Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 18
HELGIN
30. mars 2013 LAUGARDAGUR
Um páskana fer ég alltaf með föður-fjölskyldunni upp í bústað ömmu og afa og við borðum saman lambalæri á laugardagskvöldinu, vöknum svo saman á páskadags-morgun, förum í páskaeggjaleit og
borðum síðan auðvitað páskaeggin. Það er mjög
skemmtilegt,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnar-
dóttir spurð um fyrirætlanir sínar um páska-
helgina.
Auður Tinna hefur verið í sviðsljósinu í vetur
vegna þátttöku sinnar í Útsvarsliði Reykvíkinga
en hún hefur reyndar tekið meira og minna þátt
í spurningakeppnum síðan hún var unglingur.
„Ég byrjaði á þessu þegar ég var í tíunda bekk
í Hagaskóla, var síðan í Gettu betur liði MH öll
þrjú árin sem ég var þar og þetta er annað árið
mitt í Útsvari.“
Hvað veldur þessum ofuráhuga á spurninga-
keppnum? „Ég hef alltaf verið mjög fróðleiks-
fús og átt auðvelt með að leggja hluti á minn-
ið. Svo byrjaði ég í þessu og finnst þetta bara
óskaplega gaman. Bæði að prófa hvað ég veit
og eins að kynnast öllu þessu skemmtilega fólki
sem hefur verið með mér í liði. Það hefur skap-
ast alveg ótrúlega skemmtileg stemning í kring-
um þetta í gegnum tíðina og maður fengið mikið
af jákvæðri athygli í kjölfarið. Það er bara allt
jákvætt við þetta.“
Auður Tinna er á öðru ári í lagadeild HÍ, hvað
heillaði hana við lögfræðina? „Mér þótti svo lítið
erfitt að velja eftir menntaskólann. Ég hafði verið
á náttúrufræðibraut, málabraut og félagsfræði-
braut og ef ég hefði getað valið alfræði hefði hún
orðið fyrir valinu, en ég heillaðist af lögfræð-
inni því það er mjög krefjandi nám auk þess sem
ég hef mjög sterka réttlætiskennd og langar að
leggja eitthvað af mörkum fyrir samfélagið. Ég
lít á lögfræðina sem ákveðið tæki til þess.“
Þú ert líka á fullu í stúdentapólitíkinni, ætl-
arðu kannski út í pólitík að námi loknu? „Kjör-
tímabilið mitt klárast núna í maí reyndar. Þetta
hefur verið ágætt en ég hef fundið að pólitík
er stundum pínu skrítin. Stúdentaráð er samt
að gera frábæra hluti og er nauðsynlegt til að
berjast fyrir réttindum nemenda. Kannski var
ég bara of ung, nítján ára þegar ég var kosin.
Pólitískur ferill heillar mig ekki í dag allavega
en kannski á ég eftir að þroskast upp í að geta
tæklað þetta betur.“
Fyrir utan námið, pólitíkina og Útsvar, hvað ger-
irðu þér til skemmtunar? „Ég eyði stórum hluta af
mínum frítíma í spurningakeppnir, pólitík og að
þjálfa stelpur í borðtennis og reyndar líka keppnis-
lið MH í Gettu betur, en ástæðan fyrir því að ég
geri það er að ég fæ svo mikla gleði út úr því að
skipuleggja gott starf og uppskera eins og maður
sáir. Auðvitað á ég líka fullt af frábærum vinum
sem ég nýt þess að læra með og gera eitthvað
skemmtilegt með. Svo á ég líka kærasta sem mér
finnst mjög gaman að hitta á kvöldin.“
Hefði viljað fara í alfræði
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hefur vakið mikla athygli í Útsvarsliði Reykjavíkur og virðist vita nánast allt.
Hún segist eyða miklum tíma í spurningakeppnir, en hún stundar líka nám í lögfræði, situr í stúdentaráði
fyrir Röskvu og svo á hún kærasta og nýtur þess að hitta hann á kvöldin.
EITTHVAÐ
FYRIR ALLA
Friðrika Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is ÚTSVARS-
NÖRDINN
AUÐUR TINNA
Eyðir stórum
hluta frítímans
í spurninga-
keppnir.
FRÉTTABLAÐIÐ/PÉTUR
➜ Mér þótti svolítið erfitt að velja eftir menntaskólann. Ég hafði verið á
náttúrufræðibraut, málabraut og félagsfræðibraut og ef ég hefði getað valið
alfræði hefði hún orðið fyrir valinu.
