Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 99
LAUGARDAGUR 25. maí 2013 | MENNING | 59
Engin plata hefur selst hraðar
á árinu í Bretlandi en Random
Access Memories með franska
rafdúettnum Daft Punk. Hún
seldist í 133 þúsund eintökum á
aðeins fjórum dögum og sló met
Michaels Bublé, sem seldi 121
þúsund eintök af plötu sinni fyrr
á þessu ári fyrstu vikuna eftir að
hún kom út.
Sú plata sem hefur selst hrað-
ast í Bretlandi fyrr og síðar er Be
Here Now með Oasis sem seldist í
600 þúsund eintökum fyrstu vik-
una árið 2007. Liam Gallagher,
fyrrverandi söngvari Oasis, seg-
ist ekki vera hrifinn af smáskífu-
lagi Daft Punk, Get Lucky, og
segir að hann hefði getað samið
það á einni klukkustund.
Hraðamet í
Bretlandi
DAFT PUNK Franski rafdúettinn hefur
selt plötu sína hraðast allra á árinu.
NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrrverandi Bítillinn Paul
McCartney hefur skrifað bréf
til stuðnings
Mariu Alyokh-
inu, meðlimi
rússnesku
pönksveitar-
innar Pussy
Riot. Hún
ætlar í hungur-
verkfall vegna
þess að henni
var neitað um
að vera við-
stödd fund þar
sem úrskurðað
verður hvort
hún fái reynslu-
lausn úr fangelsi.
McCartney skrifaði einnig
stuðningsbréf vegna annars með-
lims Pussy Riot, Nadezhdu Tolo-
konnikovu, sem var neitað um
reynslulausn í síðasta mánuði.
Bréfin hafa verið sent til rúss-
neskra yfirvalda þar sem óskað
er eftir því konunum tveimur
verði sleppt úr haldi.
Skrifaði bréf
til Rússlands
PAUL
MC CARTNEY
Bítillinn fyrr-
verandi hefur
skrifað bréf til rúss-
neskra yfirvalda.
„Ég bjó úti í Kaupmannahöfn
í ein níu ár og var í MA-námi í
umhverfis verkfræði. Svo fór ég að
halla mér að Bakkusi, lenti í slysi
og braut á mér báðar lappirnar og
varð í kjölfarið fyrir mikilli and-
legri vakningu. Ég flutti síðan heim
til Íslands árið 2011 og hóf mína
edrúgöngu,“ segir Sverrir Steinn
Sverris son, sem kveðst hafa málað
sig úr umhverfisverkfræðinni og
inn í nýtt líf. Sverrir er sjálfmennt-
aður í málaralistinni og hélt sína
fyrstu sýningu í Molanum í Kópa-
vogi síðasta sumar.
Hann kveðst hafa sinnt málara-
listinni lítillega fyrir slysið en snúið
sér í meira mæli að listinni eftir
það. „Ég var í gifsi á báðum fótum
upp að hnjám og gat því lítið annað
gert en að mála í þrjá mánuði.“
Sýningin í Molanum bar yfir-
skriftina Göngutúr með almættinu
og mældist hún vel fyrir meðal sýn-
ingargesta. „Eins og nafn sýning-
arinnar gefur til kynna voru þetta
verk sem ég hafði gert bæði áður
en ég braut mig og eftir að ég var
kominn aftur á fætur og farinn að
ganga annan veg í lífinu.“
Í vetur ákvað Sverrir Steinn að
sækja tíma hjá listakonunni Þuríði
Sigurðardóttur og bæta færni sína í
olíumálun. „Ég vildi fyrst og fremst
læra reglurnar. Þuríður sagði að ég
hefði byrjað á því að brjóta allar
reglurnar og að nú yrði ég að fara
eftir þeim. Sem er kannski svo lítið
í takt við líf mitt,“ segir hann og
hlær.
Aðspurður viðurkennir Sverrir
að hið nýja áhugamál hafi komið
fjölskyldu hans töluvert á óvart.
„Þetta kom þeim ágætlega á óvart,
en þó aðallega vinum mínum.
Draumurinn er að geta lagt meiri
stund á málaralistina í framtíðinni,“
segir Sverrir Steinn að lokum. - sm
Málaði sig úr verkfræði og inn í nýtt líf
Sverrir Steinn Sverrisson sneri sér að málaralistinni eft ir slys. Hélt sína fyrstu sýningu síðasta sumar.
MÁLAÐI SIG INN Í NÝTT LÍF Sverrir
Steinn Sverrisson sinnir málaralistinni
af miklum móð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Söngkonan vinsæla Ke$ha hefur
vakið reiði ýmissa foreldrasam-
taka í Bandaríkjunum með því
að drekka eigið hland í raunveru-
leikaþætti sínum á MTV.
Í þættinum Ke$ha: My Crazy
Beautiful Life, sem sýndur var á
MTV í vikunni, er atriði þar sem
söngkonan pissar í plastflösku og
fær sér sopa.
Í viðtali við Hollywood
Reporter sagðist Ke$ha sjálf lítið
skilja í hamaganginum í kring-
um atriðið. „Ég frétti að þetta
væri hollt. Ég er líka þannig gerð
að ég hræðist ekki áskoranir,
svo ég prófaði þetta. En ég mæli
ekki með þessu. Þetta var frekar
ógeðslegt og ég græddi ekkert
á þessu, svo ég myndi ekki gera
þetta aftur,“ sagði söngkonan.
Hlanddrykkja
vekur reiði
KE$HA Söngkonan skilur ekkert í hama-
ganginum í kringum pissudrykkju sína.
Taktu daginn frá fyrir Kvennahlaupið 8. júní
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er orðinn fastur hluti af lífi þúsunda kvenna.
Hlaupið er haldið á 90 stöðum víðs vegar um land og á 20 stöðum erlendis.
Í ár er hlaupið í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman, sem árlega veitir
myndarlega fjárstyrki til íslenskra grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.
Sjá nánar á www.sjova.is