Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.03.2013, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. mars 2013 | SKOÐUN | 11 Skoðun visir.is landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að  árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans. Gamli barnaskólinn í Skógum í Fnjóskadal er hús með sál. Þang- að er gott að koma og spjalla. Það gerði ég fyrir skömmu er ég flutti þar erindi um siðfræði og sið- ferðislega ábyrgð. Það er reyndar gaman að vita til þess að þetta gamla skólahús nýtist áfram í sveitinni, þarna fara fram margvíslegar fræðslu- og kaffistundir og eitt og annað sem nærir félagsþörf og -vitund. Samfélagið utan um þetta siðfræðispjall var vænt og gott og viðstaddir virkir í umræðum, enda erum við víst öll að fást við siðfræði og siðferði með einum eða öðrum hætti daglega, hverja stund. Það er gott að halda því til haga að siðfræði er fræðigrein innan heimspekisviðs en siðferði hins vegar framkvæmd siðfræð- innar. Við erum sem sagt hvað eftir annað að framkvæma siðfræði, jafnvel á þessari stundu ert þú að taka annaðhvort stórvægilega ellegar smávægilega siðferðis- lega ákvörðun. Þess vegna erum við á vissan hátt hvert og eitt sér- fræðingar í siðfræði og sjálfsagt fáir sem voga sér að kalla sig sið- fræðinga, þar sem enginn kann við að bera þann titil ef hann t.d. hrasar á svelli siðferðis, sem við gerum jú öll einhvern tímann. Verði einhverjum á að halda öðru fram er honum samstundis varp- að í flokk með faríseanum forðum sem sagðist ekki vilja vera eins og þessi tollheimtumaður og benti á hann með svip yfirlætis er þeir báðu saman í musterinu. Siðferðisleg ábyrgð Siðferðisleg ábyrgð er gríðarlega mikil ábyrgð án þess að við gerum okkur alltaf nægilega grein fyrir henni. Ábyrgðin felst m.a. í því að skynja og skilja umhverfi sitt, læra af hinni siðferðislegu hrösun á svellinu sleipa og jafnframt því að leggja sig fram um að þekkja inntak mikilvægra siðferðislegra hugtaka. Hvað með t.a.m. hug- takið velferð? Í hvaða samhengi setur þú hugtakið velferð? Nú í vor fyrir alþingiskosningar kæmi mér ekkert á óvart að framboðin 13, eða hvað þau nú voru orðin mörg, myndu nota ósjaldan hugtakið velferð. Það hefur einhvern veg- inn verið þannig í gegnum tíðina að hugtakið hefur þótt áhrifaríkt í slagorðasamkeppni stjórn- málaaflanna, kannski vegna þess að það tekur utan um margt jákvætt og höfðar til þeirra siðferðis- þanka er búa í brjóstum landsmanna daglega. Tengjum við velferð ekki oft við efnahagslega vel- sæld? Gæti verið að það séu einhverjir þarna úti sem sjá velferð aðeins fyrir sér út frá auknum hagvexti? Erum við að tala um að velferð sé einkum virkara lýðræði, meiri atvinna, meiri peningar? Nú er ég ekki draga úr þessum þáttum, sem þarna eru tengdir við velferð, en í raun eru þeir ekki fyrstir og fremstir. Velferð er nefnilega í eðli sínu hugsjón, siðferðilega göfugt markmið og grundvallarstoðir þess eru mannúð, virðing fyrir mann- eskjunni sem persónu, sjálfræði, velvild og umhyggja fyrir öðrum, réttlæti, frelsi og ábyrgð, réttindi og skyldur og gleymum ekki skyld- unum. Siðferðilegar forsendur vel- ferðar krefjast þess einkum að allir aðilar ræki skyldur sínar í stað þess að varpa eigin ábyrgð yfir á aðra. Velferðarhugtakið er þannig safnheiti fyrir margþætt siðferðileg verðmæti eða gæði, sem gefa mannlífinu gildi. Þarna er um hina raunverulegu velferð að ræða og sé unnið af heilindum að þessu siðferðilega göfuga mark- miði er svo sem ekkert loku fyrir það skotið að allir þeir veraldlegu þættir, sem hér hefur verið minnst á og ýmsir tengja fyrst og fremst velferðinni, fylgi á eftir. Ég segi fyrir mig að það stjórnmálaafl sem virðist sjá þetta skýrt og starfar í samhengi við þá sýn er að mínu mati vel statt hvernig svo sem því reiðir af í argaþrasi pólitíkur- innar, sem getur verið snúin tík eins og maðurinn sagði. Ég er ekki frá því að kæmi ég auga á slíkt afl mitt í allri kosningabaráttu og umræðu, sem ég vona og treysti að verði meira en loforða flaumur og slagorða samkeppni, að þá myndi ég gjarnan greiða því atkvæði mitt. Já, blessuð velferðin! Blessuð velferðin! ➜ Siðferðilegar forsendur velferðar krefjast þess einkum að allir aðilar ræki skyldur sínar í stað þess að varpa eigin ábyrgð yfi r á aðra. SAMFÉLAG Bolli Pétur Bollason sóknarprestur Laufásprestakalli 1.110 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS Latte-listinn: Gegn ófor- skömmuðu kjördæmapoti Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur 742 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS Um tilfi nningar og staðreyndir Sigrún Blöndal bæjarfulltrúi á Fljótsdals- héraði 584 MÁNUDAGUR 25. MARS Að fórna vatni Stefán Jón Hafstein sviðstjóri hjá Þróunar- samvinnustofnun 545 FIMMTUDAGUR 28. MARS Að verða illt í auðmýktinni Saga Garðarsdóttir pistlahöfundur 250 MÁNUDAGUR 25. MARS Aðskilnaður systkina Hrafnhildur Hannesdóttir, foreldri og doktorsnemi, Rannveig Sverrisdóttir, foreldri og lektor, og Birna Hafstein, foreldri, leikari og framleiðandi 156 MÁNUDAGUR 25. MARS. 102 Reykjavík Guðmundur Andri Thorsson pistlahöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.