Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 76
Ferðir LAUGARDAGUR 25. MAÍ 20138 FYRSTI KVENNAKLÚBBUR INN Í LUNDÚNUM Frá átjándu öld síðustu aldar hefur konum í London verið meinaður aðgangur að sér stökum karlaklúbbum sem hafa lifað góðu lífi víðs vegar um borgina. Nú er 21. öldin hins vegar runnin upp og þótti tími til kominn að opna sérstakan kvennaklúbb. Var það gert fyrir skemmstu og er hann sannarlega ekki af verri endanum. Klúbburinn, sem er staðsettur í glæsihverfinu Belgravia, heitir Grace Belgravia. Þar ríkir mottóið fegurðin að innan og er lögð höfuðáhersla á heilsurækt, vel- líðan og lífsstíl meðlima. Þeir hafa aðgang að alls kyns útpældum lúxusrýmum, líkamsræktarstöð, sundlaug og fjölmörgum nudd- stofum. Boðið er upp á einka- þjálfun, pilates, jóga, spinning og dans. Í klúbbnum er sömuleiðis bókasafn og er hægt að skrá sig í alls kyns bóka- og samræðu- klúbba. Þar er líka kaffitería af bestu gerð með alls kyns heilsu- réttum. Á fimmtudögum og föstudögum er líka boðið upp á kokkteila. Karlmenn fá ekki að koma inn í klúbbinn nema á fimmtudögum en þá gefst þeim kostur á að snæða þar kvöldmat. Sams konar fyrirkomulag hefur löngum tíðk- ast í karlaklúbbum sem hleypa konum inn einu sinni í viku. MATUR Á FERÐALÖGUM Mikill vöxtur hefur orðið í matar- tengdri ferðaþjónustu hérlendis undanfarin ár, auk þess sem úrval veitingastaða á landsbyggðinni hefur aldrei verið meira. Margir minni veitingastaðir bjóða upp á metnaðarfullan matseðil sem byggir að mestu leyti á hráefni úr héraði sem oft er matreitt á nýstár- legan máta. Vefurinn iceland local- foodguide.is fór í loftið í fyrra og var upphaflega ætlaður erlendum ferðamönnum. Hann nýtist þó Íslendingum líka vel en þar má finna lista yfir fjölda veitingastaða á landsbyggðinni auk höfuðborgar- svæðisins. Fjöldi myndbanda er einnig á vefnum sem kynna áhuga- verða veitingastaði og skemmti- legar matarhefðir ólíkra landshluta. Fjölmiðlakonan góðkunna, Vala Matt, stendur á bak við vefinn og efni hans má einnig finna á Face- book, Youtube og Twitter. Fyrir þá sem vilja nærast á góðum, hollum og spennandi mat á ferðalagi innanlands ættu að kynna sér vefinn. Til stendur að breyta skrifstofum á efstu hæð Illums Bolighus í Kaupmannahöfn í hótelsvítur. Gestir fá þá útsýni yfir Amagertorv og Strikið eins og Túristi.is segir frá. Herbergin verða í dýrari kantinum en framkvæmdastjóri Illums segir í samtali við Berlingske að ákveðið hafi verið að nýta betur efstu hæðina, sem í dag hýsir skrifstofur. Þar sé verönd með frábæru útsýni yfir borgina. Svíturnar verði tíu talsins en full þörf sé fyrir lúxus- gistingu í Kaupmannahöfn. Framkvæmdastjóri Wonderful Copenhagen tekur í sama streng. Hann segir framboð af lúxusveitingastöðum og -börum í Kaup- mannahöfn gott og í raun betra en framboð af lúxusgistingu. Það misræmi þurfi að laga. Það geti fælt ferðamenn með mikið milli handanna frá ef þeir finna ekki gistingu á sama mælikvarða og mat og drykk í borginni. MEIRI LÚXUS Í KÖBEN NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Alltaf laus sæti. BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina. REYKJAVÍK KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Frí þráðlaus internettenging í öllum bílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.