Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 6
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 LÖGREGLUMÁL Tveir íslenskir kafarar björguðu í gær lífi norsks manns sem missti meðvitund er hann kafaði án súrefnis í gjánni Silfru á Þingvöllum. Íslendingarnir voru þeir einu, auk Norðmannsins, sem voru við köfun í Silfru þegar atburðurinn varð um klukkan hálffimm í gær. Sá norski, sem fæddur er árið 1969, kafaði í blautgalla og hafði sökkur bundnar um sig í svokallaðri fríköfun. Hinir kafararnir sáu manninn sökkva meðvitundarlausan til botns í hyldýpi gjárinnar og brugðust þá skjótt við og komu honum helbláum upp á bakkann þar sem þeim tókst að lífga hann við. Sjúkrabíll kom á staðinn. „Eftir að hafa litið á kafarann vildu sjúkraflutningamennirnir eðlilega flytja manninn en hann afþakkaði alla frekari aðstoð þrátt fyrir að reynt hafi verið að sann- færa hann um annað. Þegar menn eru hnoðaðir í gang fylgja því kvill- ar sem læknavísindin telja að þurfi að skoða betur. En hann var ekki á því þessi heldur fór af vettvangi með félögum sínum,“ segir Ingvar Guðmundsson, varðstjóri hjá lög- reglunni á Selfossi. „Mér sýnist í fljótu bragði að þessi maður hafi brotið reglur með því að kafa einn og með því að til- kynna sig ekki,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Málið verði yfirfarið vandlega. „Það var hrein guðs mildi að þessir tveir menn voru fyrir tilviljun staddir nálægt og björguðu manninum.“ - gar Þverbraut reglur og missti meðvitund við köfun í gjána Silfru á Þingvöllum: Kafari án súrefnis sökk til botns SLYS Í SILFRU Guðs mildi og til- viljun að ekki fór verr segir þjóðgarðs- vörður. Tvö banaslys hafa orðið í Silfru frá því sumarið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK BRETLAND, AP Tveir menn voru handteknir um borð í flugvél á Stansted-flugvelli við London í gær, eftir að tilkynnt hafði verið um ógn við farþega í vél sem var á leið frá Lahore í Pakistan til Manchester í Englandi. 297 farþegar voru um borð í vél- inni. Þegar flugmenn hennar höfðu tilkynnt að ógn steðjaði að farþeg- um vélarinnar voru orrustuþotur frá flughernum sendar í loftið og þær fylgdu vélinni til lendingar á Stansted. Í kjölfarið voru menn- irnir tveir handteknir og leiddir út úr vélinni. Þeir voru yfirheyrð- ir í gærkvöldi, en þeir eru báðir breskir ríkisborgarar. Að sögn pakistanskra embættismanna sem fjölmiðlar ræddu við í gær höfðu mennirnir tveir hótað að „eyði- leggja flugvélina“ eftir að hafa rif- ist við flugþjóna. Nauman Rizvi, farþegi um borð í vélinni, sagði að mennirnir hefðu reynt að nálgast flugstjórnar- klefann. Þeir voru handjárnaðir í vélinni og þegar þeir höfðu verið fjarlægðir við lendingu fengu far- þegar að vita að hótun um hryðju- verk hefði borist. Að sögn annarra farþega var talað um að sprengiefni væru um borð. Enn aðrir greindu frá því að mennirnir tveir hefðu rifist sín á milli og þess vegna hefði þurft að handtaka þá. Flugvélin var rannsökuð í gær og ekki höfðu fund- ist neinar vísbendingar um sprengi- efni eða hryðjuverk í gærkvöldi. Viðbrögð við málinu má tengja við morð sem framið var í London í vikunni, þegar tveir menn myrtu hermann með kjötöxum. Morðið er sagt hryðjuverkaárás og öryggis- gæsla hefur verið hert vegna þess um allt landið. M6-hraðbrautinni var einn- ig lokað í báðar áttir í nágrenni Coventry um stund í gær vegna fregna um grunsamlegan sendi- ferðabíl sem sagður var innihalda sprengju. Bílnum hafði verið lagt við bensínstöð og tveir menn voru sagðir haga sér grunsamlega. Lög- regla og herlið komu á staðinn. Ekki reyndist sprengja í bílnum að sögn lögreglu. „Atvikið er nú rannsak- að sem umfangsmikill eldsneytis- þjófnaður,“ sagði lögregla í gær. thorunn@frettabladid.is Óttuðust sprengju um borð í flugvél Flugvél á leið frá Pakistan til Manchester var látin lenda á Stansted-flugvelli í gær. Tveir menn voru handteknir en engin merki um hryðjuverk fundust. Þá var hrað- braut lokað um stund vegna sprengjuótta. Mikil öryggisgæsla er um allt Bretland. TENGIST MORÐINU Viðbúnaðurinn við Stansted-flugvöll í gær og lokun M6-hraðbrautarinnar eru tengd morðinu á her- manninum Lee Rigby á miðvikudag. Fjölskylda hans ræddi við fjölmiðla í herstöð í gær. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Ný ríkisstjórn Sjálf stæðis- flokksins og Framsóknarflokksins hélt fyrsta ríkisstjórnarfund sinn í gærmorgun. Á fundinum var ákveðið að skipa sérstaka ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna. Einnig var skipuð sérfræðinefnd um afnám verð- tryggingar á neytendalánum og endur- skipulagningu húsnæðis markaðarins. Sérfræðinefndin á að skila til lögum til ráðherranefndarinnar fyrir lok árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Eygló Harðar- dóttir félagsmálaráðherra, Bjarni Benedikts son fjármálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra skipa ráðherranefndina. - þeb Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar var haldinn í gærmorgun: Ráðherranefnd um skuldamál RÍKISSTJÓRN Farið var yfir ýmis mál á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar í gær. Meðal annars var skipuð nefnd fjögurra ráðherra um skuldamál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.