekki um gjaldeyris- höft og fleira.“ Hann áréttar að stjórnvöld ættu fremur að leggja áherslu á hvetjandi umhverfi. „Ég held að það séu mistök hjá stjórnvöldum að veita hundruð milljóna í opin- berar stofnanir sem eiga að hjálpa nýsköpunarfyrirtækjum og búa til svona skref-fyrir-skref ferli fyrir þau. Það er ákveðin þversögn í því að ætla að ferlavæða nýsköpun. Í grunninn á nýsköpun rót í ein- hverju sem er kaotískt og skap- andi, þar mætast ólíkir kraftar – eins og til dæmis hjá CCP þar sem forritarar og listafólk vinn- ur saman. Það er líka erfitt að spá fyrir um hvernig sprotafyrirtæki þróast.“ Andri segir að það besta sem stjórnvöld hafi gert hingað til sé að koma Tækniþróunarsjóði á laggirnar. Hann vill sjá meira fjár- magn veitt beint til fyrirtækjanna sjálfra gegnum slíka sjóði. „Þetta er forvitnilegt í samhengi við raunveruleikann hér. Hér dettur engum í hug að sækja um opinbera styrki og það vælir enginn í stjórn- völdum yfir því að fyrir tækið þeirra gangi ekki. Svo ég skjóti nú aðeins á frumkvöðlana líka þá detta sumir í þann gír heima að vesenast og væla yfir því að hafa ekki fengið opinberan stuðning eða yfir því að einhver skilji ekki hug- myndirnar þeirra. Hér er ábyrgð- in alltaf hjá frumkvöðlinum sjálf- um og sagt í gríni og alvöru að ef amma þín skilur ekki viðskipta- hugmyndina þína þá ertu ekki að koma henni nógu vel frá þér.“ Reglan hér er hins vegar að það sem maður heyrir í tímum fer ekki lengra. Það er gert til þess að fólk eins og hann geti talað hispurslaust um hluti sem hugsanlega mega ekki leka í fjölmiðla. Kristrún Heiða Hauksdóttir kristrunheida@gmail.com Lærir af þeim bestu Kísildalurinn í Kaliforníu er Mekka tæknigeirans og saga dalsins er samofin sögu einnar virtustu menntastofnunar Bandaríkjanna, Stanford- háskóla. Andri Heiðar Kristinsson er að ljúka MBA-námi í viðskiptafræði frá skólanum, sem fóstrað hefur marga af farsælustu viðskipta- mönnum og frumkvöðlum dalsins. En Andri er rétt að byrja. Í Kaliforníuríki eru um 18.000 fyrirtæki sem stofnuð hafa verið af fyrrverandi nemendum eða starfsfólki Stanford-háskóla. Hjá þessum fyrirtækjum starfa yfir þrjár milljónir manna og árs- velta þeirra er yfir 1,27 billjónir dala. Ef fyrirtæki sem Stanford- nemar hafa stofnað gegnum árin mynduðu eitt ríki væri hagkerfi þeirra það tíunda stærsta í heimi. Meðal þessara fyrirtækja má nefna Google, Hewlett-Packard, Yahoo, Nike og Cisco Systems. Samkvæmt World University Ranking hjá Time Magazine fyrir árið 2012-13 er Stanford annar besti háskóli í heimi. 18.000 fyrirtæki KRAFTURINN ER HJÁ SPROTAFYRIRTÆKJUM Í grunninn á nýsköpun rót í einhverju sem er kaotískt og skapandi, þar mætast ólíkir kraftar– eins og til dæmis hjá CCP þar sem forritarar og listafólk vinnur saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.