Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.09.2013, Blaðsíða 8
14. september 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Einstaklingar sem festu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu byggingu á árunum 2004 – 2008 og tóku jafnframt lán með veði í fasteign annars einstaklings eiga rétt á sérstökum vaxtabótum – lánsveðsvaxtabótum. Skilyrði fyrir ákvörðun lánsveðsvaxtabóta eru þessi: Umsóknir berist ríkisskattstjóra í síðasta lagi 15. september 2013. Ákvörðun lánsveðsvaxtabóta fer fram svo fljótt sem unnt er, þó eigi síðar en 17. mars 2014. Nánari upplýsingar um fjárhæðir, ákvörðun bóta og umsóknareyðublað má finna á vef ríkisskattstjóra; www.rsk.is Lánsveðsvaxtabætur Íbúðarhúsnæði hafi verið keypt eða byggt til eigin nota og lán tekin því til öflunar á tímabilinu frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008 Lán hafi verið tekið með veði í fasteign í eigu annars einstaklings Íbúðin hafi verið í eigu umsækjanda í ársbyrjun 2009 Eftirstöðvar fasteignaveðlána vegna þess íbúðarhúsnæðis, sem fengin voru með lánsveði, hafi samtals verið hærri en 110% af fasteignamati eignarinnar á söludegi eða í árslok 2010 Höfuðstóll veðlána hafi ekki verið lækkaður fyrir 9. apríl 2013 Við erum fjölskylda í Kaupmannahöfn, sem óskar eftir að skipta á íbúð/húsi yfir jól og áramót. Frá ca. miðjum desember til ca 5. jan. Ef hentar betur, gætu skiptin hafist strax i byrjun desember. Höfum stórt einbýlishús með 5 svefnherbergjum, stutt frá miðborginni. Húsið hefur öll nútíma þægindi ,internet, sjónvörp, dvd, o.sv.fr. og sauna. Bíll getur fylgt, og æskilegt væri hið sama á Íslandi. Við þurfum 3 svefnherb. Tvö svefnherb. gætu dugað, ef annað er hjónaherb. og hitt með tveimur rúmum. Sendið póst á heimilisskipti@gmail.com eða hafið samband í síma 0045 50231882 Íbúðaskipti! BANDARÍKIN, AP Fyrir þrjátíu árum undirrituðu Bandaríkin alþjóð- legan samning sem bannar fram- leiðslu og notkun efnavopna. Enn eru þó 3.000 tonn af slíkum vopn- um eftir í Bandaríkjunum og ekki er reiknað með að búið verði að eyða þeim öllum fyrr en árið 2023. Þetta er þrisvar sinnum meira magn en talið er að Sýrlend- ingar ráði yfir, en Bandaríkja- menn leggja mikla áherslu á að Sýrlands stjórn losi sig við sín efnavopn hið allra fyrsta. Við undirritun samningsins áttu Bandaríkin í fórum sínum 31.500 tonn af efnavopnum, þann- ig að á þrjátíu árum hefur þeim tekist að losa sig við rúmlega 90 prósent þeirra. Bandaríkin hafa rekið sig á það, rétt eins og önnur lönd sem reynt hafa, að býsna erfitt er að losa sig við efnavopn. Hvað eftir annað hefur sá frestur sem settur hefur verið runnið út eða verið fram- lengdur þegar ljóst var orðið að markmiðin myndu ekki nást. Sýrlendingar hafa nú, sam- kvæmt tillögu Rússa, fallist á að láta efnavopn sín af hendi til eftir- lits og eyðingar en óljóst er um framkvæmdina. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur síðustu tvo daga setið á fundum með Sergei Lavrov, rússneskum starfsbróð- ur sínum, og krafist skýringa á því hvernig Rússar hafa hugsað sér að fá Sýrlendinga til þess að standa við loforð um afhendingu og eyðingu efnavopna sinna. Sýrland er eitt af fáum ríkjum heims sem ekki hafa undirritað alþjóðlega samninginn, en hafa nú óskað eftir að gerast aðilar að honum, í samræmi við tillögur Rússa. Sýrlandsstjórn segist ætla að láta efnavopn sín af hendi til eftirlits og eyðingar mánuði eftir undirritun. Samningurinn hefur verið undir ritaður og staðfestur af flestum ríkjum Sameinuðu þjóð- anna. Fimm ríki hafa þó enn ekki undirritað hann, en þau eru Angóla, Egyptaland, Norður- Kórea, Sómalía og Sýrland. Að auki hafa Ísrael og Búrma undir- ritað samninginn en ekki staðfest hann. Alls gáfu sjö ríki upp efna- vopnaeign upp á samtals 70 þús- und tonn og þrjú þeirra hafa klár- að að losa sig við þau. gudsteinn@frettabladid.is Erfitt að eyða efnavopnum Í Bandaríkjunum er enn að finna meira en 3.000 tonn af efnavopnum, 30 árum eftir að Bandaríkin undirrit- uðu alþjóðlegt bann við framleiðslu og notkun þeirra. Bifreiðaeign landsmanna árið 2012 var rúmlega 300.000 bílar og hefur nærri tvöfaldast frá árinu 1995. Fjöldi fólksbifreiða á Íslandi á hverja þúsund íbúa er með því hæsta sem gerist í heiminum og hefur meira en tvöfaldast síðustu 30 árin. Heimild: Umhverfisstofnun SVONA ERUM VIÐ SÝRLENDINGAR SÆKJA UM AÐILD Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum, veifar skjali sem hann segir innihalda upplýsingar frá bandarísku leyniþjónustunni um efnavopn í Ísrael. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Mál hugbúnaðar- fyrirtækisins Applicon gegn Sér- stökum saksóknara var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrir tækið hefur farið fram á lög- bann gegn Sérstökum saksóknara. Ástæðan er meint ólögmæt notkun embættisins á hugbúnaðarkerfi sem Seðlabanki Íslands afritaði þegar húsleit var framkvæmd hjá Sam- herja vegna meintra brota á gjald- eyrisreglum á síðasta ári. Málinu var frestað í morgun svo lögmenn Applicon gætu lagt fram greinagerð. Barátta Applicon fyrir lögbanni hefur verið heldur löng og ströng. Fyrst fór fyrirtækið fram á það við sýslumanninn í Reykjavík að setja lögbann á Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn braust inn í SAP, hugbúnaðarlausn fyrirtækisins, og afritaði bókhaldsgögn hjá Sam- herja. Sýslumaður hafnaði kröfunni, meðal annars vegna þess að gögnin voru komin til sérstaks saksóknara. Applicon fór þá fram á lögbann gegn embætti saksóknarans vegna brota á höfundarréttarlögum en því var einnig hafnað. - vg Hugbúnaðarfyrirtæki fór fram á lögbann gegn Sérstökum saksóknara: Vilja lögbann vegna forrits HÚSLEIT Seðlabanki Íslands gerði húsleit á síðasta ári hjá Samherja vegna gruns um brot á lögum um gjaldeyrishöft. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Dómari hafnaði í gær kröfu um að réttarhöld í máli Sig- urðar Kárasonar, sem ákærður er fyrir að hafa svikið meira en 100 milljónir út úr grunlausu fólki, fari fram fyrir luktum dyrum. Sigurður krafðist þess að þing- haldið yrði lokað til að umfjöll- un um málið mundi ekki valda dætrum hans óþægindum og skaða. Saksóknari mótmælti því og sagði engin rök fyrir lokuðu þinghaldi. Dómari var sammála og hafnaði kröfunni. - sh Dómari hafnaði kröfu: Opið þinghald í máli svikara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.