Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 14.09.2013, Qupperneq 20
14. september 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Þegar ég var að læra lækn- isfræði fyrir 40 árum voru starfandi fimm spítalar á höfuðborgar- svæðinu: Landakot og St. Jósefs spítalinn í Hafnar- firði, stofnaðir og rekn- ir af St. Jósefssystrum, Borgarspítalinn, í hluta- eigu Reykjavíkur og rek- inn af Reykjavíkurborg, Landspítalinn og Vífils- staðaspítali, reknir af og í eigu íslenska ríkisins. Að auki var Fæðingar heimili Reykjavíkur í eigu og rekstri Reykjavíkurborgar. Þá ríkti gullöld í íslensku heilbrigðis kerfi. Borgar spítalinn nýbyggður, vel búinn tækjum og baráttufólki með eldmóð í æðum að koma á fót nýjum spítala sem yrði betri en hinir spítalarnir. Landakot og St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði reknir af hugsjón nunnanna með afkastahvetjandi launakerfi fyrir læknana. Land- spítalinn hinn eiginlegi háskóla- spítali með flesta háskólakennarana í læknisfræði, þar sem auk lækn- inga voru stundaðar rannsóknir og kennsla í miklum mæli, og Vífils- staðaspítali þar sem starfsfólk bjó yfir áratuga reynslu af meðferð lungna sjúkdóma. Að ógleymdu Fæðingarheimili Reykjavíkur þar sem heilbrigðar ófrískar konur gátu fætt börn sín á sem eðlilegast- an hátt, en þó undir öruggu eftir liti reynds starfsfólks. Þetta var raunveruleikinn fyrir um fjórum áratugum og næstu árin á eftir. Á þeim tíma var ég þeirr- ar gæfu aðnjótandi að starfa sem nemi, unglæknir og sérfræðing- ur um styttri eða skemmri tíma á öllum þessum vinnustöðum. Á engan vinnustaðinn skal hallað. Það ríkti alls staðar sönn vinnu- gleði þar sem sjúklingarnir og veg- ferð þeirra voru í fyrirrúmi. Sjúk- lingarnir kunnu líka að meta að geta leitað til fleiri en eins aðila um álit og meðferð. Hið sama gilti um starfs fólkið. Ef því mislíkaði eitt- hvað á einum spítalanum fann það oft gleðiríkan og farsælan farveg á hinum spítölunum. Blind trú Undir niðri fann ég þó alltaf fyrir ósk þeirra er stýrðu og réðu Land- spítalanum að hann væri aðal- spítalinn og að sú stund mundi upp renna að öld samkeppninnar hnigi til viðar, að Land spítalinn yrði fjallið eina þar sem allar flókn- ar rannsóknir, meðferðir, lækn- ingar og kennsla færu fram. Með árunum breyttist þessi ósk stjórnenda Land- spítalans í trú. Í fram- haldinu upphófst einkar óbilgjarnt ferli. Hinir spítalarnir skyldu sam- einaðir Land spítalanum ella lagðir niður. Í nafni hagræðingar og sparn- aðar var þessi blinda trú sett á eitt allsherjar Excel-skjal. Það var kynnt fyrir lykilstarfsmönnum heilbrigðis ráðuneytisins með sí endurteknum sjón- hverfingum sem sýndu sparnað, samlegðaráhrif og enn meiri sparnað og hagræðingu – og viti menn – allt í einu var þessi trú ráðandi afla á Land spítalanum orðin sannleikur í augum þeirra sjálfra og lykilmanna heilbrigðis- ráðuneytisins. En í Excel-skjalinu gleymdist að taka tillit til mannauðsins og þarfa og óska sjúklinganna. Sparnaður og hagræðing var markmiðið, starfs- fólkið og sjúklingarnir voru orðin aukaatriði og svo var hafist handa. Stjórnmálamenn og starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins létu það heita að sameina ætti þessar stofn- anir og að alls ekki ætti að leggja þær niður. Þannig voru áformin kynnt fyrir starfsfólkinu. En raun- in varð önnur. Fyrsta atlagan var gerð að Landa- kotsspítala, sem var lagður niður í þáverandi mynd og færður undir rekstur Borgar spítalans. Þetta var gert þrátt fyrir kröftug mótmæli þorra starfsfólksins og nær allra sjúklinga sem þar nutu frábærrar þjónustu. Persónulegt og afkasta- hvetjandi starfslag læknanna í anda nunnanna var aflagt með handafli og þeir þvingaðir til að starfa eftir stimpilklukku í ópersónulegu fast- launakerfi þar sem hin samfelldu góðu tengsl við sjúklingana voru rofin. Óánægja kraumaði undir og gleðin þvarr smám saman. Næsta atlaga var gerð að Fæðingarheim- ili Reykjavíkur. Yfirmönnum Land- spítala og heilbrigðis ráðuneytisins tókst að telja stjórnmála mönnum trú um að þar færi fram dýr og hættuleg starfsemi og það var sameinað Kvennadeild Land- spítala og síðan lagt niður í fram- haldinu. Framkoman við starfs- fólk Fæðingar heimilisins á þessum tíma var vanvirðing við áratuga- langa reynslu þess. Þá var ekkert tillit tekið til óska kvenna um að þessi val kostur yrði áfram í boði. Á Kvenna deildinni skyldu þær allar fæða með góðu eða illu. Á sama tíma og Fæðingarheimilinu var lokað var gerð hörð atlaga að St. Jósefsspítalanum í Hafnar- firði. Honum skyldi lokað en með harðfylgi og fullri andstöðu íbúa í Hafnar firði og nágrannasveitar- félaga tókst að koma í veg fyrir þann gjörning á elleftu stundu. Horfa verður á rót vandans Næst var ráðist á Borgarspítalann og Vífilsstaðaspítala, þeir