Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 39
KYNNING − AUGLÝSING Kaffi17. MAÍ 2013 FÖSTUDAGUR 3
Kaffivélin A Modo Mio er nýj-ung á markaðnum. Vélin er fallega hönnuð í klassísk-
um og fáguðum stíl en í hana eru
notuð hylki með kaffi frá Lavazza
sem einnig komu ný á markað í
tengslum við vélina.
„A Modo Mio er handhæg og
sérstaklega skemmtileg heimilis-
vél en hentar einnig vel á vinnu-
stöðum og víðar,“ segir Sigrún
Jóna Norðdahl, kaffibarþjónn og
sölufulltrúi hjá Karli K. Karlssyni
hf. sem fer með umboð Lavazza-
kaffis. Kaffivélin sjálf er f lutt inn
af Ormsson en hana má fá í nokkr-
um litum og útgáfum.
Stærsti kosturinn við vélina að
sögn Sigrúnar er að hver einasti
kaffibolli verður góður. „Kaffið úr
vélinni er alltaf ferskt og gott enda
er hverjum kaffiskammti þjappað
í lokað, loftþétt hylki sem trygg-
ir gæði kaffisins. Þannig missir
kaffið ekkert af ferskleika sínum
enda kemst súrefnið ekki að því,“
upplýs-
ir hún.
Hægt er að velja á milli átta mis-
munandi kaffiblandna frá A Modo
Mio. „Þetta er hentugt því þannig
getur hver og einn á heimilinu átt
sína eigin kaffiblöndu enda ekki
lagaður nema einn bolli í einu,“
segir Sigrún og bætir við að með
vélinni sé hægt að útbúa mis-
munandi gerðir af kaffidrykkj-
um. „Auðvelt er að útbúa t.d. latte,
capp uccino, espresso og americ-
ano, allt eftir smekk hvers og eins.“
Hver t kaf f ihylk i inniheld-
ur 100% Lavazza-kaffi. „Lavazza
er rótgróið ítalskt kaffibrennslu-
fyrirtæki sem hefur verið í eigu
sömu fjölskyldu í fjóra ættliði.
Fyrirtækið sérhæfir sig í espresso-
kaffiblöndum þótt einnig sé hægt
að fá aðrar blöndur. Hjá Lavazza
er lögð mikil áhersla á að velja
gott hráefni svo blöndurnar haldist
alltaf eins,“ segir Sigrún og bendir
á að allt kaffið frá Lavazza sé unnið
á Ítalíu. Kaffihylkin í nýju kaffivél-
ina má fá í helstu matvöruverslun-
um en einnig í Ormsson og
hjá Karli K. Karlssyni.
A Modo Mio kaff i-
vélarnar fást í þremur
tegundum og eru á verð-
bilinu 29.900 til 45.900
krónur. Þær fást meðal
annars í verslunum Orms-
son og hjá Karli K. Karls-
syni í Skútuvogi 5. Vél-
arnar eru allar eins í grunninn
og er hægt að stilla vatnsmagn í
hvern bolla eftir hentugleika og
freyða mjólk, auk þess sem ein
tegundin hefur áfastan mjólkur-
freyðara. Vatnstankur vélarinn-
ar tekur tæpan lítra og vélin hefur
15-bara þr ýsting sem tr yggir
góða „cremu“ og gott hitastig í
hverjum bolla.
Nánari upplýsingar um vélarn-
ar má finna á www.ormsson.is
Handhægar og auðveldar í notkun
Ferskleiki kaffisins er tryggður með espresso-kaffivélinni A Modo Mio frá AEG sem framleidd er í samstarfi við Lavazza á Ítalíu. Í
vélina er notað fyrsta flokks kaffi sem pakkað er í lofttæmd hylki. Vélarnar eru litlar og auðveldar í notkun sem gerir þær að frábærri
viðbót í öll eldhús, hvort sem er á heimili, í bústaðnum eða á vinnustaðnum.
Hægt er að velja á milli átta
mismunandi kaffiblandna frá
A Modo Mio.
Stærsti kosturinn við vélina að sögn Sigrúnar er að hver einasti kaffibolli verður góður. „Kaffið úr vélinni er alltaf ferskt og gott enda er
hverjum kaffiskammti þjappað í lokað, loftþétt hylki sem tryggir gæði kaffisins.“ MYND/GVA
Einfaldasta nýtingin á afgangs-
kaffi er að kæla það í ísskáp og
nota í ískaffi síðar. Þá er bráðsnið-
ugt að frysta kaffi í ísmolaboxi og
nota í morgunþeytinginn ásamt
frosnum banönum og kókosmjólk.
Kaffi er einnig mjög gott í krydd-
löginn sem marinera á rifjas-
teikina í áður en henni er skellt á
grillið.
Kjöt kaffært
í kaffi
Kaffi má nýta á ýmsan annan hátt en með
rjómablandi í rósóttum bolla. Kaldan kaffiafgang
má til dæmis nota í ískaffi eða í þeyting. Þá er
rótsterkt kaffi kjörið í marineringarlög á
rifjasteikina áður en hún fer á grillið.
Kaffimarinering
4 bollar vatn
3 bollar sterkt kaffi, kælt
1/2 bolli kosher-salt
3 msk. og 2 tsk. að auki af dökkum
púðursykri
1/4 bolli hlynsíróp
2 msk. saxað rósmarín
2 msk. og 1 tsk. að auki af
Worchestershire-sósu
2 bollar ísmolar
2 kg rifjasteik
Hrærið vatni, kaffi, salti og sykri í stóra
skál og þar til sykurinn og saltið leys-
ist upp. Bætið þá sírópi, rósmaríni,
worchestershire-sósu og ísmolum út í og
hrærið þar til þeir bráðna. Setjið þá rifin
út í löginn og fergið svo lögurinn fljóti vel
yfir. Lokið og geymið í kæli í 6 tíma.
Grillið.
ww.bonappetit.com
Fyrir heimili og vinnustaði
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Save the Children á Íslandi