Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 39
Ferðir25. MAÍ 2013 LAUGARDAGUR 3
HVAR FINN ÉG ÓDÝRT
BENSÍN?
Bensíndropinn er dýr og
það borgar sig að fylgjast með
ódýrasta lítraverðinu hjá bensín-
stöðvum á ferðalög innanlands í
sumar. Nú geta ferðamenn sem
eiga snjallsíma eða spjaldtölvu
sótt smáforrit (app) sem nefnist
Bensínvaktin. Smáforritið, sem
er ókeypis, veitir notandanum
upplýsingar um hvar ódýrasta
bensínið er að finna og þá
bensínstöð sem er næst honum.
Nýjustu bensínverðin uppfærast
reglulega og verð eru sótt til allra
bensínstöðva hérlendis, bæði
hefðbundinna bensínstöðva og
sjálfsafgreiðslustöðva. Einnig
býður smáforritið upp á að reikna
bensíneyðslu bifreiðarinnar og
kostnað út frá uppgefnum gögn-
um. Advania bjó til Bensínvaktina
í samvinnu við gsmbensin.is og
fæst hún bæði fyrir iPhone- og
Android-síma og er sótt inn á
iTunes og Google Play.
Lestarferðalag um Evrópu
þykir rómantískur ferðamáti.
Neðanjarðarlestir þykja á hinn
bóginn ekki til þess gerðar að
vekja rómantískar hugsanir. Þessu
ætla yfirvöld almenningssam-
ganga í Prag í Tékklandi að breyta.
Brátt verða kynntar til leiks
lestarvagnar sem eingöngu eru
ætlaðir einhleypum. Uppátækið
er hluti af átaki sem felst í því að
fá fólk heldur til að ferðast með
neðanjarðarlestum en einkabílum
með því að benda á ýmislegt sem
hægt er að gera í lestunum sem
ekki er hægt í bílum. Til dæmis að
þar sé hægt að lesa, spila tölvu-
leiki og jú, hitta draumaprinsinn
eða -dísina.
Ætlunin er að hefja samstarf við
stefnumótaþjónustur sem munu
skipuleggja uppákomurnar um
borð í lestunum sem verða þó
aðeins á ferðinni á kvöldin og um
helgar.
Vefsíðan www.gadling.com
greinir frá.
KORSBÆK RÍS Á BAKKEN
Aðdáendur dönsku þáttanna
Matador geta áður en langt um
líður tyllt sér inn á Postgaarden
og pantað smurbrauð og öl hjá
þjóninum Boldt. Til stendur að
tileinka 2.500 fermetra svæði
þorpinu Korsbæk, sögusviði
Matador-þáttanna í skemmtigarð-
inum Bakken.
Áætlað er að Matador-svæðið
verði opnað árið 2015 og geta
gestir kíkt inn í dagstofu Elisa-
beth, verslun Mads Skjern, borð-
stofu Værnes-fjölskyldunnar, inn
til grísabóndans og að sjálfsögðu
inn í eldhús til Lauru.
Lise Nörgaard, höfundur Mata-
dor-þáttanna, er 96 ára en segist
vona að hún lifi að sjá þorpið sitt
rísa. „Það verður þá bara að keyra
mig um svæðið í hjólastól, eins
og frú Fernando Møghe,“ sagði
Nørgaard hress á blaðamanna-
fundi.
Sjá www.aok.dk
ÁST UM BORÐ Í NEÐANJARÐARLEST
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
6
37
71
0
4/
13