Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 8
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 FANGELSISMÁL Evrópuráðsnefnd gegn pyntingum gagnrýnir meðal annars að ekki hafi verið ákveð- ið að tilkynna alvarlegt atvik sem nýlega kom upp í fangelsinu á Akureyri til viðeigandi stofn- unar. Þá ógnaði fangi samfanga sínum með hnífi. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu nefnd- arinnar, sem var hér á ferð í sept- ember á síðasta ári. Skýrslan er nú í umsagnarferli hjá íslenskum yfirvöldum. Nefndin gerði úttekt hjá lögreglunni á geðdeildum og fangelsum hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að þar sem fanginn hafi ekki slasast hafi fangelsismálayfirvöld á Akureyri ekki aðhafst sérstak- lega í málinu að öðru leyti en því að bjóða fórnarlambinu að leggja fram kæru. Nefndin gagnrýnir þetta verk- lag og segir að tilkynna beri öll alvarleg atvik um ofbeldi á milli fanga til viðeigandi yfirvalda. Engar skráningar eru held- ur til um atvik sem nefndin lítur alvarlegum augum. Þá var fangi á Litla-Hrauni í fyrra fest- ur á grúfu á planka með hendur fyrir aftan bak í um tvo klukku- tíma. Þar segir að fanganum hafi hugsanlega stafað hætta af með- ferðinni, sér í lagi þar sem hann er að sögn asma veikur. Nefndin fer fram á tafarlausa rannsókn á atvikinu. Jafnframt kemur fram að hjúkrunarfræðingar sem starfa á Litla-Hrauni tilkynni ekki sér- staklega eða skrái þegar fangi leiti til þeirra eftir ofbeldi sam- fanga. Hafi hjúkrunarfræðingar tjáð nefndinni að þeir yrðu varir við áverka á föngum eftir aðra fanga að meðaltali einu sinni í viku. Nefndin gagnrýnir að þrátt fyrir þessa vitneskju sé ofbeldið hvorki tilkynnt á viðeigandi staði né skráð í atvikaskrá, heldur einungis skráð í sjúkraskrá við- komandi einstaklings. Nefndin vill að verkferlar varð- andi atvikaskráningar á Litla- hrauni verði endurskoðaðir og það tryggt að hvenær sem heil- brigðisstarfsfólk verði vitni að áverkum sé það tilkynnt til við- eigandi yfirvalda. Einnig vill nefndin að komið verði á fót mið- stýrðri skráningu svo betur hægt sé að fylgjast með ástandi innan fangelsisins og koma í veg fyrir frekara ofbeldi. hanna@frettabladid.is Pyntinganefnd gagnrýnir skort á atvikaskráningum Evrópuráðsnefnd gegn pyntingum gerir athugasemdir við að alvarleg atvik innan fangelsanna séu ekki til- kynnt til viðeigandi stofnana. Engar opinberar skráningar um ofbeldi á meðal fanga, þrátt fyrir fjölda tilfella. LITLA-HRAUN Pyntinganefnd Evrópuráðs setur út á ýmis atriði er varða fangelsi á Íslandi í drögum að skýrslu nefndarinnar sem var gerð hér á landi síðastliðið ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN • • Ásdís Ragna, Grasalæknir, heldur fróðlegt námskeið, mánudaginn 27. maí, kl. 18:30 - 20:30 Viltu læra að tína og nota íslenskar lækningajurtir? ATVINNULÍF Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðin for- stöðumaður nýs mennta- og nýsköpunar- sviðs Samtaka atvinnulífsins. Stofnun mennta- sviðs er liður í aukinni áherslu SA á menntamál og nýsköpun. Það er mat Þorsteins Víglunds- sonar, framkvæmdastjóra SA, að mikill fengur sé fyrir samtökin að fá Þorgerði til liðs við sig enda sé þekking hennar á sviði mennta- mála víðtæk. Þorgerður segir að efling menntunar sé tvímælalaust liður í að tryggja undirstöður bæði atvinnulífs og samfélags til lengri og skemmri tíma. - shá Nýtt menntasvið hjá SA: Þorgerður Katr- ín ráðin til SA LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum leitar brennuvargs sem grunaður er um íkveikju þegar eldur kom upp í vinnusal í Bláfells ehf. á þriðjudag. Í til- kynningu frá lögreglu segir að ummerki bendi til innbrots og íkveikju og að notaður hafi verið eldfimur vökvi til að kveikja í. Mikill reykur var í húsnæðinu en úðakerfi hafði slökkt eldinn að mestu. Málið er í rannsókn. - hó Eldur í verksmiðjuhúsnæði: Lögreglan leitar brennuvargs ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR ÍSRAEL, AP John Kerry, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti stjórnvöld í Ísrael í gær til þess að stöðva uppbyggingu landtöku- manna á hernumdum svæðum í Palestínu til að glæða vonir um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Í heimsókn sinni hitti Kerry bæði Benjamin Netanjahú, forsætis ráðherra Ísraels, og Salam Fajad, fráfarandi forsætis- ráðherra Palestínu, í von um að friðarferlið kæmist aftur á skrið eftir hátt í fimm ára kyrrstöðu. Kerry undirstrikaði stuðning Bandaríkjanna við það sjónarmið Ísraela að friðarviðræður hefjist án ákveðinna skilyrða. Deilan um landnámið má ekki, að sögn Kerrys, standa í vegi fyrir því að loks verði hægt að binda enda á ófriðinn með skýrum landa- mærum. „Staða Bandaríkjanna varðandi landnámið er skýr og óbreytt. Það ætti að stöðva,“ sagði Kerry og sagði þá skoðun vera í samræmi við kröfur alþjóðasamfélagsins. Kerry sagði að framhaldið væri í höndum leiðtoga Ísraels og Palestínu. „Við erum að koma að þeim tímapunkti þegar verður að horfast í augu við erfiðar ákvarðanir.“ - þj John Kerry um Ísrael og friðarferlið: Landtökur þarf að stöðva strax FUNDUR Í JERÚSALEM John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Staða Bandaríkjanna varðandi landnámið er skýr og óbreytt. Það ætti að stöðva. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.