Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 41
WAGNER Á KJARVALSSTÖÐUM
Anna Jónsdóttir sópransöngkona og Richard Simm píanó-
leikari flytja tónlist eftir Richard Wagner á Kjarvals-
stöðum á morgun kl. 17.00. Á efnisskránni eru þrjú
frönsk ljóð, Wesendonk Lieder og aríur úr óperunum
Tannhäuser, Lohengrin og Tristan und Isolde.
FÓTBOLTAHETJA
Baldur Sigurðsson segir
það hafa gert sig að
góðum knattspyrnu-
manni að spila fótbolta
við sér eldri og reyndari
stráka á uppvaxtar-
árunum í Mývatnssveit.
Á unglingsaldri fékk
hann stundum far með
vöruflutningabílum yfir
til Húsavíkur til að geta
stundað æfingar hjá
Völsungi. Með því liði,
og aðeins sextán ára,
fékk hann viðurnefnið
Smalinn.
MYND/ANTON
Mín fyrstu kynni af fótbolta voru í garðinum heima með pabba. Þá var ég fjögurra ára og pabbi
leyfði mér að vinna sig. Það efldi með
mér sjálfstraust og áhuga á fótboltanum.
Þegar ég stálpaðist meira var ég alla
daga í fótbolta með mér eldri og fremri
strákum og það hjálpaði líka. Á endanum
skildi ég stóru strákana eftir enda var
fótboltinn alltaf númer eitt hjá mér og
skólinn númer tvö,“ segir Baldur, sem í
fótboltaheiminum gengur undir gælu-
nafninu Smalinn og kann því vel.
„Já, mér þykir vænt um þetta gælu-
nafn því það yljar og minnir á ræturnar.
Magnús Halldórsson, blaðamaður og fyrr-
verandi liðsfélagi úr Völsungi, kom með
nafngiftina þegar liðið kom að sunnan og
ég var í göngum hjá mömmu. Á bænum
er hvorki farsíma- né sjónvarpssamband
svo strákarnir óku inn langan dalinn og
heim á bæ. Þar stóð ég í sveitagallanum
og vaðstígvélum uppi í brekku og þótti
svo fyndið að Maggi bjó til þetta gælu-
nafn sem hefur fylgt mér æ síðan,“ segir
Baldur og hlær.
HEILLAÐUR AF SVEITINNI
Baldur ólst upp hjá föður sínum og systur
á bænum Reykjahlíð 4 í Mývatnssveit en
foreldrar hans skildu þegar hann var á sjö-
unda ári. Þá flutti móðir hans að bænum
Hvammi í Svartárdal í Húnavatnssýslu þar
sem hún tók við búi eftir lát föður síns.
„Mamma hafði hagsmuni okkar syst-
kina að leiðarljósi þegar við urðum eftir
hjá pabba því þar höfðum við alist upp
og áttum orðið góða vini. Samkomulag
foreldra minna var líka alltaf eins og best
verður á kosið og til að mynda keyrðu
þau hvort til móts við annað með okkur
systkinin þegar við fórum í lengri fríum
SMALADRENGURINN
SVEITAPILTUR Mývetningurinn og KR-ingurinn Baldur Sigurðsson er marka-
hæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hann vildi nú helst vera í sauðburði.
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
1.250 kr
1.350 kr
HOLLT
OG GOTT
PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 - www.pho.is
1.250 kr
Opið:
mán - föst Kl. 11 - 21
lau - sun Kl. 12 - 21
BJÓÐUM UPP Á
HEIMSENDINGU
Jakki á 10.900 kr.
Buxur á 6.900 kr.
Bolur á 1.990 kr.
Trefill á 1.890 kr.
Nefkvef, hnerri og
eru helstu einkenni frjókornaofnæmis
Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni
sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum
hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmis-
vaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með
áframhaldandi notkun.
Sinose er þrívirk blanda
sem hreinsar, róar og ver.
Hentar einnig þeim sem
þjást af stífluðu nefi og
nef- og kinnholubólgum.
Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu
og meðan á brjóstagjöf stendur.
Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni.
Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Frekari upplýsingar www.gengurvel.is
Náttúrulegi
nefúðinn sem
sló í gegn
sumarið
2012