Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 13

Fréttablaðið - 14.09.2013, Side 13
LAUGARDAGUR 14. september 2013 | FRÉTTIR | 13 SJÁVARÚTVEGUR „Ég held að hrefnuveiðitíma- bilinu sé lokið enda hefur ekkert veiðst í um mánuð,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, tals- maður hrefnuveiðimanna. Þrír bátar fóru á hrefnuveiðar í sumar og veiddu samtals 36 hrefnur, en samkvæmt hrefnu- kvóta ársins mátti veiða 216 dýr. Í fyrra veiddist 51 hrefna, sem var einnig töluverð fækkun frá fyrra ári. Gunnar segir slæmt veður og ákvörðun fyrr- verandi atvinnu- og nýsköpunarráðherra, Stein- gríms J. Sigfússonar, um að stækka griðasvæði hvala í Faxaflóa, hafa mest að segja um lélega veiði sumarsins. „Ákvörðun Steingríms hafði þær afleiðingar að við þurftum snemma í vor að hætta veiðum á Faxaflóa þar sem er oft mikið af hrefnu á vorin og fram á sumar. Þá fórum við með eitt af hrefnu- veiðiskipunum, Hrafnreyði KÓ, norður fyrir land, þar sem var minna af hrefnu en í Faxaflóanum,“ segir Gunnar, og bætir því við að makríllinn hafi einnig strítt hrefnuveiðimönnun en hvalurinn forðast makrílinn sem étur undan honum. „Við hefðum að minnsta kosti viljað veiða tíu dýr til viðbótar. Eftirspurn eftir hrefnukjöti frá veitingastöðum er sífellt að aukast og þessi lélega veiði í sumar þýðir að kjötið mun klárast í vetur,“ segir Gunnar. - hg Talsmaður hrefnuveiðimanna segir að vertíðinni sé að öllum líkindum lokið: Veiddu talsvert færri hrefnur en í fyrra VERTÍÐINNI LOKIÐ Gunnar segir hrefnuveiðimenn hafa viljað veiða að minnsta kosti tíu dýr til viðbótar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FINNLAND Finnska lögreglan stóð tvo þjófa að verki þegar þeir voru að tæma hraðbanka í bænum Orimattila. Þjófarnir höfðu farið í leiðangur og stolið úr hrað- bönkum á 13 stöðum á milli Salo og Fredrikshamn. Lögreglan gat sér til hver yrði næsti áfangastaður þjófanna og var reiðubúin til handtöku þeirra þegar viðvörun barst frá hrað- banka í Orimattila, að því er segir á fréttavef Hufvudstads- bladet. Lögreglan fann jafnframt bíl mannanna í bænum. Lögreglu- hundur þefaði uppi seðla sem faldir höfðu verið í bílnum. - ibs Lögregla í viðbragðsstöðu: Hraðbankaþjóf- ar handteknir NOREGUR Yfir 400 utankjör- fundar atkvæðum í nýafstöðnum þingkosningum í Noregi verður eytt af því að þau bárust of seint með póstinum. Í frétt á vef norska ríkisútvarpsins er haft eftir Frank Aarebrot, prófessor við Háskólann í Bergen, að þetta sé hneyksli. Vonandi viti þeir sem nýttu sér kosningarétt sinn ekki af því að þeir hafi misst hann. Samkvæmt upplýsingum frá þeim sveitarfélögum sem norska ríkisútvarpið hefur hingað til haft samband við var póstdreif- ingin á eftir áætlun. Upplýsinga- stjóri Póstsins telur að í sumum tilfellum geti það verið rétt en í öðrum hafi sveitarfélögin, sem koma áttu atkvæðum á réttan stað, sent þau of seint. - ibs Pósturinn of seinn: 400 utankjör- fundaratkvæð- um verður eytt KOSNINGAR Erna Solberg, leiðtogi hægrimanna í Noregi, greiðir atkvæði. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Norska útlendingastofn- unin segir nauðsyn á 30 til 40 nýjum móttökum fyrir hælisleit- endur, meðal annars vegna auk- ins straums flóttamanna. Aðeins 16 prósent 15.795 íbúa í húsnæði fyrir hælis leitendur í Noregi bíða eftir svari við umsókn um hæli í landinu. Um átta þúsund bíða ýmist eftir því að vera vísað úr landi þar sem umsóknum þeirra hefur verið hafnað eða bíða eftir afgreiðslu áfrýjunar. Yfir fjögur þúsund íbúanna hafa fengið dvalarleyfi í Noregi en engin sveitarfélög hafa lýst yfir vilja til að taka við þeim. -ibs Hælisleitendur í Noregi: Stífla í flótta- mannabúðum Í ÓSLÓ Fólk á gangi á Aker brygge. Í Noregi er kallað eftir bættum aðbúnaði vegna flóttafólks sem til landsins leitar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.