Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 12
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 12 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt sam- félag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahags hrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem mynd- um samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja upp- byggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunn stoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir sam- félagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjár- lagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtíma- bili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfis- breytingar sem hafa aukið skatt- byrði hinna tekjuhæstu en lækk- að hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka. Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viður- kenna störf þeirra sem bera uppi heil brigðis-, vel- ferðar- og mennta kerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjár- mögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endur- nýja og bæta tækjakost og starfs- aðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum fram- færslustuðning svo þeir geti ein- beitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldr- aðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekju- þak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjár- mögnun þess. Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjár- festingu til framtíðar – fjárfest- ingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafn- an aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efl- ing menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að vel- sæld. Öflugra velferðarkerfi trygg- ir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldar- innar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykil- hlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auð- lindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa sam- félag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahags- horfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigð- is-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins. Fjárfesting til framtíðar Á síðasta fundi umhverfis- og samgönguráðs Reykja- víkurborgar var samþykkt að verja hvorki meira né minna en níutíu milljónum króna til að breyta einum stuttum vegarspotta sem enginn býr við, en um er að ræða Sæmundargötu, fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Til stendur að útbúa þar göngu- og hjól- reiðastíg fyrir umrædda fjárhæð. Þessi forgangsröðun verður að teljast óskiljanleg á sama tíma og viðhaldi gatna og gangstétta er varla sinnt í borginni, en niðurskurður til þess málaflokks hefur verið mikill á undanförnum árum. Við Sæmundar- götu býr enginn og umferð þar er sáralítil. Gatan er umfram allt innkeyrsla á bílastæði við Háskólann. Það getur ekki verið slíkt forgangsmál að þrengja þessa götu, enda liggja ekki fyrir neinar mælingar á fjölda bíla sem um götuna fara eða meðalhraða. Þá er mér ekki kunnugt um að nein slys hafi átt sér stað við þessa götu. Kostnaður- inn er í ofanálag yfirgengi- legur. Hluti af þessum áformum er að taka 350 bílastæði sunnan götunnar án þess að fyrir liggi hvar stúdentar og starfsfólk Háskólans eigi að leggja bílum sínum. Hefði ekki verið nær að leyfa útsvarsgreiðendum í Reykjavík að njóta góðs af þessum níutíu milljón- um í formi lægri skatta í stað þess að fleygja þeim í óþarfa fram- kvæmd? Stefna Jóns Gnarr og Sam- fylkingarinnar hefur snúist um að hækka allar álögur á borgarbúa, skerða grunnþjónustu og hætta að sinna viðhaldi eigna en stórauka þess í stað kostnað við yfirstjórn og eyða fjármunum í annað bruðl á borð við Sæmundargötu ævintýrið, stuttan vegarspotta sem mun um ókomin ár verða minnisvarði um óstjórn meirihluta Samfylkingar- innar og hins svokallaða Besta flokks. Níutíu milljónir í óþarfa Undanfarna mánuði hefur átt sér stað umræða um óánægju unglækna og læknakandidata á Land- spítalanum með álag og launamál. Sú óánægja hefur meðal annars komið fram í uppsögnum tuttugu unglækna sem hafa sagt starfi sínu lausu í stað þess að vinna við þær aðstæður sem þeim eru boðnar. Ég vil gera grein fyrir aðstæðum frá mínum sjónar hóli. Ég er læknanemi og mun ljúka mínu fjórða námsári nú í vor. Skiptingin á náminu er þannig að fyrstu þrjú námsárin eru bók- leg og aðallega er kennt í kennslu- stofum en síðari þrjú árin eru verk- leg og er kennt á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum. Mín fyrstu kynni af spítalanum voru því í haust þegar ég mætti í mína fyrstu viku af verklegu námi. Ég byrjaði strax að fylgjast náið með unglæknunum og lækna- kandidötunum. Það var eins og að fá að gægjast þrjú ár inn í framtíðina. Ég var gífurlega forvitinn um hvern- ig líf mitt myndi verða fyrstu árin eftir að námi mínu lyki. Það sem sló mig fyrst var hvað þau voru með allt á hreinu. Það skipti ekki máli hvað ég spurði mikið og ýtarlega, ég fékk alltaf greinargott svar og góða kennslu. Sérfræð- ingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, aðstandendur og sjúklingar komu í röðum og fengu svör við sínum spurningum eins og ekkert væri auðveldara. Þau vissu hvar allt var og hvernig allt virkaði. Þau voru ofurmenni. Ég var stoltur af því að ég myndi einn dag- inn gegna svo ábyrgðarmiklu hlut- verki og vonaðist til að geta staðið mig eins vel. Aldrei í matsalnum En svo liðu vikurnar og mánuðirnir og ég fór að taka eftir fleiri hlutum. Ég tók eftir því að unglæknar voru aldrei í matsalnum heldur borðuðu matinn sinn við tölvurnar. Ég tók eftir því að þegar vaktinni lauk og ég fór heim, þá sátu unglæknarnir eftir og héldu áfram vinnu. Ég tók eftir baugunum og svefnleysinu. Ég tók eftir því að unglæknar áttu oft að vera á þremur stöðum í einu til að sinna þeim skyldum sem þeir áttu að gegna. Fólk sem ég hafði gert ráð fyrir að væru vinnualkar og sátt við sitt hlutskipti reyndist vera foreldrar sem þráðu ekkert meira en að vera heima með börn- unum sínum. Þau voru ekki ofur- menni. Þau voru venjulegt, duglegt fólk undir gífurlegu álagi. Við stolt- ið blandaðist kvíði. Hvernig getur venjulegt fólk unnið undir svona miklu álagi? Ég er ekki læknir. Ég hef ekki kynnt mér kjarasamninga lækna og veit ekki hvað þeir eru með í laun. Ég get engu svarað um það hvort laun unglækna séu sann- gjörn eða ekki. Ég get hins vegar fullyrt að unglæknar eru undir ótrúlegu álagi. Það er óhrekjan- leg staðreynd. Frá sjónarhóli læknanema SKIPULAGSMÁL Björn Jón Bragason sagnfræðingur HEILBRIGÐISMÁL Elías Sæbjörn Eyþórsson læknanemi FJÁRMÁL Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri- hreyfi ngarinnar– græns framboðs ➜ Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefi ð er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heil- brigðis-, velferðar- og mennta- kerfi ð frá degi til dags. ➜ Stefna Jóns Gnarr og Samfylkingarinnar hefur snúist um að hækka allar álögur á borgarbúa... ➜ Ég tók eftir því að ung- læknar áttu oft að vera á þremur stöðum í einu til að sinna þeim skyldum sem þeir áttu að gegna. Fastus ehf. býður upp á mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við valið á réttu spelkunni fyrir þig. Vinsamlega pantið tíma í síma 580 3912. Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig. F A S TU S _H _0 8. 03 .1 3 Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is „Það voru mistök að sak- fella þessa einstaklinga.“ Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur eft ir að skýrsla um Guðmundar- og Geirfi nnsmálin kom út í byrjun vikunnar. „Ég hef upplifað gífurlega hneykslun innan sjávar- útvegsins vegna þessa mynd- bands.“ Stýrimaðurinn Aríel Pétursson var ósáttur við Eurovision-myndbandið við lagið Ég á líf. Honum þótti myndbandið kollvarpa öllu sem sjómenn þekkja. „Af þeim sökum hafa síðustu vikur mínar hér á Alþingi verið daprasta tíma- bilið á mínum þingferli.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í sinni síðustu þingræðu umræður í þingsölum óvægnari og hatramari undan- farið en oft áður. UMMÆLI VIKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.