Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGKaffi FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigrún Kristinsdóttir, sigrunk@365.is, s. 512-5455 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. „Dolce Gusto-kaffihylkin inni- halda ferskt kaffi. Þeim er smellt í vélina sem hellir upp á einn bolla í einu. Hægt er að velja um mis- sterkt kaffi og alls kyns mjólkur- áferð kjósi menn það en þá eru notuð sérstök mjólkurhylki með,“ útskýrir Halldór Kári Ævars son, verslunarstjóri Heimilistækja. Með Dolce Gusto-vél á heim- ilinu geta allir leikið kaffibar- þjón. Hægt er að búa til espresso, latte og cappuccino með aðeins nokkrum handtökum og þykir kaffið afbragðsgott. „Helsti kosturinn er hvað þetta er þægilegt. Flestir kannast við að hella upp á of mikið kaffi í venjulegum vélum og þurfa þá að hella heilmiklu niður. Það ger- ist ekki með Dolce Gusto,“ segir Halldór Kári en tekur þó fram að vélin henti síður ef ætlunin er að hella upp á marga bolla í einu. Heimilistæki hóf sölu á vélun- um síðastliðið haust og hafa þær notið sívaxandi vinsælda síðan. „Við erum með fjórar gerðir. Það er aðallega útlitsmunur á þrem- ur dýrustu en í þeim er hægt að stilla magnið í bollanum auk þess sem þær slökkva sjálfkrafa á sér. Ódýrustu vélinni þarf að slökkva á sjálfur.“ Hylkin í vélarnar, sem eru umhverfisvæn og eyðast, fást í Heimilistækjum, Fjarðarkaup- um og flestum Krónuverslunum og eru sífellt f leiri matvöruversl- anir að taka þau inn. Gæðakaffi á skotstundu Kaffivélarnar frá Dolce Gusto eru með þeim vinsælustu á markaðnum í dag. Í þær eru sett kaffihylki og er hægt að útbúa uppáhaldsbollann á skotstundu. Dolce Gusto-vélarnar rjúka út hjá Heimilistækjum en þar fást fjórar mismunandi gerðir ásamt tilheyrandi hylkjum. „Helsti kosturinn er hvað þetta er þægilegt,“ segir Halldór Kári Ævarsson. MYND/GVA Það er fátt sem jafnast á við hnausþykka mjólkurfroðu til að toppa kaffibollann. Yfir- leitt er hægt að ganga að svoleiðis lúxus vísum á öllum betri kaffihús- um. Það vefst hins vegar fyrir mörg- um að búa hana til upp á eigin spýt- ur en margir eiga heimilisvél með gufustút auk þess sem þær eru al- gengar á vinnustöðum. Hér á eftir fara leiðbeiningar um hvernig er gott að bera sig að. - Best er að nota stálkönnu undir mjólkina. Mælt er með að hún sé geymd í kæli og sé nokkuð köld þegar byrjað er að hita hana. Þannig gefst lengri tími til að freyða mjólk- ina. - Sumir nota vökvahitamæli sem dregur úr hættu á að mjólkin brenni við en yfirleitt kemur tilfinningin fyrir réttu hitastigi með æfingunni. - Hellið mjólkinni í könnuna. Látið stútinn nema við botninn og kveikið á gufunni. Færið stút- inn hægt og rólega nær yfirborði mjólkurinnar. Látið stútinn síga þegar mjólkuryfirborðið hækkar og miðið við að hann sé um það bil sentímetra frá yfirborðinu. Mjólk- in ætti ekki að teygjast um of og sneiða skal hjá stórum loftbólum. Þetta ætti að gefa jafna og flauels- kennda froðu. Athugið að ef eitt- hvað fer úrskeiðis og mjólkin fer að frussast upp úr könnunni er bara að slökkva á gufunni. - Færið stútinn út að hlið könn- unnar þegar mjólkin er orðin um það bil 37 gráðu heit. Færið hann svo niður að botninum. Snúið stútnum rangsælis hring eftir hring í könnunni þar til mjólkin nær um það bil 68 gráðum. Gætið þess að ekki myndist stórar loftbólur. Froð- an á að vera létt. - Slökkvið nú á stútnum og þurrkið af honum með rökum klút. Látið mjólkina standa í nokkrar sek- úndur. Sláið jafnvel aðeins í könn- una til að losna við loftbólur. Hin fullkomna mjólkurfroða Það er kúnst að gera hnausþykka mjólkurfroðu en kemur þó oftast með æfingunni. Hér fara laufléttar leiðbeiningar. Hver vill ekki geta útbúið ljúffengt latte í morgunsárið? Froðan í senn að vera þétt og létt. NORDICPHOTOS/GETTY Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is KAFFISKOT Í NESPRESSOVÉLAR EINSTÖK TÆKNI LAGAR SIG SJÁLFVIRKT Ð ÞÍNUM SMEKKA HAFÐU KAFFIÐ EINS OG ÞÚ VILT COFFEE IS NOT JUST BLACK Finndu okkur á Facebook.com /NESCAFEDolceGustoIsland FARTÖLVURÝMING VERÐFALL Á YFIR 50 GERÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.