Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 96
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56
36%
34%
30%
STÓRUM HLUTA NEMENDA
LEIÐIST Í SKÓLA
MINNIHLUTI ÚTSKRIFAÐUR 4 ÁRUM EFTIR
INNRITUN Í FRAMHALDSSKÓLA
2003 2006 2009 2012
50
40
30
20
10
0
■ Strákar í 9. og 10. bekk
■ Stelpur í 9. og 10. bekk
■ Útskrifuð eft ir 4 ár
■ Dottin út
■ Enn í námi
52%
25%
23%
LÓA PIND ALDÍSARDÓTTIR Sjónvarpskonan góðkunna gekk hinn hefðbundna menntaveg, sem hentar alls ekki öllum eins og
brottfallstölur úr framhaldsskóla sýna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Syni mínum, sem er 22 ára í dag,
gekk bara ágætlega í grunnskóla.
Síðan gerist það að hann gengur á
vegg um leið og hann er kominn í
framhaldsskóla. Námsefnið höfðar
ekki til hans og framsetning þess
enn síður.
Þetta varð til þess að hann hætti
í skóla og fór að vinna og sem
betur fer fékk hann vinnu en hann
hefur verið að streitast við og leit-
ast við að ná þessu stóra takmarki
sem stúdentsprófið er með því að
taka einn og einn kúrs með mis-
jöfnum árangri,“ segir Lóa Pind
Aldísardóttir, en þáttur hennar,
Tossarnir, verður sýndur á Stöð 2
á sunnudögum.
Í þeim fjallar Lóa um íslenska
skólakerfið og beinir sjónum
sínum að brottfalli í framhalds-
skólum. Hún hefur haft áhuga á
málefninu síðan sonur hennar hóf
nám í framhaldsskóla og hvert
ungmennið á fætur öðru í kring-
um hana fór að slugsa í námi eða
flosna upp úr framhaldsskóla.
Lóa segir meðal annars gagn-
rýnisvert hversu mikil áhersla er
á bóknám í íslenska skólakerfinu.
Hún segir að eftir að hún fór að
rýna í tölur hafi henni orðið ljóst
að ungmennin í kringum hana
voru ekki einangruð tilvik, heldur
væri brottfallið slíkt að stór hluti
af hverjum árgangi gæfist upp á
námi eða færi að flakka á milli
skóla með tilheyrandi kostnaði
fyrir sig og samfélagið.
„Ég var svo svo heppin að fá
tækifæri til þess að kynna mér
efnið í þaula fyrir sjónvarps-
þættina. Í þeirri vegferð komst
ég meðal annars að því að einn
meginvandi framhaldsskólanna er
að það vantar fjölbreytni í náms-
framboði, ég komst líka að því að
brottfall nemenda á sér oft mjög
djúpar rætur. Krakkar sem geng-
ur illa í skóla á fyrstu árum skóla-
göngunnar eiga mjög á hættu að
detta úr skóla í framhaldsskóla.
Tengslin við skólann hafa þá löngu
trosnað og versnað. Áhugaleysi
nemenda í grunnskóla getur svo
leitt til þess að þau hætta í fram-
haldsskóla.“
Lóa Pind segir að krakkar sem
falla út úr skóla upplifi margir
hverjir að þeir hafi beðið skip-
brot. „Það er ekkert skrítið við
það vegna þess að það er svo
mikil áhersla á það að ganga hefð-
bundinn menntaveg. Það er farið
að gera kröfu um stúdentspróf í
margvíslegum fögum og velta má
fyrir sér hvort þörf sé á því, til
dæmis þarf stúdentspróf til þess
að gerast slökkviliðsmaður og
myndlistarmaður.“
Þegar Lóa var að undirbúa
þættina tók hún viðtöl við yfir
100 manns. „Ég komst að því að
málið er mjög flókið og það eru
kannski ekki einfaldar lausnir til,
en lausnin á þessum vanda er að
minnsta kosti ekki að leggja svo
mikla áherslu á bóknám og nú er
raunin. Brottfallið er sönnun þess
að sú leið er ekki góð.“
sigridur@frettabladid.is
Sonurinn innblástur
að þáttaröðinni
Lóa Pind Aldísardóttir fékk áhuga á brottfalli í menntaskólum þegar sonur
hennar missti fótanna þegar hann kom í framhaldsskóla. Í vetur hefur hún
sökkt sér ofan í efnið og birtist afrakstur rannsóknanna í nýrri þáttaröð.
Í þáttum Lóu Pind, Tossarnir, er fylgst með fimm
einstaklingum sem hefur gengið illa að fóta sig í
skólakerfinu. „Sá yngsti er í níunda bekk en sá elsti er
borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr. Honum tókst að rísa
til virðingar í leiklist og stjórnmálum eins og kunnugt
er en hann var algjörlega á skjön í skólakerfinu.
Við förum meðal annars með honum á
barna- og unglingageðdeildina, BUGL, þar
sem hann dvaldi en það var talið á sínum
tíma að hann væri heilaskaddaður og ekki
fær um að hefja skólagöngu.“
Borgarstjórinn talinn heilaskaddaður
Grafið hér til vinstri er unnið upp
úr upplýsingum Rannsóknar og
greiningar. Skífuritið er byggt á
upplýsingum Hagstofunnar.