Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 98
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 58
Framleiðslufyrirtækið RVK
Studios er að hefja framleiðslu
á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð.
Hún mun verða dýrasta íslenska
þáttaröðin sem hefur verið fram-
leidd hér á landi. Um er að ræða
tíu 58 mínútna langa þætti og
hefjast tökur eftir áramót, hugs-
anlega á Seyðisfirði.
„Serían gerist í litlum bæ úti
á landi. Það er vont veður og
lík rekur á land. Maðurinn er
greinilega nýlátinn og allar
líkur eru á því að hann hafi
verið myrtur og morðinginn er lík-
legast í bænum. Það er allt ófært
og enginn kemst spönn frá rassi,“
segir Sigurjón, spurður út í sögu-
þráðinn. Ólafur Darri Ólafsson
leikur aðalhlutverkið, lögreglu-
stjórann Andra sem rannsakar
málið.
Náðst hefur samkomulag við
DR (Danmarks Radio) um með-
framleiðslu á þáttaröðinni. Það
heyrir til tíðinda því danska sjón-
varpið gerir ekki oft slíka samn-
inga við aðrar ríkisstöðvar. Aðrir
meðframleiðendur og samstarfs-
aðilar eru RÚV, YLE í Finnlandi
og Bavariafilm í Þýskalandi.
„Það er verið að vinna í því
að þetta verði sýnt í helstu lönd-
um Evrópu,“ segir Sigurjón, sem
er spenntur fyrir þessu stærsta
skrefi á handritshöfundarferli
sínum til þessa.
Ófærð er byggð á hugmynd
Sigur jóns og leikstjórans Baltas-
ars Kormáks. Sigurjón fer fyrir
Hundraða milljóna
sjónvarpsþáttaröð
Spennuþáttaröðin Ófærð verður tekin upp hér á landi skömmu eft ir áramót.
Í vor- og sumarlínu tískuhússins Cél-
ine mátti sjá loðsandala og hælaskó
úr litríku loði. Fótabúnaðurinn hefur
skipt fólki í tvo hópa; þeim sem þykir
skórnir flottir og skemmtilegir og svo
þeir sem telja skótauið með því ljót-
asta sem hannað hefur verið.
Sandalarnir eru komnir í sölu og
geta aðdáendur þeirra keypt par á
heilar 112.272 krónur. - sm
Ljótustu sandalarnir
Sitt þykir hverjum um loðskóna úr vorlínu Céline.
RVK Studios var stofnað í lok árs í fyrra af þeim Baltasar Kormáki,
Magnúsi Viðari Sigurðssyni og Sigurjóni Kjartanssyni. Fyrirtækið leggur
áherslu á leikið efni fyrir sjónvarp og bíó. RVK Studios er framleiðandi
nýrra teiknimyndaþátta Hugleiks Dagssonar sem verða frumsýndir í
Sjónvarpinu í haust. Fyrirtækið hefur einnig nýhafið samstarf við CCP um
þróun á sjónvarpsþáttaröð byggðri á tölvuleiknum Eve Online.
handritshöfunda teyminu, sem
einnig er skipað þeim Ólafi Egils-
syni og Jóhanni Ævari Gríms-
syni. „Ég og Magnús Viðar höfum
verið mikið að vinna saman undan-
farin ár í þessum seríum sem við
gerðum hjá Saga Film, eins og
Rétti og Pressu. Þær seríur hafa
ekkert ferðast að ráði til útlanda
enda voru þær framleiddar hér á
landi fyrir íslenska peninga fyrir
íslenskar sjón-
varpsstöðv-
ar fyrst og
fremst. Núna
erum við að
vinna með
erlendum
sjónvarps-
stöðvum, þó
svo að þetta
sé allt
tekið á Íslandi og verði mjög
íslenskt í allri áferð og stemn-
ingu.“
Aðspurður segir Sigurjón að
kostnaðurinn við Ófærð nemi
hundruðum milljóna króna. „Það
myndi teljast ódýr sería á alþjóð-
legan mælikvarða en mjög dýr á
íslenskan.“
Sökum þess hve verkefnið er
umfangsmikið munu nokkrir leik-
stjórar koma að seríunni. Baltasar
ætlar að leikstýra
fyrstu tveimur
þáttunum og
eru viðræður í
gangi við aðra
leikstjóra um að
starfa við hina
þættina.
freyr@frettabladid.is
Framleiða þætti Hugleiks og Eve Online
MENNIRNIR Á BAK VIÐ ÓFÆRÐ
Hugmyndin að Ófærð kemur frá
Sigurjóni Kjartanssyni og Baltasar
Kormáki.LOÐNIR OG
LJÓTIR? Skiptar
skoðanir eru á
loðsandölunum frá
tískuhúsinu Céline.
NORDICPHOTOS/GETTY
KOSTAR SITT Skóparið kostar yfir hundrað þúsund
krónur.