Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 40
Ferðir LAUGARDAGUR 25. MAÍ 20134
á himneskan mat og útsýni yfir Mið-
jarðarhafið. Síðan má gera sér ferð á
Ajuna niður við ströndina sem er topp-
veitingastaður.
Barcelona er matarborg með sína frá-
bæru tapas-rétti, auk þess sem þar er
matarmarkaðurinn mikli, La Boqueria.
Á Grikklandi eru margir spennandi
veitingastaðir. Best er að forðast þá í túr-
istagötum og borða á sömu stöðum og
heimamenn.
Tyrkir eiga sömuleiðis góða veitinga-
staði og bent er á að prófa heimamat.
Á Taormina á Sikileyjum eru eðalveit-
ingahús og trattoriur í röðum. Hægt er
að benda á Vicolo Stretto fyrir útsýnið
og sjávarfangið en einnig Bye Bye Blues
í Palermo.
Fyrir þá sparsömu
Albanía er heillandi staður og minnir á
Grikkland. Fólkið er gestrisið og náttúr-
an falleg. Verðlagið er þó mun hagstæð-
ara en í löndunum í kring og líklega er
þetta ódýrasti sumarleyfisstaðurinn.
Á Tyrklandi er hægt að fá ágæt hótel á
góðu verði. Maturinn er ekki heldur dýr.
Túnis er staður þar sem ódýrt er að
vera með fjölskyldunni. Svo er gott að at-
huga að ferðir í júní og september eru
ódýrari en um mitt sumar.
Borg og strönd
Sumir vilja njóta bæði borgar og strand-
ar á ferðalaginu. Í Nice er það auðvelt
og sömuleiðis í Barcelona, Aþenu, Split í
Króatíu og Valencia á Spáni.
Þeir nöktu
Cap d‘Agde við frönsku Miðjarðarhafs-
ströndina er þekktasta og stærsta svæðið
fyrir nektarunnendur, þar er þá sem vilja
ganga um naktir. Á þessu svæði er enginn
í fötum, hvorki á veitingahúsum, í versl-
unum eða annars staðar. Um 25 þúsund
manns mæta á svæðið yfir hásumarið og
njóta þess að vera klæðlausir.
La Cala, Denia á Spáni er fyrir norð-
an Alicante og þar er besta nektarströnd
Spánar.
Hægt er að fara í „naktar“ siglingar frá
Omis og Split í Króatíu þar sem komið er
við á nektarströndum.
Binigaus á Menorcu á Spáni er vin-
sæl nektarbaðströnd og önnur þekkt er á
Korfu í Grikklandi.
Split í Króatíu. Í Króatíu eru góðar strendur og skemmtilegar borgir og bæir.
Bland í poka
Sameinuðu þjóðirnar hvetja nú heimsbúa til að kjamsa á skor-
dýrum vegna hollustu þeirra og framtíðar jarðar. Hafðu neðan-
greinda útsölustaði skordýrasnarls á bak við eyrað næst þegar þú
leggur land undir fót.
● Dounghuamen-næturmarkaðurinn í Peking er iðandi veislu-
borð ferskra margfætlna, silkiorma, sporðdreka, bjalla og
krybba sem oftast eru steikt og þrædd upp á tein.
● Í Suður-Mexíkó þykja spriklandi engisprettur lostæti, steikt-
ar með eldpipar, límónu og hvítlauk og hægt að nálgast bæði á
veitingastöðum og mörkuðum.
● Lirfur trjámölflugna hafa löngum þótt hnossgæti meðal frum-
byggja Ástralíu og bjóðast nú vítt og breitt þar í landi. Ristað-
ar lirfur verða stökkar að utan en gulleitar og minna á mjúka
eggjarauðu að innan.
● Í Taílandi er ekkert sjálfsagðara en að snarla á steiktu skor-
kvikindi. Stórar vatnapöddur, krybbur, bambusormar og engi-
sprettur eru alls staðar nálægar og bornar fram í kramarhús-
um eins og hvert annað gotterí. Ef valkvíði læðist að svöngum er
óþarfi að örvænta því skordýrasölumenn bjóða líka upp á bland
í poka.
Púpur silkiorma þræddar upp á spjót á Donghuamen-næturmarkaðinum í Kína.
Bærinn Eze á frönsku rivíerunni. Þangað ættu matgæðingar að fara.