Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 52
| ATVINNA |
Leikskólinn Aðalþing vill ráða fleiri leikskólakennara til starfa með haustinu
Þingforseti
óskast til starfa á þing yngstu barnanna í Aðalþingi. Stöðunni svipar til stöðu deildarstjóra í kjarasamningi leikskólakennara við sveitarfélögin en kjörin eru að mati Félags leikskólakennara töluvert
betri. Núna starfa a.m.k. þrír leikskólakennarar á öllum þingum (deildum) í Aðalþingi, því mun væntanlegur þingforseti vinna með stórum hópi kennara og hafa verulegan faglegan stuðning.
Leitað er að einstaklingi með starfsréttindi leikskólakennara, farsæla reynslu af stjórnun og framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og eða uppeldis- og kennslumála. Jafnframt er gerð krafa um
færni í vinsamlegum samskiptum og að viðkomandi hafi áhuga á að vinna í leikskóla sem vill starfa í anda Reggio Emilia og hafi brennandi áhuga á að læra meira með okkur.
Staðan er laus frá 1. ágúst eða samkvæmt samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. júní en nánari upplýsingar gefur Hörður skólastjóri í síma eða á hordur@adalthing.is
Leikskólakennarar með umsjón þróunarverkefna
óskast til starfa við leikskólann Aðalþing. Stöðu leikskólakennara með umsjón þróunarverkefna svipar til stöðu verkefnastjóra í kjarasamningi leikskólakennara við sveitarfélögin en staðan er þó
ekki tímabundin.
Leitað er að einstaklingum með starfsréttindi leikskólakennara. Jafnframt er gerð krafa um færni í vinsamlegum samskiptum og að umsækjendur hafi áhuga á að vinna í leikskóla sem vill starfa í
anda Reggio Emilia og hafi brennandi áhuga á að læra meira með okkur.
Stöður leikskólakennara með umsjón þróunarverkefna eru lausar samkvæmt samkomulagi við umsækjendur. Umsóknarfrestur er til 15. júní en nánari upplýsingar gefur Hörður skólastjóri í síma
eða á hordur@adalthing.is.
Leikskólinn Aðalþing er austast í Kópavogi, í sex mínútna akstursfjarlægð frá Hafnarfirði og í göngufæri við efstu hluta Breiðholts.
Veffang skólans er www.adalthing.is og símanúmerið er 515 0930
Leikskólakennarar
Nánari upplýsingar veita Helgi Kr. Sigmundsson framkvæmdastjóri lækninga,
í síma 450 4500 eða netfanginu helgi@hvest.is og
Þröstur Óskarsson, forstjóri, í síma 450 4500 eða netfanginu throstur@hvest.is.
Yfirlæknir lyflæknissviðs
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða sérfræðing í lyflækningum í stöðu
yfirlæknis. Leitað er eftir lækni með fjölþætta reynslu í almennum lyflækningum
og bráðalækningum.
Um er að ræða 100% stöðu frá 1.8.2013, eða eftir nánara samkomulagi.
Starfið felur í sér bakvaktir. Laun samkvæmt kjarasamningi og stofnanasamningi.
Umsóknarfrestur er til 18. júní 2013.
Vinsamlegast sendið umsóknir til
Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
bt. Þrastar Óskarssonar,
Torfnesi, 400 Ísafirði.
Umsóknareyðublað er að finna á vefnum
www.hvest.is undir viðkomandi starfs-
auglýsingu eða í afgreiðslu á Torfnesi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ráðning hefur verið ákveðin.
Rauðarárstíg 27 - 105 Reykjavík - Sími: 5458980 -Netfang: iceida@iceida.is
Starfsþjálfun – þrjár stöður
Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsir eftir ungu háskólafólki sem hefur áhuga á 4 mánaða starfsþjálfun í tengslum við
verkefni á sviði þróunarsamvinnu í þremur samstarfslöndum stofnunarinnar. Starfstími á vettvangi er frá 16. ágúst til
15. desember, með möguleika á framlengingu í allt að einn mánuð á heimaskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík.
Hæfniskröfur:
Umsækjendur skulu hafa lokið grunnnámi í háskóla (BA, BSc eða sambærilegri gráðu) og ekki vera eldri en 33 ára. Mjög góð
enskukunnátta er skilyrði, þar á meðal geta til að skrifa góðan texta, góð tölvukunnátta og undirstöðuþekking í aðferðafræði.
Gerð er krafa um sjálfstæð vinnubrögð, ábyrgð, áreiðanleika og lipurð í mannlegum samskiptum. Þekking á þróunarmálum,
þróunarstarfi og afrískri menningu er ákjósanleg.
Verkefni starfsnema í Malaví:
Tilfallandi verkefni á skrifstofu eða fyrir þróunarverkefni stofnunarinnar. Meðal helstu verkefna er upplýsingaöflun í tengslum
við áætlanagerð, greining og úrvinnsla gagna og aðstoð við tölfræðilegan samanburð á grunnskólum.
Verkefni starfsnema í Mósambík:
Tilfallandi verkefni á skrifstofu eða fyrir þróunarverkefni stofnunarinnar. Meðal helstu verkefna er upplýsingaöflun í tengslum
við áætlanagerð, greining og úrvinnsla gagna og aðstoð við undirbúning menntaverkefna. Kunnátta í portúgölsku eða spænsku
er nauðsynleg.
Verkefni starfsnema í Úganda:
Tilfallandi verkefni á skrifstofu eða fyrir þróunarverkefni stofnunarinnar. Meðal helstu verkefna er upplýsingaöflun í tengslum
við áætlanagerð, greining og úrvinnsla gagna og aðstoð við undirbúning og skipulag.
Umsóknir skulu hafa borist skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands fyrir 6. júní nk.
Ertu tungumála-áhugamanneskja/fjölskylda?
Hey! Ég heiti Tarjei (Þorgeir á íslensku), og mig langar til að
búa á eyjunni í sumar. Ég get unnið (t. d. starfað sem au pair)
fyrir mat og skjóli og dálítið af vasapeningum. Ég hef líka áhuga
á því að læra tungumálið betur. Ef þú ert áhugamanneskja um
tungumál vildi ég gjarnan heyra frá þér. Þú getur kennt mér
íslensku eða ensku, og ég get kennt þér norsku.
Vinsamlegast sendu mér tölvupóst á tarjeif90@gmail.com.
Ég vonast til að heyra frá þér.
Veislan veitingaeldhús á Seltjarnarnesi
óskar eftir að ráða:
• Matreiðslumann sem fyrst í framtíðarstarf.
Dagvinna og helgarvinna önnur hvor helgi eða jafnvel
þriðja hver.
• Sölufulltrúi /Skrifstofustarf.
100% starf dagvinna frá 9-17. Óskast sem fyrst.
Framtíðarstarf
Matreiðslumaður og sölufulltrúi
óskast sem fyrst
Fáið endilega upplýsingar
hjá okkur í síma 5612031
Eða sendið póst á arny@veislan.is
25. maí 2013 LAUGARDAGUR8