Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 92
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 52 ➜ Við reynum að draga fram þær heimildir sem til eru um þetta fólk á handritadeildinni. Við fengum líka Halldór Baldurs- son til að teikna myndir af mörgum af þeim einstak- lingum sem eru til umfjöllunar og það glæðir hana lífi. Sýningin Utangarðs? verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í dag í sam- starfi við Listahátíð í Reykja- vík. Á henni verður brugðið ljósi á það hvernig var að vera nið ur- setn ingur, fatlaður, geð veikur, glæpamaður, drykkju maður eða lista maður á seinni hluta átjándu aldar og fram á 20. öld. Ólafur J. Engilberts son er sýningarstjóri en Sigríður Hjördís Jörundsdóttir og Halldóra Kristinsdóttir eru höf- undar texta. „Hugmyndin kom upphaflega frá Sigríði Hjördísi, sem hafði rann- sakað skjöl um glæpamenn á 19. öld,“ segir Ólafur. „Hún einbeitti sér í fyrstu að Svani Jónssyni, ungum manni með listræna hæfi- leika sem ólst upp við slæm skil- yrði og lenti upp á kant við sam- félagið. Svanur var dæmdur fyrir smáglæpi, þjófnaði á harðfiski og öðru smálegu, og endaði ævi sína í betrunarhúsi í Kaupmannahöfn.“ Saga Svans varð þannig kveikj- an að sýningunni og til er mikið af efni um fólk sem var utanveltu og utangarðs í handritadeild Lands- bókasafnsins. „Sumir eru auðvitað þekkt- ir, eins og Sölvi Helgason, en við vildum draga fram sögur af öðru fólki sem lítið hefur verið fjallað um fram að þessu. Margir voru listamenn; skáld, tón list armenn og leikarar og nokkrir voru vatns berar – á meðan sú starfs grein var enn við lýði. Enn aðrir höfðu tekjur af ein- hverri sérgáfu líkt, eins og Gvend- ur dúllari sem „dúllaði“ eða söngl- aði, og aðrir voru með leikrænar uppákomur.“ Einnig verður fjallað um sér- kenni utangarðs fólks og hvaða atvinnu það stundaði helst. „Örar þjóðfélagsbreytingar fólu í sér breytta stöðu þeirra sem lentu utangarðs við kjarnafjölskylduna og sam fé lagið eða nutu ekki þeirr- ar aðhlynn ingar sem völ er á í dag,“ segir Ólafur. „Lög og reglu- gerðir um flakk og ómagafram- færslu breyttust, vistarbandið var afnumið og ýmis störf lögðust af. Sæmundur með sextán skó var til dæmis vatnsberi, en það starf lagðist af í kringum aldamótin 1900. Með því að segja sögu þess- ara einstaklinga viljum við bregða ljósi á samfélagsgerðina og hvern- ig hún var að breytast. Á tímabili fór ómögum fjölgandi en svo fækk- aði þeim aftur.“ Ólafur segir að það hafi verið snúið að miðla efninu í sýningu. „Að hluta til er þetta „ósýni- legt“ málefni. Við reynum að draga fram þær heimildir sem til eru um þetta fólk á handritadeildinni. Við fengum líka Halldór Baldursson til að teikna myndir af mörgum af þeim einstaklingum sem eru til umfjöllunar og það glæðir hana lífi, auk þess sem til eru ljósmynd- ir af sumum þessara einstaklinga.“ Sýningin Utangarðs stendur til 30. september. bergsteinn@frettabladid.is Svanur var dæmdur fyrir smáglæpi, þjófnaði á harðfiski og öðru smálegu og endaði ævi sína í betrunarhúsi í Kaupmannahöfn. Athyglinni beint að utangarðsmönnum Hlutskipti utangarðsfólks frá seinni hluta átjándu aldar og fram á þá tuttugustu er til umfj öllunar í sýningunni Utangarðs? sem verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Saga þessa hóps endurspeglar örar þjóðfélagsbreytingar á þessum tíma. AÐSTANDENDUR Ólafur J. Engilbertsson sýningarstjóri ásamt Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur og Halldóru Kristinsdóttur, sem semja texta sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNING DELUXE STILLANLEGT HEILSURÚM * með 3,5% lántökugjaldi og 340 kr. greiðslugj. pr. afb. 2x90x200 cm Tilboðsverð kr. 375.750 Fullt verð 477.000 S T IL LA N LE GT Á FRÁBÆRU V ER Ð I20% Afsláttur VA X T A LA U SA R AFBORGANIR Í 1 2 M Á N * Aðeins 32.573 kr. á mán. FYRIR ÞÍNAR BESTU STUNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.