Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 10
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 DÓMSMÁL Álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að stjórnvöldum hafi verið óheimilt að banna al- farið veitingu gengistryggðra lána í krónum vekur spurningar um bóta- ábyrgð ríkisins gagnvart innlendum fjármálastofnunum. Þetta segir Tómas Hrafn Sveins- son, héraðsdómslögmaður hjá Mál- flutningsstofu Reykjavíkur og kenn- ari í skaðabótarétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Þessi niðurstaða ESA kemur ekki sérstaklega á óvart en hún veldur því að maður sér fyrir sér að bankar sem orðið hafa fyrir tapi af því að endurreikna gengis- tryggð lán í krónum fari að skoða rétt sinn,“ segir Tómas. Tómas segir að þá þurfi fjár- málafyrirtæki að kanna hvort tap þeirra vegna endurreikninga á til- teknum lánum uppfylli viss skilyrði sem verða að vera fyrir hendi svo ríkið geti borið skaðabótaábyrgð. „Skaðabótaábyrgð kemur aðeins til ef fyrir liggur brot á skuldbind- ingum íslenska ríkisins gagnvart EES-samningnum. Þá þarf brotið að vera alvarlegt og það verður að beinast að tiltekinni reglu sem veit- ir, í þessu tilviki fjármálafyrirtæki, ákveðinn rétt. Loks verður að vera orsakasamhengi milli brots ríkisins á skyldu sinni og tjónsins sem fjár- málafyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir,“ segir Tómas. ESA gaf á fimmtudag út rökstutt álit þess efnis að íslenskum stjórn- völdum hafi verið óheimilt sam- kvæmt EES-samningnum að banna með öllu veitingu gengistryggðra lána í krónum. Þá kallaði ESA eftir því að stjórnvöld myndu bregðast við álitinu ella yrði farið með málið fyrir EFTA-dómstólinn. - mþl Þessi niðurstaða kemur kannski ekki sérstak- lega á óvart. Tómas Hrafn Sveinsson, héraðs- dómslögmaður ESA telur að ríkinu hafi verið óheimilt að banna alfarið veitingu gengistryggðra lána í krónum: Bankar gætu átt skaðabótakröfu á ríkið SJÁVARÚTVEGUR Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegs teymis Íslandsbanka, segir að miðað við sjávarútvegskafla stefnuyfirlýs- ingar ríkistjórnarinnar virðist vera lögð áhersla á að gera greinina arðbærari og stuðla að meiri verð- mætasköpun. Ljóst sé að byggt verði áfram á aflamarkskerfinu þannig að engar meiriháttar breytingar verði frá núverandi kerfi. „Það er jákvætt að stefnt verði að því að gera sjávarútveginn að meira aðlaðandi vinnuumhverfi sem von- andi mun stuðla að ákveðinni ný- liðun í greininni. Eins er það mikil- vægt að greininni verði gert kleift að skila ásættanlegri arðsemi til eigenda til þess að laða að fjárfesta. Það má jafnframt draga þá ályktun að með því að leggja áherslu á aukn- ar nýfjárfestingar og vöruþróun séu einnig meiri líkur á að íslenskur sjávarútvegur verði áfram í fremstu röð,“ segir Rúnar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir að lög um sérstaka veiðigjaldið verði endurskoðuð og frekar horft til afkomu einstakra fyrirtækja í stað sjávarútvegsins í heild, eins og lagabókstafurinn kveður á um í dag. Rúnar segir að Íslandsbanki hafi lagt áherslu á að gæta verði sanngirni þegar kemur að álagningu sérstaks veiðigjalds og því telji bankinn þetta skref í rétta átt. „Þá telur bankinn það jákvætt að lagt sé upp með að vinna áfram með tillögu sáttanefndar, enda var búið að vinna þær tillögur með fjölda hagsmunaaðila innan greinar- innar. Við eigum hins vegar eftir að sjá hvernig endanlegar tillögur stjórnarflokkanna líta út og munum fara betur yfir þetta þegar að því kemur,“ segir Rúnar. - shá Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka leggur mat á stefnu nýrrar ríkisstjórnar: Rennir stoðum undir sjávarútveg RÚNAR JÓNSSON Telur margt jákvætt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. MYND/ÍSLANDSBANKI KOMIÐ TIL HAFNAR Í REYKJAVÍK Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að lög um sérstaka veiðigjaldið verði endur- skoðuð og frekar horft til afkomu einstakra fyrirækja í stað sjávarútvegsins í heild, eins og lagabókstafurinn kveður á um í dag. VIÐSKIPTI Arion banki hefur bætt við lánaframboð sitt tveimur nýjum tegundum óverðtryggðra íbúðalána til fasteignakaupa eða endurfjármögnunar. Annars vegar er um að ræða óverðtryggð íbúðalán byggð á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands að viðbættu 0,95 prósenta álagi sem í dag bæri 6,95 prósenta breytilega vexti. „Hins vegar er um að ræða óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum til þriggja ára,“ segir í til- kynningu Arion banka. - óká Nýjung á fjármálamarkaði: Arion bætir við tveimur lánum COSTA BRAVA 7 N ÆTU R 92.716KR.FRÁ: á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi og morgunverði á Hótel Costa Encantada. Verð á mann frá 120.930 kr. m.v. 2 fullorðna. Brottför er 3. júní (ath. flogið er í gegnum London á útleið). FLOGIÐ 2X Í VIKU Í ALLT SUMAR! MEIRA Á URVALUTSYN.IS ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100 Einnota vörur fyrir veisluna. Pappadiskar einnota, 23 cm, 100 stk. í pakka – Verð: 779 kr. Hampi pálmadiskur, 310x180 mm, 25 stk. í pakka – Verð: 2.529 kr. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 31 55 9 Verð frá 779kr. Mikið úrval. Vistvæn mál, bakkar, diskar, hnífar o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.