sam- einaðir Landspítalanum og Vífils- staðaspítala síðan lokað. Borgar- spítalinn varð að rekstrareiningu innan Landspítalans. Enn stækk- aði Landspítalinn, gremja og óyndi starfsfólksins jókst og vonbrigði og óánægja neytendanna, sjúk- linganna sem spítalarnir voru byggðir til að sinna, magnaðist. Í Excel-skjalinu stóð að þetta væri sannleikurinn en sparnaðurinn lét á sér standa og eitthvað ólag var á hagræðingunni. Nú var bara eftir að framkvæma seinasta ógæfu- verkið: sameina St. Jósefs spítalann í Hafnarfirði við Landspítalann. Það var síðan gert þvert á vilja alls starfsfólksins, sjúklinganna og fólksins í heimabyggð spítalans. Og nú er ég að tala um sameiningu eins og það var kallað í fjölmiðlum og í kynningum ráðuneytisins. „Sam- einingin“ fólst í því að spítalinn var lagður niður og húsnæðinu lokað og stendur það nú tómt og yfir- gefið. Samþjálfuðu starfsfólki þar sem einstök og rík vinnugleði ríkti var tvístrað og eytt í orðsins fyllstu merkingu. Og hér komum við að kjarna málsins. Í dag stendur Land- spítalinn frammi fyrir óánægju starfsfólks – vinnumórallinn er lélegur. Getur verið að hluti ástæð- unnar sé sú að starfsfólkið hefur ekkert val um vinnustað? Starfs- maður á Landspítalanum er í engri aðstöðu til að setja fram gagnrýni á vinnu staðinn, því ef yfir mönnum hans líkar ekki gagnrýnin, þá getur hann hvergi annað farið. Í slíku ástandi verður aldrei vinnufriður eða samstaða – sérstaklega ekki þegar á móti blæs efnahagslega eins og nú. Ég er sammála nýjum heilbrigðis- ráðherra um að þessi vandi verður ekki leystur með peningum einum saman. Það verður að horfa á rót vandans. Það verður að byggja upp traust og trúnað við sjúklingana og starfsfólkið. Það er kominn tími til að við horfumst í augu við það að sameiningar í heilbrigðiskerfinu hafa ekki sparað okkur peninga heldur skapað það ófremdarástand atgervisflótta og vantrausts sem við búum við í dag. Er fákeppni að sliga Landspítalann? „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klár- lega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti.“ Björgvin G. Sigurðsson, fv. viðskiptaráðherra, útskýrir hvers vegna ákvæði um refsiábyrgð lögaðila hvarf sporlaust úr lögum um gjaldeyrismál í fl ýtinum við að koma á gjaldeyrishöft um 2008. Björgvin sagði frum- varpið hafa í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum en fínpússað í ráðuneytinu. HEILBRIGÐIS- MÁL Benedikt Ó. Sveinsson læknir og sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvenlækningum „Þetta er bara framhald út af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra leysti samninganefnd, samningahópa og samráðsnefnd vegna viðræðna við ESB formlega frá störfum. „Á það verður látið reyna hvort dómstóll götunnar kom- ist framvegis upp með að ráða gangi mála við háskólann.“ Jón Baldvin Hannibalsson, fv. ráðherra, ætlar að höfða mál gegn Háskóla Íslands vegna ákvörðunarinnar um að aft urkalla ráðningu hans til kennslu. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is EIRVÍK innréttingar og eldhústæki SÉRSTAÐA á íslenskum innréttingamarkaði Farðu alla leið með Eirvík Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingaframleið- anda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum sem eru seldar undir vörumerki Eirvíkur. Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við kynnum nýjustu strauma í hönnun eldhúsa. ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA SÝNING Í DAG KL. 11:00-15:00 LISTIN AÐ VELJA FFO stendur fyrir ráðstefnu um heilsu og holdafar Föstudaginn 20. september í Salnum, Kópavogi Fyrir hádegi mun fagfólk sem stundar rannsóknir tengdar offitu kynna niðurstöður sínar en eftir hádegi verða í boði fjölbreyttir fyrirlestrar ætlaðir öllum þeim sem áhuga hafa á heilbrigðum lífsstíl. 12.30 Móttaka og skráning 13.00 Opnunaratriði - Ari Eldjárn 13.20 Skynsemin ræður - eða hvað? Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur á LSH og HÍ 14.05 Innihaldslýsingar matvara: Merkingin á bakvið „þar af sykur...” Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringar- og lýðheilsufræðingur 14.30 Kúrar og kolvetni - heilsa eða hætta? Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við HÍ og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við HÍ 15.10 Kaffihlé 15.40 Er sálartetrið samferða? Helma Rut Einarsdóttir, sálfræðingur og Valgerður M. Magnúsdóttir, hjúkrunarfr. 16.05 Hver þarf að hreyfa sig? Kristján Þór Magnússon, sérfræðingur hjá Embætti Landlæknis 16.30 Ráðstefnuslit Nánari upplýsingar á síðu Félags fagfólks um offitu: www.ffo.is Skráning á ffo@ffo.is eða í síma 697 4545 Verð kr. 8.900 (allan daginn) og kr. 4.900 (hálfan daginn) UMMÆLI VIKUNNAR 07.09.2012 ➜ 13.09.2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.