Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 6
DÓMSMÁL Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, hefur enn ekki fengið greiddar 614 þúsund krónur, auk dráttarvaxta, sem flokkurinn var dæmdur til að greiða henni árið 2009. Margrét furðar sig á því að Dögun, sem Frjálslyndi flokkur- inn er nú runninn inn í, skuli hafa ráð á að auglýsa fyrir kom- andi kosningar en hún sitji eftir án greiðslu. „Þetta er bara ergilegt,“ segir hún. „Flokkur sem er ríkisrek- inn og á alls konar styrkjum er dæmdur til að greiða ein kvenmanns mánaðarlaun en það er aldrei greitt. Svo er talað um réttlæti og sanngirni þegar farið er í framboð næst. Þeir hafa haft mörg tækifæri til að greiða einni konu laun sem henni bar með réttu að fá.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Frjáls- lynda flokksins og núverandi liðsmaður Dögunar, segir Frjáls- lynda flokkinn hægt og rólega vera að semja um skuldir sínar og þegar komi að því að gera upp við Margréti verði vonandi hægt að semja við hana líka. „En þetta kemur Dögun ekkert við. Það fóru engar skuldir með Frjálslyndum yfir í Dögun. Ég skil það samt að Margrét hugsi þetta svona, hún heldur líklega að við höfum gert það sama og Íslandshreyfingin þegar hún gekk inn í Samfylkinguna og tók allar tugmilljóna skuldirnar með sér. Það er hins vegar ekki þannig.“ - sh Framboð til formanns Sjúkraliðafélags Íslands Kjörnefnd/Uppstillinganefnd Sjúkraliðafélags Íslands auglýsir eftir framboði til formanns félagsins. Samkvæmt ákvæðum 22., 29. og 39. greinar félagslaga SLFÍ skal formaður félagsins kjörinn til þriggja ára í allsherjaratkvæðagreiðslu. Á kjörskrá og með kosningarétt eru allir félagsmenn SLFÍ. Framboðum skal skila í síðasta lagi 31. mars 2013 á netfangið hafdisds@simnet.is eða helgamarteins@gmail.com einnig er hægt að senda inn tillögu á skrifstofu félagsins merkt, Formannskjör. Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. Andrea Ólafsdóttir 1. sæti Suðurkjördæmi STJÓRNSÝSLA Tilraunir Jóhönnu Sigurðar dóttur forsætis ráðherra til að upplýsa um laun fjölmargra slita stjórna hafa engan árangur borið. Svo virðist sem krafa hennar um upplýsingarnar hafi verið huns- uð með öllu. Guðlaugur Þ. Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, spurði forsætisráðherra um það á Alþingi 8. mars hverju það sætti að henni hefðu ekki borist upplýsingar um launakjör þrettán slitastjórna, en eftir upplýsingunum var leitað fyrst fyrir átján mánuðum. Eins og frægt er voru þau Guðlaugur og Jóhanna sam- mála um mikil- vægi málsins og hét ráðherra því að ganga eftir upplýsingunum þ a n n s a m a dag. Sem hún og gerði, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jóhanna hefur í ræðu og riti lýst því yfir að laun slita stjórna ofbjóði henni. Á það við um upplýst laun slitastjórnar Glitnis sem skiptu hundruðum milljóna, eins og Frétta- blaðið greindi frá í september 2012. Jóhanna mun hafa rekið erindið í gegnum Katrínu Júlíus dóttur fjár- málaráðherra, sem óskaði eftir upp- lýsingunum frá Seðlabankanum, en eignarhaldsfélag hans á kröfur á öll búin. Þar stendur málið; slitastjórn- irnar hækjast við að senda SÍ upp- lýsingarnar, þótt einhverjar þeirra hafi orðið við beiðninni eða upplýst um launin á öðrum vettvangi, til dæmis á kröfuhafafundum. - shá Kröfu forsætisráðherra um upplýsingar um laun slitastjórna er ekki sinnt: Slitastjórnir hunsa Jóhönnu JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ALÞINGI Tvö stórverkefni eru fram undan eftir samþykkt Al þingis á lokadegi þingsins á miðvikudag. Veittar verða ívilnanir vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka í n á g r e n n i Húsavíkur. Þá verður stofnað hlutafélag um byggingu nýs Landspítala – Háskólasjúkra- húss. Opinbert hlutafélag mun sjá um bygg- ingu spítalans og er fjármálaráðherra heim- ilt að ákveða að „tilteknir skýrt afmarkaðir, minni byggingar- hlutar, eða byggingar, séu boðn- ir út í formi langtímaleigu telji hann það þjóna heildarhagsmun- um verkefnisins“, eins og segir í lögunum. Í greinargerð með frum varpinu kemur fram að lífeyris sjóðirnir muni taka þátt í fjármögnun framkvæmdarinnar en aðrir en þeir taki þó á sig mestu áhættuna af verkefninu. Öðrum sé þó ekki til að dreifa en verktakanum og verkkaupanum og því komi til stofnunar hlutafélagsins. Heildar- kostnaður er um 50 milljarðar. Samkvæmt lögum um fram- kvæmdir á Bakka fær atvinnu- vegaráðherra heimild til að semja um framkvæmdir fyrir 3,4 millj- arða króna. Í ofanálag verður ríkið af skatttekjum vegna frá- vika frá ýmsum sköttum og gjöld- um. Hluti þessara framkvæmda nýtist í fleira en kísiliðju fyrir- tækisins PCC, sem fyrirhug- uð er. Þar má nefna göng undir Húsavíkurhöfða og hafnarbætur á Húsavík. kolbeinn@frettabladid.is Ívilnanir á Bakka og nýr Landspítali Alþingi samþykkti stofnun hlutafélags um byggingu nýs Landspítala á lokadegi þingsins. Einnig að veita ívilnanir vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Bæjar- stjóri Reykjanesbæjar harmar að ekki hafi verið gerð samþykkt um Helguvík. LANDSPÍTALI Áætlaður kostnaður við nýjan Landspítala er um 50 milljarðar króna. Opinbert hlutafélag verður stofnað um byggingu spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Það eru okkur gríðarleg vonbrigði að ekkert frumvarp hafi verið lagt fram um Helguvík, líkt og við teljum að hafi verið lofað. Þeim frumvarpsdrögum sem við sjálf gerðum fyrir ríkisstjórnina og byggðu á sömu forsendum og eru í Bakkafrumvörpunum, var stungið undir stól. Þetta er mismunun af verstu gerð sem íbúar láta ekki lengur bjóða sér. Það þarf ríkisstjórn sem segir fyrir okkar hönd: „Hingað og ekki lengra, nú skal Suðurnesjum sinnt eins og öðrum landshlutum,““ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar. Hvar er Helguvík? ÁRNI SIGFÚSSON Stærð m2 Áætlaður kostn.* Meðferðarkjarni 58.754 31,6 Rannsóknahús 14.295 7,9 Sjúkrahótel 4.000 1,6 Bílastæðahús 16.987 1,7 Götur, veitur, lóð o.fl. 2,4 Forhönnun, skipulag, stjórnun o.fl. 4,2 Heildarkostnaður 49,4** *Í milljörðum króna **Verðlag í október 2012, hlutur Reykjavíkur skv. samningi um bílastæði o.fl. er um 1 milljarður króna. ➜ 50 milljarðar í nýja Landspítala Margréti Sverrisdóttur finnst að Dögun eigi að borga skuld við sig: „Þetta kemur Dögun ekkert við“ MARGRÉT SVERRISDÓTTIR GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON 30. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.