Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 8
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
FANGELSISMÁL Evrópuráðsnefnd
gegn pyntingum gagnrýnir meðal
annars að ekki hafi verið ákveð-
ið að tilkynna alvarlegt atvik
sem nýlega kom upp í fangelsinu
á Akureyri til viðeigandi stofn-
unar. Þá ógnaði fangi samfanga
sínum með hnífi. Þetta kemur
fram í drögum að skýrslu nefnd-
arinnar, sem var hér á ferð í sept-
ember á síðasta ári. Skýrslan er
nú í umsagnarferli hjá íslenskum
yfirvöldum. Nefndin gerði úttekt
hjá lögreglunni á geðdeildum og
fangelsum hér á landi.
Í skýrslu nefndarinnar kemur
fram að þar sem fanginn hafi ekki
slasast hafi fangelsismálayfirvöld
á Akureyri ekki aðhafst sérstak-
lega í málinu að öðru leyti en því
að bjóða fórnarlambinu að leggja
fram kæru.
Nefndin gagnrýnir þetta verk-
lag og segir að tilkynna beri öll
alvarleg atvik um ofbeldi á milli
fanga til viðeigandi yfirvalda.
Engar skráningar eru held-
ur til um atvik sem nefndin
lítur alvarlegum augum. Þá var
fangi á Litla-Hrauni í fyrra fest-
ur á grúfu á planka með hendur
fyrir aftan bak í um tvo klukku-
tíma. Þar segir að fanganum hafi
hugsanlega stafað hætta af með-
ferðinni, sér í lagi þar sem hann
er að sögn asma veikur. Nefndin
fer fram á tafarlausa rannsókn á
atvikinu.
Jafnframt kemur fram að
hjúkrunarfræðingar sem starfa
á Litla-Hrauni tilkynni ekki sér-
staklega eða skrái þegar fangi
leiti til þeirra eftir ofbeldi sam-
fanga. Hafi hjúkrunarfræðingar
tjáð nefndinni að þeir yrðu varir
við áverka á föngum eftir aðra
fanga að meðaltali einu sinni í
viku. Nefndin gagnrýnir að þrátt
fyrir þessa vitneskju sé ofbeldið
hvorki tilkynnt á viðeigandi staði
né skráð í atvikaskrá, heldur
einungis skráð í sjúkraskrá við-
komandi einstaklings.
Nefndin vill að verkferlar varð-
andi atvikaskráningar á Litla-
hrauni verði endurskoðaðir og
það tryggt að hvenær sem heil-
brigðisstarfsfólk verði vitni að
áverkum sé það tilkynnt til við-
eigandi yfirvalda. Einnig vill
nefndin að komið verði á fót mið-
stýrðri skráningu svo betur hægt
sé að fylgjast með ástandi innan
fangelsisins og koma í veg fyrir
frekara ofbeldi.
hanna@frettabladid.is
Pyntinganefnd gagnrýnir
skort á atvikaskráningum
Evrópuráðsnefnd gegn pyntingum gerir athugasemdir við að alvarleg atvik innan fangelsanna séu ekki til-
kynnt til viðeigandi stofnana. Engar opinberar skráningar um ofbeldi á meðal fanga, þrátt fyrir fjölda tilfella.
LITLA-HRAUN Pyntinganefnd Evrópuráðs setur út á ýmis atriði er varða fangelsi á Íslandi í drögum að skýrslu nefndarinnar sem
var gerð hér á landi síðastliðið ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
• •
Ásdís Ragna, Grasalæknir, heldur
fróðlegt námskeið, mánudaginn
27. maí, kl. 18:30 - 20:30
Viltu læra að tína
og nota íslenskar
lækningajurtir?
ATVINNULÍF Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra, hefur
verið ráðin for-
stöðumaður
nýs mennta- og
nýsköpunar-
sviðs Samtaka
atvinnulífsins.
Stofnun mennta-
sviðs er liður í
aukinni áherslu
SA á menntamál
og nýsköpun.
Það er mat Þorsteins Víglunds-
sonar, framkvæmdastjóra SA, að
mikill fengur sé fyrir samtökin að
fá Þorgerði til liðs við sig enda sé
þekking hennar á sviði mennta-
mála víðtæk. Þorgerður segir að
efling menntunar sé tvímælalaust
liður í að tryggja undirstöður
bæði atvinnulífs og samfélags til
lengri og skemmri tíma. - shá
Nýtt menntasvið hjá SA:
Þorgerður Katr-
ín ráðin til SA
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður-
nesjum leitar brennuvargs
sem grunaður er um íkveikju
þegar eldur kom upp í vinnusal
í Bláfells ehf. á þriðjudag. Í til-
kynningu frá lögreglu segir að
ummerki bendi til innbrots og
íkveikju og að notaður hafi verið
eldfimur vökvi til að kveikja í.
Mikill reykur var í húsnæðinu en
úðakerfi hafði slökkt eldinn að
mestu. Málið er í rannsókn. - hó
Eldur í verksmiðjuhúsnæði:
Lögreglan leitar
brennuvargs
ÞORGERÐUR
KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
ÍSRAEL, AP John Kerry, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hvatti
stjórnvöld í Ísrael í gær til þess
að stöðva uppbyggingu landtöku-
manna á hernumdum svæðum í
Palestínu til að glæða vonir um
frið fyrir botni Miðjarðarhafs.
Í heimsókn sinni hitti Kerry
bæði Benjamin Netanjahú,
forsætis ráðherra Ísraels, og
Salam Fajad, fráfarandi forsætis-
ráðherra Palestínu, í von um að
friðarferlið kæmist aftur á skrið
eftir hátt í fimm ára kyrrstöðu.
Kerry undirstrikaði stuðning
Bandaríkjanna við það sjónarmið
Ísraela að friðarviðræður hefjist
án ákveðinna skilyrða. Deilan
um landnámið má ekki, að sögn
Kerrys, standa í vegi fyrir því
að loks verði hægt að binda enda
á ófriðinn með skýrum landa-
mærum.
„Staða Bandaríkjanna varðandi
landnámið er skýr og óbreytt. Það
ætti að stöðva,“ sagði Kerry og
sagði þá skoðun vera í samræmi
við kröfur alþjóðasamfélagsins.
Kerry sagði að framhaldið
væri í höndum leiðtoga Ísraels
og Palestínu. „Við erum að koma
að þeim tímapunkti þegar verður
að horfast í augu við erfiðar
ákvarðanir.“ - þj
John Kerry um Ísrael og friðarferlið:
Landtökur þarf að
stöðva strax
FUNDUR Í JERÚSALEM John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Staða Bandaríkjanna
varðandi landnámið er
skýr og óbreytt. Það ætti
að stöðva.
John Kerry
utanríkisráðherra Bandaríkjanna