Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 10
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
DÓMSMÁL Álit Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA) um að stjórnvöldum
hafi verið óheimilt að banna al-
farið veitingu gengistryggðra lána í
krónum vekur spurningar um bóta-
ábyrgð ríkisins gagnvart innlendum
fjármálastofnunum.
Þetta segir Tómas Hrafn Sveins-
son, héraðsdómslögmaður hjá Mál-
flutningsstofu Reykjavíkur og kenn-
ari í skaðabótarétti við lagadeild
Háskóla Íslands. „Þessi niðurstaða
ESA kemur ekki sérstaklega á óvart
en hún veldur því að maður sér fyrir
sér að bankar sem orðið hafa fyrir
tapi af því að endurreikna gengis-
tryggð lán í krónum fari að skoða
rétt sinn,“ segir Tómas.
Tómas segir að þá þurfi fjár-
málafyrirtæki að kanna hvort tap
þeirra vegna endurreikninga á til-
teknum lánum uppfylli viss skilyrði
sem verða að vera fyrir hendi svo
ríkið geti borið skaðabótaábyrgð.
„Skaðabótaábyrgð kemur aðeins
til ef fyrir liggur brot á skuldbind-
ingum íslenska ríkisins gagnvart
EES-samningnum. Þá þarf brotið
að vera alvarlegt og það verður að
beinast að tiltekinni reglu sem veit-
ir, í þessu tilviki fjármálafyrirtæki,
ákveðinn rétt. Loks verður að vera
orsakasamhengi milli brots ríkisins
á skyldu sinni og tjónsins sem fjár-
málafyrirtækið telur sig hafa orðið
fyrir,“ segir Tómas.
ESA gaf á fimmtudag út rökstutt
álit þess efnis að íslenskum stjórn-
völdum hafi verið óheimilt sam-
kvæmt EES-samningnum að banna
með öllu veitingu gengistryggðra
lána í krónum. Þá kallaði ESA eftir
því að stjórnvöld myndu bregðast
við álitinu ella yrði farið með málið
fyrir EFTA-dómstólinn. - mþl
Þessi
niðurstaða
kemur kannski
ekki sérstak-
lega á óvart.
Tómas Hrafn
Sveinsson, héraðs-
dómslögmaður
ESA telur að ríkinu hafi verið óheimilt að banna alfarið veitingu gengistryggðra lána í krónum:
Bankar gætu átt skaðabótakröfu á ríkið
SJÁVARÚTVEGUR Rúnar Jónsson,
forstöðumaður sjávarútvegs teymis
Íslandsbanka, segir að miðað við
sjávarútvegskafla stefnuyfirlýs-
ingar ríkistjórnarinnar virðist
vera lögð áhersla á að gera greinina
arðbærari og stuðla að meiri verð-
mætasköpun. Ljóst sé að byggt verði
áfram á aflamarkskerfinu þannig að
engar meiriháttar breytingar verði
frá núverandi kerfi.
„Það er jákvætt að stefnt verði að
því að gera sjávarútveginn að meira
aðlaðandi vinnuumhverfi sem von-
andi mun stuðla að ákveðinni ný-
liðun í greininni. Eins er það mikil-
vægt að greininni verði gert kleift
að skila ásættanlegri arðsemi til
eigenda til þess að laða að fjárfesta.
Það má jafnframt draga þá ályktun
að með því að leggja áherslu á aukn-
ar nýfjárfestingar og vöruþróun séu
einnig meiri líkur á að íslenskur
sjávarútvegur verði áfram í fremstu
röð,“ segir Rúnar.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar segir að lög um sérstaka
veiðigjaldið verði endurskoðuð og
frekar horft til afkomu einstakra
fyrirtækja í stað sjávarútvegsins
í heild, eins og lagabókstafurinn
kveður á um í dag. Rúnar segir að
Íslandsbanki hafi lagt áherslu á að
gæta verði sanngirni þegar kemur
að álagningu sérstaks veiðigjalds og
því telji bankinn þetta skref í rétta
átt. „Þá telur bankinn það jákvætt
að lagt sé upp með að vinna áfram
með tillögu sáttanefndar, enda var
búið að vinna þær tillögur með
fjölda hagsmunaaðila innan greinar-
innar. Við eigum hins vegar eftir
að sjá hvernig endanlegar tillögur
stjórnarflokkanna líta út og munum
fara betur yfir þetta þegar að því
kemur,“ segir Rúnar. - shá
Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka leggur mat á stefnu nýrrar ríkisstjórnar:
Rennir stoðum undir sjávarútveg
RÚNAR JÓNSSON Telur margt jákvætt
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
MYND/ÍSLANDSBANKI
KOMIÐ TIL HAFNAR Í REYKJAVÍK Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að lög um sérstaka veiðigjaldið verði endur-
skoðuð og frekar horft til afkomu einstakra fyrirækja í stað sjávarútvegsins í heild, eins og lagabókstafurinn kveður á um í dag.
VIÐSKIPTI Arion banki hefur bætt
við lánaframboð sitt tveimur
nýjum tegundum óverðtryggðra
íbúðalána til fasteignakaupa eða
endurfjármögnunar.
Annars vegar er um að ræða
óverðtryggð íbúðalán byggð á
stýrivöxtum Seðlabanka Íslands að
viðbættu 0,95 prósenta álagi sem í
dag bæri 6,95 prósenta breytilega
vexti. „Hins vegar er um að ræða
óverðtryggð íbúðalán með föstum
vöxtum til þriggja ára,“ segir í til-
kynningu Arion banka. - óká
Nýjung á fjármálamarkaði:
Arion bætir við
tveimur lánum
COSTA
BRAVA
7 N
ÆTU
R
92.716KR.FRÁ:
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu
svefnherbergi og morgunverði á Hótel Costa Encantada.
Verð á mann frá 120.930 kr. m.v. 2 fullorðna. Brottför er 3.
júní (ath. flogið er í gegnum London á útleið).
FLOGIÐ 2X Í VIKU Í ALLT SUMAR!
MEIRA Á URVALUTSYN.IS
ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
Einnota vörur fyrir
veisluna.
Pappadiskar einnota, 23 cm, 100 stk. í pakka – Verð: 779 kr.
Hampi pálmadiskur, 310x180 mm, 25 stk. í pakka – Verð: 2.529 kr.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
31
55
9
Verð frá
779kr.
Mikið úrval. Vistvæn mál,
bakkar, diskar, hnífar o.fl.