Fjölmargar bækur hafa komið út
hjá bókaforlögunum undanfarnar
vikur og því af nógu að taka fyrir
lestrarhesta. Fjölbreytnin ræður
ríkjum en meðal bóka sem ratað
hafa í verslanir undanfarið er
Skýrsla 64 eftir danska spennu-
sagnakónginn Jussi Adler-Olsen,
Meistarinn eftir Hjorth Rosen-
feldt kom nýverið út í kilju og
annar sænskur krimmi, Verndar-
englar eftir Kristinu Ohlsson
er sömuleiðis ferskur úr prent-
smiðju.
Bókaormar sem ekki hafa
smekk fyrir glæpasögum geta
til dæmis kynnt sér verðlauna-
skáldsöguna Svifflug eftir hol-
lensku skáldkonuna Anne-Gine
Goemans sem segir frá tilraun-
um unglingsstráks til að fanga
athygli móður sinnar sem dvelur
við þróunarstörf í Afríku.
Handbókaútgáfa er líka
blómleg en nýverið hafa
komið út bækurnar Burt með
draslið sem fjallar um það
hvernig best sé að losna við
ruslið úr lífinu, sjálfshjálpar-
bók eftir Sigríði Arnar dóttur
og bókin Tiplað með Ein-
stein sem fjallar um listina
að muna.
Spenna og hasar um páskana
Sú tíð er liðin að bækur komi bara út fyrir jólin en kiljur ráða ferðinni í vorútgáfunni.
Berglind Pétursdóttir
danslistamaður
Skoðar málshætti
Ég ætla að fá mér einn lítinn
páskabjór og fara í gegnum
málshættina sem ég hef
fengið síðastliðin ár. Svo
ætla ég að fræða soninn um
páskana og hver hefur for-
gang í páskaeggið hans (ég).
Birna Hrönn Björnsdóttir,
einn eigenda Pink Iceland
Í Náttúrulaug á Vestfj örðum
Helgin mín verður æði! Ég ætla að finna náttúru-
laug á Vestfjörðum og drekka þar eitt hvítvíns-
glas, svo ætla ég að rokka inn í nóttina á Aldrei
fór ég suður og íhuga hvern ég á að gabba 1.
apríl.
Bíó The Croods er ný þrívíddarteikni-
mynd frá Dreamworks um forsögu-
lega fjölskyldu sem neyðist til að
halda af stað í sitt fyrsta ferðalag
þegar hellirinn þeirra hrynur saman.
The Croods er eftir þá Kirk De Micco
og Chris Sanders sem saman og
hvor í sínu lagi eiga að baki nokkrar
þekktustu teiknimyndir síðari ára,
eins og Aladdín, Mulan, The Lion
King, Lilo og Stitch og How to Train
Your Dragon svo einhverjar séu
nefndar af mörgum.
Myndin er sýnd í Smárabíói, Há-
skólabíói, Laugarásbíói, Egilshöll,
Álfabakka, Ísafirði, Sauðarkróki,
Akranesi og Borgarbíói Akureyri.
Forsöguleg fj ölskylda
The Croods
um land allt
Tónleikar Stórhljómsveitin Todmo-
bile með þau Andreu, Eyþór Inga
og Þorvald Bjarna í broddi fylkingar
hitar upp fyrir 25 ára afmælið á
Græna hattinum á Akureyri í kvöld.
Öll bestu Todmobile-lögin og gott
betur.
Öll bestu lögin á Akureyri
Todmobile
á Græna
hattinum
Kría Birgisdóttir útgefandi
Rólegheit og frí
Ég stefni á yfirmáta rólega
páskahelgi. Ég ætla ekki að
lyfta litla putta nema helst
til að lesa góða bók, hanga á
kaffihúsum og njóta þess að
hitta vinina. Svo gæti afnvel
verið komið að því að finna
hlaupaskóna.
Kjartan Yngvi Björnsson
rithöfundur
Framhald Hrafnsauga
Fyrst og fremst mun ég
skrifa. Svo ætla ég að skipu-
leggja ferð til Rúmeníu, elda
indverskt páskalamb fyrir
fjölskylduna og svo auðvitað
hverfa í barndóm og borða
páskaegg.
Tónleikar Kammerkór Reykjavíkur
flytur óratóríuna The Crucifixion
eftir breska tónskáldið John Stainer
í tengslum við guðsþjónustu í
Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti 19,
klukkan 12 í dag, 30. mars.
Stjórnandi er Julian M. Hewlett
og einsöngvarar eru Dagur Jónsson,
Guðbjörg Tryggvadóttir, Heiðrún
Kristín Guðvarðardóttir, Kristín R.
Sigurðardóttir, María Björk Jónsdóttir,
Vilborg Helgadóttir og Þorsteinn
Pétur Manfredsson.
Allir eru velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
Óratóría í Aðventukirkjunni
Kór og
einsöngvarar