Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 50
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 34 Hvað ertu gömul og í hvaða skóla ertu? Ég er sjö, að verða átta ára og er í Hamraskóla. Hvað er skemmtilegast og leið- inlegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í smíði en leiðin- legast í myndmennt. Ertu að æfa einhverjar íþróttir, og ef svo er, hvaða? Ég er að æfa ballett. Í apríl verður sýning í Borgarleikhúsinu og ég er að sýna atriði úr dótabúð og leik þá krakka í búðinni. Spilar þú á hljóðfæri? Ég lærði á blokkflautu í fyrra og ætla að byrja að læra að spila á píanó næsta vetur. Við fréttum að þú hefðir lært á skíði í vetur, geturðu sagt okkur frá því? Ég fór til ömmu og afa á Akureyri í vetrar fríinu og þá fór ég í fyrsta skipti á skíði. Okkur fannst öllum svo gaman í fjölskyldunni að við ákváðum að kaupa okkur skíði og fara aftur í páskafríinu. Hver kenndi þér og hvar lærðir þú á skíði? Mamma kenndi mér á skíði, ég vildi ekki fara í skíðaskóla. Ég byrjaði á að fara í töfrateppið í Hlíðarfjalli, svo lærði ég á diskalyftuna og nú get ég farið ein í stólalyftuna. Fyrst lærði ég að skíða í pitsu- sneið, svo beygja og nú get ég stokkið svolítið af litlum hólum. Hvað er erfiðast við að læra á skíði og skemmtilegast? Mér fannst erfiðast að skíða fyrstu ferðirnar en skemmtileg- ast finnst mér að fara hratt og stökkva. Ferðu nú í allar brekkur? Ég fer í allar brekkur úr stólalyft- unni en þar getur maður valið um fjórar mismunandi leiðir, skemmtilegast er Suðurgilið. Brekkurnar í stromplyftunni eru enn þá of brattar fyrir mig. Svo á ég eftir að prófa að fara í Blá- fjöll. Áttu þér mörg áhugamál? Mér finnst gaman í sundi og íþrótt- um, að perla og hlusta á sögur og föndra, þó að ég geri nú ekki mikið af því. Hvað er uppáhalds árstíðin þín, vetur, vor, sumar eða haust? Sumrin– þá getur maður gert svo margt sem maður getur ekki gert á öðrum árstímum eins og að hjóla, hoppa á tram- pólíninu og leika sér úti. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Fata- hönnuður og söngkona. Vildi ekki fara í skíðaskóla Dóra Bjarkadóttir lærði á skíði í Hlíðarfj alli í vetur og gengur svo vel að núna fi nnst henni skemmtilegast að fara hratt niður brekkurnar og stökkva. Páskaeggjaleit Þennan leik þarf að undirbúa fyrir fram. Leikmunir: Yfir hundrað egg klippt út úr föndurpappa. Leikreglur: Einn „er ‘ann“ og hann felur öll eggin á víð og dreif um stofuna eða eitt her- bergi. Hinir eiga síðan að reyna að finna eins mörg egg og þeir geta. Hvort sem mynduð eru í lið eða hver leitar fyrir sig, fara allir að borði og telja hversu mörg egg þeir fundu. Sá/þau sem fundu flest egg vinna– og fá kannski góð verð- laun. Gátur á brotnum eggjum Leikmunir: Stór pappaegg eru klippt í tvennt. Gáta er skrifuð á annan helming eggsins og svarið á hinn helminginn. Leikreglur: Allir krakk- ar draga eggjahluta úr poka. Síðan ganga þeir um og og lesa gátuna sína eða svar- ið sem er á eggja- hlutanum. Þegar gáta og rétt svar hafa ratað saman, setjast þeir krakkar niður. Leiknum er lokið þegar allir hafa fundið rétt svar við gátunni sinni. Páskaorðarugl Leikmunir: Litlir miðar, poki. Leikreglur: Veljið eitt páska- orð. Skrifið stafina sem mynda orðið, hvern á einn lít- inn miða, tvisv- ar. Setjið hvert orð í sinn poka og réttið hvort sínu liðinu. Það lið sem fyrst getur raðað saman stöfun- um og myndað orðið vinnur. Það er skemmtilegt að fara í leiki sem tengjast páskunum en engum öðrum árstíma. Hér eru þrír skemmtilegir leikir sem gera páskana enn skemmtilegri. Gunnar sá son nágrannans vera að moka í holu um daginn og spurði drenginn hvers konar framkvæmdum hann stæði í. Drengurinn svaraði með ekka: „Ég er að jarða hamsturinn minn.“ Gunnar er raunsær maður og spurði því: „Er þetta ekki nokkuð stór gröf fyrir einn hamstur?“ Um leið og drengurinn mokaði síðustu moldinni yfir svaraði hann: „Nei, alls ekki, hamsturinn er innan í kettinum þínum.“ Ungur maður sem réð sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna. Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sýna takmarkaða færni, sagði hann: „Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp.“ Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: „Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?“ Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: „Svo þú telur þig heimskan?“ Drengurinn svaraði: „Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn.“ Í HLÍÐAFJALLI Dóra Bjarkadóttir í Hlíðarfjalli. Hún býr í Reykjavík en á enn eftir að prófa að fara á skíði í Bláfjöllum. Páskaleikir Heilabrot Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 37 Í Ð U Ð F I Í B H R N F I S N S E Ð U R Ý Ý E A Ð K U V K Æ Ó V P D S H Æ Æ I Á S A M Ý Ú Ð L Ú E Í N T Ý Ó N R K M Ó Ó J H N L T B Í I Á T N I R V A Þ N R S I U V E I Ð I M A Ð U R T H J S G E P Ý G V M L O Í P L Ð Á Þ T É E B E J M B Ó G Ú J B B O T Ð D É M Ú J Ú L Æ T Ý Ó M U Ú H Í I P Y Ö U V B Ö G O R D Í M M É H É Í J H O T Ó I A Konráði og félögum fannst gott að vera komin í páskafrí en vissu ekki alveg hvað þau ættu af sér að gera. „Eigum við að spila?“ spurði Lísaloppa. Já, þau hin voru til í að spila en hvaða spil ættu þau að spila. „Einhverjar hugmyndir?“ spurði Kata. „Mér detta mörg spil í hug,“ sagði Lísaloppa. „Til dæmis ólsenólsen, svartipétur, rommí, kani, veiðimaður og manni.“ Nú var úr vöndu að ráða, þetta voru svo margir möguleikar. Getur þú fundið þessi sex spil í stafateningnum hér að neðan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.