Fréttablaðið - 25.05.2013, Síða 6
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
LÖGREGLUMÁL Tveir íslenskir
kafarar björguðu í gær lífi norsks
manns sem missti meðvitund er
hann kafaði án súrefnis í gjánni
Silfru á Þingvöllum.
Íslendingarnir voru þeir einu, auk
Norðmannsins, sem voru við köfun
í Silfru þegar atburðurinn varð um
klukkan hálffimm í gær. Sá norski,
sem fæddur er árið 1969, kafaði í
blautgalla og hafði sökkur bundnar
um sig í svokallaðri fríköfun.
Hinir kafararnir sáu manninn
sökkva meðvitundarlausan til botns
í hyldýpi gjárinnar og brugðust þá
skjótt við og komu honum helbláum
upp á bakkann þar sem þeim tókst
að lífga hann við. Sjúkrabíll kom á
staðinn.
„Eftir að hafa litið á kafarann
vildu sjúkraflutningamennirnir
eðlilega flytja manninn en hann
afþakkaði alla frekari aðstoð þrátt
fyrir að reynt hafi verið að sann-
færa hann um annað. Þegar menn
eru hnoðaðir í gang fylgja því kvill-
ar sem læknavísindin telja að þurfi
að skoða betur. En hann var ekki
á því þessi heldur fór af vettvangi
með félögum sínum,“ segir Ingvar
Guðmundsson, varðstjóri hjá lög-
reglunni á Selfossi.
„Mér sýnist í fljótu bragði að
þessi maður hafi brotið reglur með
því að kafa einn og með því að til-
kynna sig ekki,“ segir Ólafur Örn
Haraldsson þjóðgarðsvörður. Málið
verði yfirfarið vandlega. „Það var
hrein guðs mildi að þessir tveir
menn voru fyrir tilviljun staddir
nálægt og björguðu manninum.“
- gar
Þverbraut reglur og missti meðvitund við köfun í gjána Silfru á Þingvöllum:
Kafari án súrefnis sökk til botns
SLYS Í
SILFRU Guðs
mildi og til-
viljun að ekki
fór verr segir
þjóðgarðs-
vörður. Tvö
banaslys
hafa orðið
í Silfru frá
því sumarið
2010.
FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK
BRETLAND, AP Tveir menn voru
handteknir um borð í flugvél á
Stansted-flugvelli við London í gær,
eftir að tilkynnt hafði verið um ógn
við farþega í vél sem var á leið frá
Lahore í Pakistan til Manchester í
Englandi.
297 farþegar voru um borð í vél-
inni. Þegar flugmenn hennar höfðu
tilkynnt að ógn steðjaði að farþeg-
um vélarinnar voru orrustuþotur
frá flughernum sendar í loftið og
þær fylgdu vélinni til lendingar á
Stansted. Í kjölfarið voru menn-
irnir tveir handteknir og leiddir
út úr vélinni. Þeir voru yfirheyrð-
ir í gærkvöldi, en þeir eru báðir
breskir ríkisborgarar. Að sögn
pakistanskra embættismanna sem
fjölmiðlar ræddu við í gær höfðu
mennirnir tveir hótað að „eyði-
leggja flugvélina“ eftir að hafa rif-
ist við flugþjóna.
Nauman Rizvi, farþegi um borð
í vélinni, sagði að mennirnir hefðu
reynt að nálgast flugstjórnar-
klefann. Þeir voru handjárnaðir í
vélinni og þegar þeir höfðu verið
fjarlægðir við lendingu fengu far-
þegar að vita að hótun um hryðju-
verk hefði borist. Að sögn annarra
farþega var talað um að sprengiefni
væru um borð. Enn aðrir greindu
frá því að mennirnir tveir hefðu
rifist sín á milli og þess vegna hefði
þurft að handtaka þá. Flugvélin var
rannsökuð í gær og ekki höfðu fund-
ist neinar vísbendingar um sprengi-
efni eða hryðjuverk í gærkvöldi.
Viðbrögð við málinu má tengja
við morð sem framið var í London
í vikunni, þegar tveir menn myrtu
hermann með kjötöxum. Morðið er
sagt hryðjuverkaárás og öryggis-
gæsla hefur verið hert vegna þess
um allt landið.
M6-hraðbrautinni var einn-
ig lokað í báðar áttir í nágrenni
Coventry um stund í gær vegna
fregna um grunsamlegan sendi-
ferðabíl sem sagður var innihalda
sprengju. Bílnum hafði verið lagt
við bensínstöð og tveir menn voru
sagðir haga sér grunsamlega. Lög-
regla og herlið komu á staðinn. Ekki
reyndist sprengja í bílnum að sögn
lögreglu. „Atvikið er nú rannsak-
að sem umfangsmikill eldsneytis-
þjófnaður,“ sagði lögregla í gær.
thorunn@frettabladid.is
Óttuðust sprengju
um borð í flugvél
Flugvél á leið frá Pakistan til Manchester var látin lenda á Stansted-flugvelli í gær.
Tveir menn voru handteknir en engin merki um hryðjuverk fundust. Þá var hrað-
braut lokað um stund vegna sprengjuótta. Mikil öryggisgæsla er um allt Bretland.
TENGIST MORÐINU Viðbúnaðurinn við Stansted-flugvöll í gær og lokun M6-hraðbrautarinnar eru tengd morðinu á her-
manninum Lee Rigby á miðvikudag. Fjölskylda hans ræddi við fjölmiðla í herstöð í gær. NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL Ný ríkisstjórn Sjálf stæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins
hélt fyrsta ríkisstjórnarfund sinn í
gærmorgun.
Á fundinum var ákveðið að skipa
sérstaka ráðherranefnd um úrlausnir
í skuldamálum heimilanna. Einnig var
skipuð sérfræðinefnd um afnám verð-
tryggingar á neytendalánum og endur-
skipulagningu húsnæðis markaðarins.
Sérfræðinefndin á að skila til lögum
til ráðherranefndarinnar fyrir lok
árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra, Eygló Harðar-
dóttir félagsmálaráðherra, Bjarni
Benedikts son fjármálaráðherra og
Hanna Birna Kristjánsdóttir innan-
ríkisráðherra skipa ráðherranefndina.
- þeb
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar var haldinn í gærmorgun:
Ráðherranefnd um skuldamál
RÍKISSTJÓRN Farið var yfir ýmis mál á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar í gær.
Meðal annars var skipuð nefnd fjögurra ráðherra um skuldamál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA